Fyrsti maí - dagur samstöðu Elín Björg Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2011 06:00 Fyrsti maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í raun þarf ekki að segja mikið meira um þennan dag en bara þetta; mikilvægi hans og hlutverk liggur í þessum orðum. Um þennan dag liggur órofa þráður allt frá frönsku byltingunni til launafólks nútímans. Það var á hundrað ára afmæli byltingarinnar, árið 1889, þegar ákveðið var að þessi dagur skyldi helgaður baráttu verkafólks um allan heim. Hingað barst hefðin árið 1923 þegar fyrsta kröfugangan var farin. Og á morgun göngum við enn. Við göngum til að minnast unninna sigra, til að minnast genginna kynslóða og áunninna réttinda. Við göngum til að heiðra forgöngumenn og konur sem börðust fyrir réttindum sem við teljum í dag sjálfsögð. Sem börðust fyrir átta stunda vinnudegi, betri vinnuaðstöðu, bættum kjörum, öflugu velferðarkerfi og mannsæmandi húsnæði. Börðust og höfðu sigur. Þeirra minnumst við nú. En fyrsti maí er ekki bara minningarhátíð, öðru nær. Um leið og við lítum til fortíðar er nauðsynlegt að horfa einnig fram á veg. Horfa til þess sem er óunnið og þar er af nógu að taka. Undanfarin ár hafa verið okkur erfið og endurreisn íslensks samfélags hefur kostað okkur miklar fórnir. Launafólk hefur þurft að taka á sig kjaraskerðingu og ótal margir hafa misst vinnuna. Langtímaatvinnuleysi er orðið vandamál í íslensku samfélagi. Skorið hefur verið niður og nú er svo komið að sjálfu velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar, er hætta búin. Þar verður einfaldlega ekki skorið meira niður eigi að viðhalda því öryggisneti sem velferðarkerfið er og forfeður okkar komu á fót, oftar en ekki við mjög erfiðar aðstæður. Fyrsti maí á að brýna okkur til góðra verka. Hann á að efla samstöðu okkar, hvetja okkur til að taka höndum saman og byggja upp réttlátt þjóðfélag. Öll hljótum við að vilja réttlátt þjóðfélag og ef viljinn er til staðar er annað einungis úrlausnarefni. Vissulega flókið, en með samstöðu okkar allra tekst okkur ætlunarverkið. BSRB hefur margoft lýst sig reiðubúið til viðræðna um breytta samfélagsgerð, um uppbyggingu þjóðfélagsins. Slíkar viðræður eiga hins vegar að vera ótengdar kjarasamningum. Það er sorgleg staðreynd að fyrsti maí renni nú upp og enn sé ósamið eftir að kjarasamningar hafa verið lausir í hálft ár. Það er fráleit staða að ríkisvaldið og sveitarfélögin hafi ekki getu og kjark til að ganga frá samningum við sína starfsmenn, heldur láti lítinn hluta atvinnurekenda ráða för í kjarasamningum. Slíkt ber ekki vott um virðingu fyrir starfsmönnum. Stjórn BSRB hefur samþykkt ályktun þar sem fjármálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg eru hvött til að viðurkenna ábyrgð gagnvart starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að ljúka gera kjarasamninga án tafar. Látum fyrsta maí blása okkur bjartsýnisanda í brjóst. Látum hann verða til að sameina okkur til að bæta samfélagið. Látum hann efla samkenndina með okkur sem er samfélaginu nauðsynleg. Tökum saman höndum og tökum til starfa. Gleðilegan fyrsta maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í raun þarf ekki að segja mikið meira um þennan dag en bara þetta; mikilvægi hans og hlutverk liggur í þessum orðum. Um þennan dag liggur órofa þráður allt frá frönsku byltingunni til launafólks nútímans. Það var á hundrað ára afmæli byltingarinnar, árið 1889, þegar ákveðið var að þessi dagur skyldi helgaður baráttu verkafólks um allan heim. Hingað barst hefðin árið 1923 þegar fyrsta kröfugangan var farin. Og á morgun göngum við enn. Við göngum til að minnast unninna sigra, til að minnast genginna kynslóða og áunninna réttinda. Við göngum til að heiðra forgöngumenn og konur sem börðust fyrir réttindum sem við teljum í dag sjálfsögð. Sem börðust fyrir átta stunda vinnudegi, betri vinnuaðstöðu, bættum kjörum, öflugu velferðarkerfi og mannsæmandi húsnæði. Börðust og höfðu sigur. Þeirra minnumst við nú. En fyrsti maí er ekki bara minningarhátíð, öðru nær. Um leið og við lítum til fortíðar er nauðsynlegt að horfa einnig fram á veg. Horfa til þess sem er óunnið og þar er af nógu að taka. Undanfarin ár hafa verið okkur erfið og endurreisn íslensks samfélags hefur kostað okkur miklar fórnir. Launafólk hefur þurft að taka á sig kjaraskerðingu og ótal margir hafa misst vinnuna. Langtímaatvinnuleysi er orðið vandamál í íslensku samfélagi. Skorið hefur verið niður og nú er svo komið að sjálfu velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar, er hætta búin. Þar verður einfaldlega ekki skorið meira niður eigi að viðhalda því öryggisneti sem velferðarkerfið er og forfeður okkar komu á fót, oftar en ekki við mjög erfiðar aðstæður. Fyrsti maí á að brýna okkur til góðra verka. Hann á að efla samstöðu okkar, hvetja okkur til að taka höndum saman og byggja upp réttlátt þjóðfélag. Öll hljótum við að vilja réttlátt þjóðfélag og ef viljinn er til staðar er annað einungis úrlausnarefni. Vissulega flókið, en með samstöðu okkar allra tekst okkur ætlunarverkið. BSRB hefur margoft lýst sig reiðubúið til viðræðna um breytta samfélagsgerð, um uppbyggingu þjóðfélagsins. Slíkar viðræður eiga hins vegar að vera ótengdar kjarasamningum. Það er sorgleg staðreynd að fyrsti maí renni nú upp og enn sé ósamið eftir að kjarasamningar hafa verið lausir í hálft ár. Það er fráleit staða að ríkisvaldið og sveitarfélögin hafi ekki getu og kjark til að ganga frá samningum við sína starfsmenn, heldur láti lítinn hluta atvinnurekenda ráða för í kjarasamningum. Slíkt ber ekki vott um virðingu fyrir starfsmönnum. Stjórn BSRB hefur samþykkt ályktun þar sem fjármálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg eru hvött til að viðurkenna ábyrgð gagnvart starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að ljúka gera kjarasamninga án tafar. Látum fyrsta maí blása okkur bjartsýnisanda í brjóst. Látum hann verða til að sameina okkur til að bæta samfélagið. Látum hann efla samkenndina með okkur sem er samfélaginu nauðsynleg. Tökum saman höndum og tökum til starfa. Gleðilegan fyrsta maí.
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar