Leikmenn með slæmt hugarfar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2011 09:00 "Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af,“ segir Reynir. Fréttablaðiið/Anton Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman," segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári og kom liðinu í úrslitakeppnina, þar sem það tapaði fyrir FH í undanúrslitum. Miðað við hans orð voru það samskiptin við leikmenn liðsins sem mestu réðu en honum fannst hugarfar leikmannanna slæmt. „Ég fór í Safamýrina til að vinna titla. Ég var ekki sáttur við hvernig þankagangurinn innan hópsins var. Ég var ekki sáttur við þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Ég er sjálfur mjög kröfuharður, bæði gagnvart sjálfum mér og leikmönnum." Reynir gefur í skyn að þetta sé vandamál sem hafi verið viðloðandi liðið undanfarin ár. „Mér sýnist að Fram sé að leita að sjöunda þjálfaranum frá 2007 fyrir þennan hóp. Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér hópur leikmanna búinn að koma sér vel fyrir og þannig hafi það verið í einhvern tíma. Það er erfitt að hreyfa við honum," segir Reynir og bætir við: „Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinnan herbúða. Gildi sem eru vænlegri til árangurs en þau sem eru til staðar nú." Hann ber þó stjórnarmönnum Fram góða söguna. „Samstarf við stjórnina var til fyrirmyndar og með þá innanborðs er ég bjartsýnn fyrir hönd Fram. En það er erfitt verkefni sem bíður þeirra næstu daga. Það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa út í leikmannahópnum. Fá inn leikmenn með meiri karakter og sigurvilja. Ég ætla rétt að vona að þeir hafi kjark og þor til að taka réttar ákvarðanir." Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Ég ætla að hlaða batteríin. Þetta hefur verið erfiður vetur og mér hefur stundum liðið eins og forstöðumanni á unglingaheimili. Það hefur tekið á. Ég mun sjá til hvað kemur upp á borðið til mín en ef það verður ekkert spennandi er mér það sársaukalaust að taka frí frá þjálfun. Ég viðurkenni auðvitað fúslega að það er heilmikið sem ég gat gert betur og ýmislegt sem ég tek til mín. Ég hef lært mikið á þessu ári." Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira
Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman," segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári og kom liðinu í úrslitakeppnina, þar sem það tapaði fyrir FH í undanúrslitum. Miðað við hans orð voru það samskiptin við leikmenn liðsins sem mestu réðu en honum fannst hugarfar leikmannanna slæmt. „Ég fór í Safamýrina til að vinna titla. Ég var ekki sáttur við hvernig þankagangurinn innan hópsins var. Ég var ekki sáttur við þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Ég er sjálfur mjög kröfuharður, bæði gagnvart sjálfum mér og leikmönnum." Reynir gefur í skyn að þetta sé vandamál sem hafi verið viðloðandi liðið undanfarin ár. „Mér sýnist að Fram sé að leita að sjöunda þjálfaranum frá 2007 fyrir þennan hóp. Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér hópur leikmanna búinn að koma sér vel fyrir og þannig hafi það verið í einhvern tíma. Það er erfitt að hreyfa við honum," segir Reynir og bætir við: „Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinnan herbúða. Gildi sem eru vænlegri til árangurs en þau sem eru til staðar nú." Hann ber þó stjórnarmönnum Fram góða söguna. „Samstarf við stjórnina var til fyrirmyndar og með þá innanborðs er ég bjartsýnn fyrir hönd Fram. En það er erfitt verkefni sem bíður þeirra næstu daga. Það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa út í leikmannahópnum. Fá inn leikmenn með meiri karakter og sigurvilja. Ég ætla rétt að vona að þeir hafi kjark og þor til að taka réttar ákvarðanir." Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Ég ætla að hlaða batteríin. Þetta hefur verið erfiður vetur og mér hefur stundum liðið eins og forstöðumanni á unglingaheimili. Það hefur tekið á. Ég mun sjá til hvað kemur upp á borðið til mín en ef það verður ekkert spennandi er mér það sársaukalaust að taka frí frá þjálfun. Ég viðurkenni auðvitað fúslega að það er heilmikið sem ég gat gert betur og ýmislegt sem ég tek til mín. Ég hef lært mikið á þessu ári."
Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira