Ofurfyrirsætan Cindy Crawford telur fyrirsætubransann hafa breyst mikið frá því hún var á hátindi ferils síns.
„Starfið hefur breyst mikið. Ég sá CoverGirl-auglýsingu með Taylor Swift og hugsaði með mér:
„Vá, það er mun erfiðara fyrir fyrirsætur að verða sér úti um vinnu í dag. Hún verður að geta dansað og sungið ofan á allt annað.“
Þegar ég var upp á mitt besta þótti eðlilegt að vera í fatastærð sex, núna þykir eðlilegt að vera í stærð tvö.“
Breyttur bransi
