Lífið

Vont að gata eyrun

Miklar útlitsbreytingar Hin unga Rooney Mara þurfti að bíta á jaxlinn til að komast í gervi Lisbeth Salander.Nordicphotos/getty
Miklar útlitsbreytingar Hin unga Rooney Mara þurfti að bíta á jaxlinn til að komast í gervi Lisbeth Salander.Nordicphotos/getty
Hin unga og upprennandi leikkona Rooney Mara hefur þurft að þola miklar útlitsbreytingar til að líta út eins og Lisbeth Salander, til dæmis að lita hárið svart og klippa það stutt ásamt því að aflita á sér augabrúnir.

Mara segir þó að erfiðast af öllu hafi verið að gata á sér eyrun, en hún var ekki með göt áður. „Það var alveg hrikalega vont að gata eyrun og ég þurfti að fá fjögur göt í hvorn eyrnasnepilinn,“ segir Mara í viðtali við tímaritið W. Einnig þurfti hún að gata augabrúnir, nef, varir og geirvörtur til komast í gervi tölvuhakkarans Salander í Hollywood-útgáfu myndarinnar Karlar sem hata konur efir Stieg Larsson.

Rooney Mara hefur ásamt leikstjóranum David Fincher og tökuliði verið á flakki um Svíþjóð undafarna mánuði en síðast sást til þeirra á Gardemoen-flugvelli í Osló, þar sem Mara skartaði gervi Salander og vakti athygli flugvallargesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×