Landið mitt góða Haraldur F. Gíslason skrifar 3. maí 2011 06:00 Ég bý í stórkostlegu landi. Hér er hreint loft, drykkjarhæft vatn úr krananum, náttúruauðlindir sem fáar þjóðir geta státað sig af og frábært veður. Nei, glens í mér. Veðrið er ekkert frábært. Veður hefur samt aldrei haft mikil áhrif á mig. Veður er bara veður, þú breytir því ekkert. Vissulega er gaman að hafa sól og blíðu en samt ekki alltaf. Ég hef farið í sólarlandaferðir og alltaf finnst mér jafn óþægilegt að geta ekki opnað gluggann og fundið svalan vind leika um mig. Mér finnst gott að lenda í Keflavík í suðsuðaustan sódavatni og finna rigninguna berja andlitið. Þannig er Ísland, við breytum því ekki. Það er samt fullt af hlutum á Íslandi sem við getum breytt. Þar er ekki allt í lagi hvernig við skiptum piztsunni. Mig langaði ekki að nota orðið „þjóðarkaka“, það er eitthvað svo mikil pólitík í því. Samt er pitsa ekki beint þjóðlegur matur en það er reyndar kaka ekki heldur. Það er ekki í lagi að fiskiprinsar séu í skrúfusleik við sjálfan sig. Þeir ætla að ráða því áfram hvernig pitsunni er skipt. Fiskipitsa er ekki vinsæl á Íslandi í dag. Það eru ekki margir sem panta hana. Fiskiprinsar leita nú allra leiða til að halda sinni stóru sneið af pitsunni. Það er svo sem ekkert erfitt að setja sig í spor þeirra. Það langar engan að taka strætó þegar hann getur ferðast um á þyrlum, og þó. Margir segja að fiskiprinsar eigi allt áleggið á pitsunni og þess vegna fái þeir stærstu sneiðina. Samt sækja þeir ekki áleggið sjálfir heldur láta sæhetjur um áleggssöfnunina. Sæhetjur eru hörkunaglar, ég fíla sæhetjur. Það er ekki í lagi að leikskólakennarar fái bara rétt að narta í skorpuna á pitsunni. Sumir segja að leikskólakennarar skapi engin verðmæti. Það er heimskulegt tal. Góður leikskólakennari getur skapað meiri verðmæti á starfsævi sinni en fiskiprins getur nokkurn tímann dreymt um. Leikskólakennari er með beinan aðgang að einstaklingi á mest mótandi tíma ævi hans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Stundum hendir sæhetja litlum fiskum í sjóinn því að fiskiprinsar fá meiri pening fyrir stóra fiska. Það er kallað brottkast. Leikskólakennari fær jafn lítinn pening fyrir stóran einstakling og lítinn einstakling. Allir einstaklingar eru honum jafn verðmætir. Stundum neyðist góður leikskólakennari til að finna sér annan starfsvettvang vegna þess að hann getur ekki keypt fisk fyrir launin sem hann fær fyrir að kenna öllum jafn verðmætu einstaklingunum. Það er kallað brottfall. Nú fer í hönd tími þar sem leikskólakennarar ætla að berjast með kjafti og klóm gegn brottfalli. Við erum búin að fá nóg af innihaldslausum upphrópunum um mikilvægi okkar. Við viljum að mikilvægi okkar verði metið eftir því hversu mikinn fisk við getum keypt um hver mánaðamót. Við erum mjög sanngjörn í okkar kröfum. Leikskólakennarar hafa dregist aftur úr öðrum stéttum með svipaða menntun. Það verðum við að laga og það strax, annars verður mikið brottfall úr stéttinni og því megum við alls ekki við. Við biðjum um stuðning ykkar kæra þjóð. Hvernig landi viljum við búa í? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Sjá meira
Ég bý í stórkostlegu landi. Hér er hreint loft, drykkjarhæft vatn úr krananum, náttúruauðlindir sem fáar þjóðir geta státað sig af og frábært veður. Nei, glens í mér. Veðrið er ekkert frábært. Veður hefur samt aldrei haft mikil áhrif á mig. Veður er bara veður, þú breytir því ekkert. Vissulega er gaman að hafa sól og blíðu en samt ekki alltaf. Ég hef farið í sólarlandaferðir og alltaf finnst mér jafn óþægilegt að geta ekki opnað gluggann og fundið svalan vind leika um mig. Mér finnst gott að lenda í Keflavík í suðsuðaustan sódavatni og finna rigninguna berja andlitið. Þannig er Ísland, við breytum því ekki. Það er samt fullt af hlutum á Íslandi sem við getum breytt. Þar er ekki allt í lagi hvernig við skiptum piztsunni. Mig langaði ekki að nota orðið „þjóðarkaka“, það er eitthvað svo mikil pólitík í því. Samt er pitsa ekki beint þjóðlegur matur en það er reyndar kaka ekki heldur. Það er ekki í lagi að fiskiprinsar séu í skrúfusleik við sjálfan sig. Þeir ætla að ráða því áfram hvernig pitsunni er skipt. Fiskipitsa er ekki vinsæl á Íslandi í dag. Það eru ekki margir sem panta hana. Fiskiprinsar leita nú allra leiða til að halda sinni stóru sneið af pitsunni. Það er svo sem ekkert erfitt að setja sig í spor þeirra. Það langar engan að taka strætó þegar hann getur ferðast um á þyrlum, og þó. Margir segja að fiskiprinsar eigi allt áleggið á pitsunni og þess vegna fái þeir stærstu sneiðina. Samt sækja þeir ekki áleggið sjálfir heldur láta sæhetjur um áleggssöfnunina. Sæhetjur eru hörkunaglar, ég fíla sæhetjur. Það er ekki í lagi að leikskólakennarar fái bara rétt að narta í skorpuna á pitsunni. Sumir segja að leikskólakennarar skapi engin verðmæti. Það er heimskulegt tal. Góður leikskólakennari getur skapað meiri verðmæti á starfsævi sinni en fiskiprins getur nokkurn tímann dreymt um. Leikskólakennari er með beinan aðgang að einstaklingi á mest mótandi tíma ævi hans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Stundum hendir sæhetja litlum fiskum í sjóinn því að fiskiprinsar fá meiri pening fyrir stóra fiska. Það er kallað brottkast. Leikskólakennari fær jafn lítinn pening fyrir stóran einstakling og lítinn einstakling. Allir einstaklingar eru honum jafn verðmætir. Stundum neyðist góður leikskólakennari til að finna sér annan starfsvettvang vegna þess að hann getur ekki keypt fisk fyrir launin sem hann fær fyrir að kenna öllum jafn verðmætu einstaklingunum. Það er kallað brottfall. Nú fer í hönd tími þar sem leikskólakennarar ætla að berjast með kjafti og klóm gegn brottfalli. Við erum búin að fá nóg af innihaldslausum upphrópunum um mikilvægi okkar. Við viljum að mikilvægi okkar verði metið eftir því hversu mikinn fisk við getum keypt um hver mánaðamót. Við erum mjög sanngjörn í okkar kröfum. Leikskólakennarar hafa dregist aftur úr öðrum stéttum með svipaða menntun. Það verðum við að laga og það strax, annars verður mikið brottfall úr stéttinni og því megum við alls ekki við. Við biðjum um stuðning ykkar kæra þjóð. Hvernig landi viljum við búa í?
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar