Pattstaðan í Líbíu dregst á langinn 21. apríl 2011 00:30 Fundað í París Mustafa Abdel Jalil, helsti talsmaður uppreisnarliðsins, tekur í hönd Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, í gær.nordicphotos/AFP Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. Svo virðist sem Múammar Gaddafí, sem stjórnað hefur landinu í fjóra áratugi, leggi mikla áherslu á að ná Misrata á sitt vald. Þar er mikilvæg höfn og borgin er skammt frá höfuðborginni Trípolí, í vesturhluta landsins sem liðsmenn Gaddafís hafa að öðru leyti mestanpart á valdi sínu. Frakkar og Ítalir hafa nú, ásamt Bretum, lofað uppreisnarmönnum í Líbíu aðstoð sem einkum á að felast í hernaðarráðgjöf. Sérfræðingar í hernaði verða sendir til Líbíu þar sem þeir munu gefa uppreisnarmönnum ráð í von um að rjúfa pattstöðuna sem ríkt hefur í átökum þeirra við stjórnarherinn undanfarið. Frakkar hafa einnig lofað að herða loftárásir á líbíska stjórnarherinn. Þrátt fyrir að hersveitir NATO hafi nú gert loftárásir nánast daglega á liðsmenn Gaddafís í heilan mánuð hefur það ekki dugað til að stöðva átökin. Abdul-Ati al-Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, segir að frekari loftárásir muni aðeins gera illt verra. Hins vegar sé Líbíustjórn til viðræðu um kosningar, lýðræði og stjórnarskrárbreytingar ef árásunum verði hætt. Jafnvel sé möguleiki á að liður í þeim umbótum verði brotthvarf Gaddafís sjálfs. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir hins vegar að liðsmenn Gaddafís verði að gera sér grein fyrir því að með sprengjuárásum sínum á almenna borgara í Misrata og fleiri stöðum geti þeir verið að fremja stríðsglæpi. Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag, sem dæmir í stríðsglæpamálum, muni rannsaka það í þaula. Líbískir embættismenn neita því reyndar í viðtölum að sprengjum hafi verið varpað á Misrata. Moussa Ibrahim, talsmaður Líbíustjórnar, segir að alþjóðasamfélagið eigi ekki að hlusta á fréttir fjölmiðla eða sögur frá uppreisnarmönnunum. Borgin Misrata hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nærri tvo mánuði, eða frá því stuttu eftir að uppreisn þeirra gegn Gaddafí og stjórn hans hófst. Liðsmenn Gaddafís hafa setið um borgina frá því að hún komst undir vald uppreisnarmanna en hafa hert árásir sínar nú síðustu daga. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. Svo virðist sem Múammar Gaddafí, sem stjórnað hefur landinu í fjóra áratugi, leggi mikla áherslu á að ná Misrata á sitt vald. Þar er mikilvæg höfn og borgin er skammt frá höfuðborginni Trípolí, í vesturhluta landsins sem liðsmenn Gaddafís hafa að öðru leyti mestanpart á valdi sínu. Frakkar og Ítalir hafa nú, ásamt Bretum, lofað uppreisnarmönnum í Líbíu aðstoð sem einkum á að felast í hernaðarráðgjöf. Sérfræðingar í hernaði verða sendir til Líbíu þar sem þeir munu gefa uppreisnarmönnum ráð í von um að rjúfa pattstöðuna sem ríkt hefur í átökum þeirra við stjórnarherinn undanfarið. Frakkar hafa einnig lofað að herða loftárásir á líbíska stjórnarherinn. Þrátt fyrir að hersveitir NATO hafi nú gert loftárásir nánast daglega á liðsmenn Gaddafís í heilan mánuð hefur það ekki dugað til að stöðva átökin. Abdul-Ati al-Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, segir að frekari loftárásir muni aðeins gera illt verra. Hins vegar sé Líbíustjórn til viðræðu um kosningar, lýðræði og stjórnarskrárbreytingar ef árásunum verði hætt. Jafnvel sé möguleiki á að liður í þeim umbótum verði brotthvarf Gaddafís sjálfs. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir hins vegar að liðsmenn Gaddafís verði að gera sér grein fyrir því að með sprengjuárásum sínum á almenna borgara í Misrata og fleiri stöðum geti þeir verið að fremja stríðsglæpi. Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag, sem dæmir í stríðsglæpamálum, muni rannsaka það í þaula. Líbískir embættismenn neita því reyndar í viðtölum að sprengjum hafi verið varpað á Misrata. Moussa Ibrahim, talsmaður Líbíustjórnar, segir að alþjóðasamfélagið eigi ekki að hlusta á fréttir fjölmiðla eða sögur frá uppreisnarmönnunum. Borgin Misrata hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nærri tvo mánuði, eða frá því stuttu eftir að uppreisn þeirra gegn Gaddafí og stjórn hans hófst. Liðsmenn Gaddafís hafa setið um borgina frá því að hún komst undir vald uppreisnarmanna en hafa hert árásir sínar nú síðustu daga. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira