Ísbjarnarblús Steinunn Stefánsdóttir skrifar 5. maí 2011 05:00 Fjórum sinnum á þremur árum um það bil hefur hvítabjörn gengið á land á norðanverðu Íslandi. Þökk sé netinu hefur þjóðin fylgst grannt með gangi mála frá því dýrið sést fyrst og þar til það er fellt. Þetta eru ekki fyrstu hvítabirnirnir sem hér ganga á land en hvort tveggja er að komur bjarnanna hafa verið heldur þéttari en við höfum átt að venjast og að netið hefur gert atburðina lifandi og spennandi. Í framhaldi af því að dýrin hafa verið felld hefur síðan orðið til ísbjarnarblús mikill um það hvort nauðsyn hafi borið til að fella dýrin, meðal annars með þeim rökum að hvítabirnir séu friðaðir á Íslandi, þeir séu í útrýmingarhættu, landgöngur bjarnanna hafa verið bornar saman við Svalbarða og svo hafa gjarnan fylgt dylgjur um umhverfisráðherra hverju sinni. Hvítabjörn sem kominn er út af hafíssvæðinu þar sem heimkynni hans eru hefur litla möguleika á að veiða sér til matar. Hingað kominn hvítabjörn er því undantekningarlaust glorsoltinn og þar af leiðandi bráðhættulegur. Þótt hvítabirnir séu hér friðaðir samkvæmt lögum má fella hvítabirni á landi ef mönnum eða búfénaði er talin stafa af þeim hætta. Fyrir liggur að sú aðgerð að bjarga hvítabirni lifandi og koma honum til síns heima er afar kostnaðarsöm, auk þess sem alls óvíst er um lífslíkur dýrs sem af einhverjum ástæðum hefur hrakist frá heimkynnum sínum, jafnvel þótt það virðist þokkalega sprækt þegar það er fangað. Auk þess yrði svæfing og flutningur dýrsins seint til að bæta hæfileika þess til að lifa af. Enn verri hugmynd er þó að fanga dýr sem hingað hefur villst og koma fyrir í dýragarði, eða Húsdýragarðinum. Dýragarður í loftslagi sem er mun hlýrra en náttúrulegt loftslag hvítabjarna hlýtur alltaf að vera versti hugsanlegi kosturinn fyrir hvítabjörn frá dýraverndunarsjónarmiði. Þá skiptir engu hvort menn halda slík dýr í Berlín eða Kaupmannahöfn. Slíkt böl er ekki hægt að bæta með því að benda á annað verra. Þótt stofn hvítabjarna sé talinn viðkvæmur eru árlega felld mörg hundruð dýr og meira að segja eru leyfðar sportveiðar á nokkrum tugum hvítabjarna í Kanada ár hvert. Samanburður við Svalbarða getur ekki verið marktækur vegna þess að þar eru birnirnir í náttúrulegu umhverfi sínu, sem vitanlega kallar á allt annars konar umgengni við dýrin en hér, þar sem þeir eru komnir víðáttulangt frá náttúrulegum heimkynnum sínum. Niðurstaðan er því að það er nauðsynlegt að skjóta þá; af því að þeir eru líklegir til að verða hættulegir mönnum ef þeir komast í tæri við þá og af því að líkurnar til þess að þeir geti átt gott líf heimkomnir eru einfaldlega of litlar til þess að réttmætt geti talist að kosta miklu til að fanga þá lifandi og flytja til heimkynna sinna. Það er enda niðurstaða starfshóps sem umhverfisráðherra skipaði um mitt ár 2008 eftir að tveir birnir höfðu með stuttu millibili gengið hér á land. Næst þegar hingað kemur vesalings villtur hvítabjörn verður vonandi óumdeilt að dýrið verði fellt eins skjótt og kostur er án þess að samfélagið rjúki í framhaldinu upp til handa og fóta. Annað er bara ekkert vit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun
Fjórum sinnum á þremur árum um það bil hefur hvítabjörn gengið á land á norðanverðu Íslandi. Þökk sé netinu hefur þjóðin fylgst grannt með gangi mála frá því dýrið sést fyrst og þar til það er fellt. Þetta eru ekki fyrstu hvítabirnirnir sem hér ganga á land en hvort tveggja er að komur bjarnanna hafa verið heldur þéttari en við höfum átt að venjast og að netið hefur gert atburðina lifandi og spennandi. Í framhaldi af því að dýrin hafa verið felld hefur síðan orðið til ísbjarnarblús mikill um það hvort nauðsyn hafi borið til að fella dýrin, meðal annars með þeim rökum að hvítabirnir séu friðaðir á Íslandi, þeir séu í útrýmingarhættu, landgöngur bjarnanna hafa verið bornar saman við Svalbarða og svo hafa gjarnan fylgt dylgjur um umhverfisráðherra hverju sinni. Hvítabjörn sem kominn er út af hafíssvæðinu þar sem heimkynni hans eru hefur litla möguleika á að veiða sér til matar. Hingað kominn hvítabjörn er því undantekningarlaust glorsoltinn og þar af leiðandi bráðhættulegur. Þótt hvítabirnir séu hér friðaðir samkvæmt lögum má fella hvítabirni á landi ef mönnum eða búfénaði er talin stafa af þeim hætta. Fyrir liggur að sú aðgerð að bjarga hvítabirni lifandi og koma honum til síns heima er afar kostnaðarsöm, auk þess sem alls óvíst er um lífslíkur dýrs sem af einhverjum ástæðum hefur hrakist frá heimkynnum sínum, jafnvel þótt það virðist þokkalega sprækt þegar það er fangað. Auk þess yrði svæfing og flutningur dýrsins seint til að bæta hæfileika þess til að lifa af. Enn verri hugmynd er þó að fanga dýr sem hingað hefur villst og koma fyrir í dýragarði, eða Húsdýragarðinum. Dýragarður í loftslagi sem er mun hlýrra en náttúrulegt loftslag hvítabjarna hlýtur alltaf að vera versti hugsanlegi kosturinn fyrir hvítabjörn frá dýraverndunarsjónarmiði. Þá skiptir engu hvort menn halda slík dýr í Berlín eða Kaupmannahöfn. Slíkt böl er ekki hægt að bæta með því að benda á annað verra. Þótt stofn hvítabjarna sé talinn viðkvæmur eru árlega felld mörg hundruð dýr og meira að segja eru leyfðar sportveiðar á nokkrum tugum hvítabjarna í Kanada ár hvert. Samanburður við Svalbarða getur ekki verið marktækur vegna þess að þar eru birnirnir í náttúrulegu umhverfi sínu, sem vitanlega kallar á allt annars konar umgengni við dýrin en hér, þar sem þeir eru komnir víðáttulangt frá náttúrulegum heimkynnum sínum. Niðurstaðan er því að það er nauðsynlegt að skjóta þá; af því að þeir eru líklegir til að verða hættulegir mönnum ef þeir komast í tæri við þá og af því að líkurnar til þess að þeir geti átt gott líf heimkomnir eru einfaldlega of litlar til þess að réttmætt geti talist að kosta miklu til að fanga þá lifandi og flytja til heimkynna sinna. Það er enda niðurstaða starfshóps sem umhverfisráðherra skipaði um mitt ár 2008 eftir að tveir birnir höfðu með stuttu millibili gengið hér á land. Næst þegar hingað kemur vesalings villtur hvítabjörn verður vonandi óumdeilt að dýrið verði fellt eins skjótt og kostur er án þess að samfélagið rjúki í framhaldinu upp til handa og fóta. Annað er bara ekkert vit.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun