Þúsundir vilja flýja Misrata 19. apríl 2011 00:00 Flýja Flestir þeirra sem fluttir hafa verið frá Misrata hafa verið erlendir farandverkamenn. Einhverjir af þeim óbreyttu borgurum sem særst hafa í átökunum hafa þó verið fluttir á brott.Nordicphotos/AFP Nærri eitt þúsund manns, mest farandverkamenn, hafa verið fluttir frá hafnarborginni Misrata í Líbíu eftir að hafa verið þar í herkví í fimm vikur. Þúsundir til viðbótar bíða þess að komast frá borginni. Misrata hefur verið í höndum uppreisnarmanna frá upphafi borgarastríðsins í Líbíu. Stjórnarher landsins hefur herjað á borgina stanslaust í fimm vikur, þrátt fyrir loftárásir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem ætlað er að vernda óbreytta borgara í Líbíu. Bresk stjórnvöld ætla að greiða kostnað við leigu á skipum til að koma farandverkamönnum frá Miðausturlöndum, Suður-Asíu og öðrum ríkjum Afríku burtu frá borginni. Heimamönnum sem særst hafa í átökunum verður líka boðið að komast burtu frá borginni, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Starfsmenn hjálparsamtaka sem komist hafa til borgarinnar segja ástandið þar hræðilegt. Mikill skortur er á mat, vatni og lyfjum, og rafmagn er af skornum skammti. Stjórnarher Líbíu hefur látið sprengjum rigna yfir borgina undanfarnar vikur. Herinn hefur verið sakaður um að nota klasasprengjur, en talsmenn hans hafa hafnað því með öllu. „Það er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið veiti neyðaraðstoð,“ sagði Andrew Mitchell, ráðherra þróunarmála í Bretlandi, í viðtali við BBC. Hann gagnrýndi Múhammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, harðlega fyrir að leyfa ekki alþjóðlegum hjálparsamtökum að starfa í landinu. Amos barónessa, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að þúsundir biðu þess nú að komast frá borginni Misrata, og þúsundir til viðbótar biðu þess í örvæntingu að fá læknishjálp, hreint vatn, rafmagn og hreinlætisaðstöðu. Alþjóðlega flóttamannahjálpin hefur þegar sent tvö skip til borgarinnar og hafa þau þegar hafið brottflutning flóttafólks. Fólkið er flutt til borgarinnar Benghazi í Líbíu, sem einnig er í höndum uppreisnarmanna. Jemini Pandya, talsmaður flóttamannahjálparinnar, segir ástand fólksins sem flutt hefur verið í burtu hafa verið slæmt. Fólkið hafi verið ofþornað og sumir nær dauða en lífi. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Nærri eitt þúsund manns, mest farandverkamenn, hafa verið fluttir frá hafnarborginni Misrata í Líbíu eftir að hafa verið þar í herkví í fimm vikur. Þúsundir til viðbótar bíða þess að komast frá borginni. Misrata hefur verið í höndum uppreisnarmanna frá upphafi borgarastríðsins í Líbíu. Stjórnarher landsins hefur herjað á borgina stanslaust í fimm vikur, þrátt fyrir loftárásir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem ætlað er að vernda óbreytta borgara í Líbíu. Bresk stjórnvöld ætla að greiða kostnað við leigu á skipum til að koma farandverkamönnum frá Miðausturlöndum, Suður-Asíu og öðrum ríkjum Afríku burtu frá borginni. Heimamönnum sem særst hafa í átökunum verður líka boðið að komast burtu frá borginni, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Starfsmenn hjálparsamtaka sem komist hafa til borgarinnar segja ástandið þar hræðilegt. Mikill skortur er á mat, vatni og lyfjum, og rafmagn er af skornum skammti. Stjórnarher Líbíu hefur látið sprengjum rigna yfir borgina undanfarnar vikur. Herinn hefur verið sakaður um að nota klasasprengjur, en talsmenn hans hafa hafnað því með öllu. „Það er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið veiti neyðaraðstoð,“ sagði Andrew Mitchell, ráðherra þróunarmála í Bretlandi, í viðtali við BBC. Hann gagnrýndi Múhammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, harðlega fyrir að leyfa ekki alþjóðlegum hjálparsamtökum að starfa í landinu. Amos barónessa, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að þúsundir biðu þess nú að komast frá borginni Misrata, og þúsundir til viðbótar biðu þess í örvæntingu að fá læknishjálp, hreint vatn, rafmagn og hreinlætisaðstöðu. Alþjóðlega flóttamannahjálpin hefur þegar sent tvö skip til borgarinnar og hafa þau þegar hafið brottflutning flóttafólks. Fólkið er flutt til borgarinnar Benghazi í Líbíu, sem einnig er í höndum uppreisnarmanna. Jemini Pandya, talsmaður flóttamannahjálparinnar, segir ástand fólksins sem flutt hefur verið í burtu hafa verið slæmt. Fólkið hafi verið ofþornað og sumir nær dauða en lífi. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira