Lífið

Músík í Mývatnssveit

Flytjendur í ár eru Þóra Einarsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Anna Áslaug Ragnarsdóttir og Einar Jóhannesson.
Flytjendur í ár eru Þóra Einarsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Anna Áslaug Ragnarsdóttir og Einar Jóhannesson.
Hin árlega tónlistarhátíð Músík í Mývatnssveit verður haldin í þrettánda sinn í dag, skírdag, og föstudaginn langa.

Hátíðin samanstendur af tvennum tónleikum með ólíkri efnisskrá. Flytjendur í ár eru Þóra Einarsdóttir sópran, Einar Jóhannesson klarinettleikari, Laufey Sigurðardótir fiðluleikari og Anna Áslaug Ragnarsdóttir, sem leikur á píanó og orgel.

Fyrri tónleikarnir verða haldnir í félagsheimilinu Skjólbrekku á morgun klukkan 20. Þar verða meðal annars flutt verk eftir Händel, Mozart, Schubert og Stravinskí ásamt innlendum og erlendum sönglögum.

Síðari tónleikarnir eru í Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn langa klukkan 21. Þar tekur tónlistin mið af deginum og flutt verða verk eftir Bach og Mozart.

Aðgöngumiðasala verður við innganginn á hvorum tónleikastað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×