Líbía og stuðningur Íslands Össur Skarphéðinsson skrifar 7. apríl 2011 08:00 Óvenju mikil eindrægni ríkti á fundi um fimmtíu utanríkisráðherra og fulltrúa alþjóðastofnana um málefni Líbíu sem ég sat í síðustu viku í London. Þátttakendur voru sammála um nauðsyn þess að styðja líbísku þjóðina í að koma á friði. Yfirvofandi hrannmorð harðstjórans Gaddafís gegn vopnlausum þegnum Líbíu yrði að stöðva. Það vakti athygli mína hversu eindregnir fulltrúar Arabaríkjanna á fundinum voru í stuðningi sínum við það að Atlantshafsbandalagið tæki við samræmingu aðgerða gegn Líbíustjórn. Þríþættar aðgerðirÁ ríkjaráðstefnunni voru samþykktar þrennskonar aðgerðir. Í fyrsta lagi að framfylgja ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um loftferðabann, viðskipta- og vopnasölubann og vernd óbreyttra borgara. Atlantshafsbandalagið hefur fallist á óskir ýmissa smærri ríkja að taka að sér samræmingu þessa þáttar. Í öðru lagi að tryggja tafarlaust mannúðaraðstoð sem nú sárvantar í borgum þar sem átök geisuðu. Sammæli var um að alþjóðlegar hjálparstofnanir stýrðu þessum lið. Í þriðja lagi að styðja líbísku þjóðina við uppbyggingu nauðsynlegra innviða til að byggja eigin framtíð með lýðræðislegum stjórnarháttum. Á blóði drifnum ferli upprætti harðstjórinn pólitíska flokka, fangelsaði, hrakti í útlegð eða drap pólitíska leiðtoga. Framkvæmdastjóra SÞ var falið að hafa umsjón með uppbyggingu pólitískra grunnstofnana svo tryggja megi frjálsar kosningar. Lagalegt umboð til aðgerðaÞessar aðgerðir hvíla á skýru lögmætu umboði sem felst í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1973. Hún var samþykkt 18. mars af 10 ríkjum, enginn beitti neitunarvaldi en fimm sátu hjá. Ályktunin gengur mun lengra en sem nemur loftferðabanni eingöngu. Hún veitir heimild til hernaðaraðgerða til að fylgja eftir lokun lofthelgi. Í ályktuninni er einnig mikilvægt ákvæði um vernd óbreyttra borgara sem slær í gadda að ályktunin veitir ekki umboð til að koma upp erlendu hernámsliði í Líbíu. Hótanir um hrannmorðÍ ljósi ofangreinds hafa því loftárásir samstarfsríkjanna – og nú Nató – ekki síst miðað að eyðileggingu loftvarnarkerfa Gaddafís. Ályktunin leyfir hins vegar víðtækari loftárásir á hernaðarleg skotmörk ógni þau líbískum almenningi. Markmið hennar er að bjarga mannslífum sem voru í mikilli hættu. Sá háski speglaðist í yfirlýsingum harðstjórans þegar hann kvaðst í aðdraganda atlögunnar að Benghazi ekki myndu sýna neinum miskunn og engu eira. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri SÞ telur þessar aðgerðir hafa bjargað þúsundum mannslífa. Tífaldur styrkleikamunurÍ kjölfarið hefur verið deilt um hvort ályktunin heimili að senda uppreisnarmönnum vopn. Þá er vísað til þess að þó skotfæri beggja séu farin að ganga til þurrðar er munurinn á herstyrk þeirra tífaldur Gaddafí í vil. Möguleikinn á endurnýjun vopnabirgða er sömuleiðis mikill. Uppreisnarmenn eiga enga fjársjóði en þó eignir Gaddafís hafi verið frystar sýna skrár AGS að líbíska stjórnin á 144 tonn af gulli í landinu. Valdamikil ríki einsog Bretland, Bandaríkin, og jafnvel Frakkar, hafa því rætt opinskátt um að vopna beri uppreisnarmennina til að gefa þeim færi á jafnstöðu um bardagagögn. Hófstillingin af hálfu Nató, og skilyrðislaus hlýðni við lögmætt umboð öryggisráðsins, speglast hins vegar í því að framkvæmdastjóri bandalagsins hefur hafnað afdráttarlaust þeirri túlkun að ályktun 1973 veiti heimild til að vopna uppreisnarmenn. Blóðsúthellingum afstýrtViðbrögð SÞ við atburðum í Líbíu hafa undirstrikað hvers alþjóðasamfélagið er megnugt, taki ríki höndum saman um aðgerðir til verndar friði og mannréttindum. Þótt uppreisnaröflum hafi ekki enn tekist að velta Gaddafí úr sessi hefur frekari blóðsúthellingum meðal óbreyttra borgara verið afstýrt að sinni. Hjálparstofnunum er gert kleift að koma aðstoð til nauðstaddra. Í fyrsta skipti í langan tíma hafa helstu stofnanir alþjóðasamfélagsins unnið saman eins og til var ætlast og Sameinuðu þjóðirnar fyrir vikið verið styrktar í sessi. Tvennt réði þar úrslitum: Annars vegar að samkomulag innan öryggisráðs SÞ um viðbrögð sem lagði lagalegan grunn að sameiginlegum aðgerðum. Hins vegar að ríki sem átt hafa nánust tengsl við Líbíu, bæði Arabaríkin og Afríkuríkin, sýndu vilja til að bregðast við án tafar. Aðgerðir ÍslandsAllt frá því að ljóst var hversu grimmilega Gaddafí réðist gegn eigin borgurum hafa íslensk stjórnvöld fordæmt gjörðir hans og kallað eftir aðgerðum til að stöðva blóðsúthellingar og stríðsglæpi. Við höfum tekið undir harðorðar ályktanir öryggisráðsins; við studdum vopnasölubann á Líbíu, frystingu eigna Gaddafís og höfðum virkan atbeina að því að sakadómstóli SÞ hefur verið falið að rannsaka árásir öryggissveita Gaddafís á íbúa landsins. Við höfum lokið innleiðingu ályktunar öryggisráðsins um refsiaðgerðir gagnvart Líbíu. Þá var Ísland eitt þeirra ríkja sem stóðu að tillögu um að reka Líbíu úr mannréttindaráði SÞ. Ísland hefur lagt 12 millj. kr. til matvælaaðstoðar og flóttamannahjálpar SÞ til að bæta stöðu almennings á átakasvæðunum. Okkur hefur hins vegar engin beiðni borist um neins konar framlag í tengslum við aðgerðir Nató gagnvart Líbíu. Hlutverk AtlantshafsbandalagsinsÞegar geggjaður harðstjóri leggur til atlögu við vopnlausa borgara, og lýsir yfir að engin miskunn verði sýnd, á alþjóðasamfélagið engan kost annan en að grípa til aðgerða til að koma á friði. Ella ber það siðferðilega ábyrgð á hrannmorðum gegn saklausu fólki. Íslenskir þingmenn úr öllum flokkum voru sama sinnis. Hver og einn einast þingmaður sem á Alþingi tók til máls í tveimur umræðum um málefni Líbíu studdi aðgerðir. Ríkisstjórnin samþykkti formlega stuðning við ályktun öryggisráðsins nr. 1973. Einstök ríki óskuðu eftir að Nató samræmdi aðgerðirnar og utanríkismálanefnd Alþingis var kynnt að umræður færu fram um það á vettvangi bandalagsins. Þátttaka þess rúmaðist vel innan lögmæts umboðs ályktunar öryggisráðsins. Innan bandalagsins gildir neitunarvald eins ríkis. Í ljósi ofangreinds var fastafulltrúa Íslands hjá bandalaginu heimilað að leggjast ekki gegn samstöðu ríkja um að það tæki að sér umbeðið hlutverk. Reynsla síðustu dægra hefur sýnt að það fylgir ályktun öryggisráðsins með varfærnari og hófstilltari hætti en einstök ríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Óvenju mikil eindrægni ríkti á fundi um fimmtíu utanríkisráðherra og fulltrúa alþjóðastofnana um málefni Líbíu sem ég sat í síðustu viku í London. Þátttakendur voru sammála um nauðsyn þess að styðja líbísku þjóðina í að koma á friði. Yfirvofandi hrannmorð harðstjórans Gaddafís gegn vopnlausum þegnum Líbíu yrði að stöðva. Það vakti athygli mína hversu eindregnir fulltrúar Arabaríkjanna á fundinum voru í stuðningi sínum við það að Atlantshafsbandalagið tæki við samræmingu aðgerða gegn Líbíustjórn. Þríþættar aðgerðirÁ ríkjaráðstefnunni voru samþykktar þrennskonar aðgerðir. Í fyrsta lagi að framfylgja ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um loftferðabann, viðskipta- og vopnasölubann og vernd óbreyttra borgara. Atlantshafsbandalagið hefur fallist á óskir ýmissa smærri ríkja að taka að sér samræmingu þessa þáttar. Í öðru lagi að tryggja tafarlaust mannúðaraðstoð sem nú sárvantar í borgum þar sem átök geisuðu. Sammæli var um að alþjóðlegar hjálparstofnanir stýrðu þessum lið. Í þriðja lagi að styðja líbísku þjóðina við uppbyggingu nauðsynlegra innviða til að byggja eigin framtíð með lýðræðislegum stjórnarháttum. Á blóði drifnum ferli upprætti harðstjórinn pólitíska flokka, fangelsaði, hrakti í útlegð eða drap pólitíska leiðtoga. Framkvæmdastjóra SÞ var falið að hafa umsjón með uppbyggingu pólitískra grunnstofnana svo tryggja megi frjálsar kosningar. Lagalegt umboð til aðgerðaÞessar aðgerðir hvíla á skýru lögmætu umboði sem felst í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1973. Hún var samþykkt 18. mars af 10 ríkjum, enginn beitti neitunarvaldi en fimm sátu hjá. Ályktunin gengur mun lengra en sem nemur loftferðabanni eingöngu. Hún veitir heimild til hernaðaraðgerða til að fylgja eftir lokun lofthelgi. Í ályktuninni er einnig mikilvægt ákvæði um vernd óbreyttra borgara sem slær í gadda að ályktunin veitir ekki umboð til að koma upp erlendu hernámsliði í Líbíu. Hótanir um hrannmorðÍ ljósi ofangreinds hafa því loftárásir samstarfsríkjanna – og nú Nató – ekki síst miðað að eyðileggingu loftvarnarkerfa Gaddafís. Ályktunin leyfir hins vegar víðtækari loftárásir á hernaðarleg skotmörk ógni þau líbískum almenningi. Markmið hennar er að bjarga mannslífum sem voru í mikilli hættu. Sá háski speglaðist í yfirlýsingum harðstjórans þegar hann kvaðst í aðdraganda atlögunnar að Benghazi ekki myndu sýna neinum miskunn og engu eira. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri SÞ telur þessar aðgerðir hafa bjargað þúsundum mannslífa. Tífaldur styrkleikamunurÍ kjölfarið hefur verið deilt um hvort ályktunin heimili að senda uppreisnarmönnum vopn. Þá er vísað til þess að þó skotfæri beggja séu farin að ganga til þurrðar er munurinn á herstyrk þeirra tífaldur Gaddafí í vil. Möguleikinn á endurnýjun vopnabirgða er sömuleiðis mikill. Uppreisnarmenn eiga enga fjársjóði en þó eignir Gaddafís hafi verið frystar sýna skrár AGS að líbíska stjórnin á 144 tonn af gulli í landinu. Valdamikil ríki einsog Bretland, Bandaríkin, og jafnvel Frakkar, hafa því rætt opinskátt um að vopna beri uppreisnarmennina til að gefa þeim færi á jafnstöðu um bardagagögn. Hófstillingin af hálfu Nató, og skilyrðislaus hlýðni við lögmætt umboð öryggisráðsins, speglast hins vegar í því að framkvæmdastjóri bandalagsins hefur hafnað afdráttarlaust þeirri túlkun að ályktun 1973 veiti heimild til að vopna uppreisnarmenn. Blóðsúthellingum afstýrtViðbrögð SÞ við atburðum í Líbíu hafa undirstrikað hvers alþjóðasamfélagið er megnugt, taki ríki höndum saman um aðgerðir til verndar friði og mannréttindum. Þótt uppreisnaröflum hafi ekki enn tekist að velta Gaddafí úr sessi hefur frekari blóðsúthellingum meðal óbreyttra borgara verið afstýrt að sinni. Hjálparstofnunum er gert kleift að koma aðstoð til nauðstaddra. Í fyrsta skipti í langan tíma hafa helstu stofnanir alþjóðasamfélagsins unnið saman eins og til var ætlast og Sameinuðu þjóðirnar fyrir vikið verið styrktar í sessi. Tvennt réði þar úrslitum: Annars vegar að samkomulag innan öryggisráðs SÞ um viðbrögð sem lagði lagalegan grunn að sameiginlegum aðgerðum. Hins vegar að ríki sem átt hafa nánust tengsl við Líbíu, bæði Arabaríkin og Afríkuríkin, sýndu vilja til að bregðast við án tafar. Aðgerðir ÍslandsAllt frá því að ljóst var hversu grimmilega Gaddafí réðist gegn eigin borgurum hafa íslensk stjórnvöld fordæmt gjörðir hans og kallað eftir aðgerðum til að stöðva blóðsúthellingar og stríðsglæpi. Við höfum tekið undir harðorðar ályktanir öryggisráðsins; við studdum vopnasölubann á Líbíu, frystingu eigna Gaddafís og höfðum virkan atbeina að því að sakadómstóli SÞ hefur verið falið að rannsaka árásir öryggissveita Gaddafís á íbúa landsins. Við höfum lokið innleiðingu ályktunar öryggisráðsins um refsiaðgerðir gagnvart Líbíu. Þá var Ísland eitt þeirra ríkja sem stóðu að tillögu um að reka Líbíu úr mannréttindaráði SÞ. Ísland hefur lagt 12 millj. kr. til matvælaaðstoðar og flóttamannahjálpar SÞ til að bæta stöðu almennings á átakasvæðunum. Okkur hefur hins vegar engin beiðni borist um neins konar framlag í tengslum við aðgerðir Nató gagnvart Líbíu. Hlutverk AtlantshafsbandalagsinsÞegar geggjaður harðstjóri leggur til atlögu við vopnlausa borgara, og lýsir yfir að engin miskunn verði sýnd, á alþjóðasamfélagið engan kost annan en að grípa til aðgerða til að koma á friði. Ella ber það siðferðilega ábyrgð á hrannmorðum gegn saklausu fólki. Íslenskir þingmenn úr öllum flokkum voru sama sinnis. Hver og einn einast þingmaður sem á Alþingi tók til máls í tveimur umræðum um málefni Líbíu studdi aðgerðir. Ríkisstjórnin samþykkti formlega stuðning við ályktun öryggisráðsins nr. 1973. Einstök ríki óskuðu eftir að Nató samræmdi aðgerðirnar og utanríkismálanefnd Alþingis var kynnt að umræður færu fram um það á vettvangi bandalagsins. Þátttaka þess rúmaðist vel innan lögmæts umboðs ályktunar öryggisráðsins. Innan bandalagsins gildir neitunarvald eins ríkis. Í ljósi ofangreinds var fastafulltrúa Íslands hjá bandalaginu heimilað að leggjast ekki gegn samstöðu ríkja um að það tæki að sér umbeðið hlutverk. Reynsla síðustu dægra hefur sýnt að það fylgir ályktun öryggisráðsins með varfærnari og hófstilltari hætti en einstök ríki.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun