Til í allt með Steinda Jr. 18. apríl 2011 11:00 María segir suma hafa hneykslast á frammistöðu hennar í sjónvarpi. Hún segist þó halda sig réttu megin við strikið. Fréttablaðið/Valli „Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. Húmorinn í Steindanum okkar er oft grófari en gengur og gerist í íslensku gríni. María segir að Steinda hafi samt aldrei tekist að hneyksla sig þegar hann ber undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt," segir María og hlær. „Það getur ekki orðið verra!" Samstarf hennar og Steinda er raunar svo gott að hún hefur aldrei nokkurn tíma hafnað hugmyndinum hans. Ekki ennþá. „Ég vona að það komi ekki til þess. Ég á ekki von á því frá honum," segir hún og bætir við að Steindi sé frábær strákur. Leiklistaráhugi Maríu hefur flakkað á milli kynslóða í fjölskyldunni hennar. Dóttir hennar er einnig virk í leikfélagi Mosfellssveitar og barnabörnin tvö læra nú leiklist í London. Hefur leiklistin fylgt þér alla tíð? „Elskan mín, ég byrjaði að leika þegar ég varð sextug. Ég datt inn í leikfélagið í Mosfellssveit," segir María. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika." María hefur komið víða við. Frammistaða hennar í þættinum Konfekt á Skjá einum vakti talsverða athygli á sínum tíma, meðal annars myndband þar sem hún leikur konu sem pantar meðal annars tussuduft í gegnum síma. Myndbandið má sjá á YouTube. „Það var nú allsvakalegur þáttur," segir María og hlær. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
„Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. Húmorinn í Steindanum okkar er oft grófari en gengur og gerist í íslensku gríni. María segir að Steinda hafi samt aldrei tekist að hneyksla sig þegar hann ber undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt," segir María og hlær. „Það getur ekki orðið verra!" Samstarf hennar og Steinda er raunar svo gott að hún hefur aldrei nokkurn tíma hafnað hugmyndinum hans. Ekki ennþá. „Ég vona að það komi ekki til þess. Ég á ekki von á því frá honum," segir hún og bætir við að Steindi sé frábær strákur. Leiklistaráhugi Maríu hefur flakkað á milli kynslóða í fjölskyldunni hennar. Dóttir hennar er einnig virk í leikfélagi Mosfellssveitar og barnabörnin tvö læra nú leiklist í London. Hefur leiklistin fylgt þér alla tíð? „Elskan mín, ég byrjaði að leika þegar ég varð sextug. Ég datt inn í leikfélagið í Mosfellssveit," segir María. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika." María hefur komið víða við. Frammistaða hennar í þættinum Konfekt á Skjá einum vakti talsverða athygli á sínum tíma, meðal annars myndband þar sem hún leikur konu sem pantar meðal annars tussuduft í gegnum síma. Myndbandið má sjá á YouTube. „Það var nú allsvakalegur þáttur," segir María og hlær. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira