Lífið

Dikta og GusGus opna Hörpu

veisla Dikta og Víkingur Heiðar eru meðal þeirra sem koma fram á opnunartónleikum Hörpunnar föstudaginn 13. maí. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu Sjónvarpsins og hefjast þeir klukkan 18.
veisla Dikta og Víkingur Heiðar eru meðal þeirra sem koma fram á opnunartónleikum Hörpunnar föstudaginn 13. maí. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu Sjónvarpsins og hefjast þeir klukkan 18.
Dikta, GusGus, Víkingur Heiðar og að sjálfsögðu Sinfóníuhljómsveitin verða meðal þeirra listamanna sem troða upp á opnunartónleikum Hörpunnar 13. maí. Opnunarathöfnin verður í beinni útsendingu Sjónvarpsins.

Fjögur hundruð listamenn munu koma fram á opnunarkvöldinu og má búast við mikilli flugeldasýningu. Víkingur Heiðar mun vígja nýjan Steinway konsertflygil, Dikta hyggst rokka af fullum krafti og GusGus kemur fram ásamt strengjaleikurum úr Sinfóníuhljómsveitinni.

Til að slá botninn í léttmetið mun poppstjarna Íslands, Páll Óskar, stíga á svið ásamt Memfismafíunni og stórsveit Samúels J. Samúelssonar. Dagskránni lýkur síðan á Óðinum til gleðinnar en meðal þeirra sem koma fram þá eru Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir.

Mikil tónlistardagskrá verður alla opnunarhelgina, meðal annars sérstök barnadagskrá með Sinfóníunni og Maxímús Músíkús. Á laugardeginum verður síðan mikil tónlistarveisla frá hádegis til miðnættis með tónlistarmönnum á borð við Ólaf Arnalds, Caput-hópinn, Mammút, Agent Fresco, Valdimar, Hjaltalín og HAM. Ókeypis er inn á alla viðburði laugardagsins og sunnudagsins nema Sinfóníunnar og Maxímús Músíkús en miðaverðinu þar verður stillt í hóf því miðinn kostar aðeins hundrað krónur og hefst forsala 28. apríl.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×