Leitaði sér aðstoðar til Þýskalands vegna stams 10. maí 2011 09:00 „Ég stama sjálfur. Ég þekki þetta vandamál mjög vel þannig að ég átti ekkert erfitt með að leika þetta," segir kraftakarlinn Arnar Grant. Ný auglýsing Arnars og félaga hans Ívars Guðmundssonar fyrir próteindrykkinn Hámark í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar hefur vakið mikla athygli. Þar vísa þeir á skemmtilegan hátt í Óskarsverðlaunamyndina The King"s Speech sem fjallar um baráttu Georgs VI, konung Bretlands, við stam og ótta hans við að tala opinberlega. Það sem margir vita ekki er að Arnar hefur sjálfur stamað síðan í barnæsku og er því pínulítið að gera grín að sjálfum sér í auglýsingunni. „Maður á ekki að taka sjálfan sig alltof alvarlega. Hver hefur sinn djöful að draga," segir Arnar. „Mér finnst alltof margir sem eru með eitthvað mein láta það stoppa sig í því sem þá langar til að gera. Ég hef aldrei látið þetta stoppa mig í einu eða neinu." Í The King"s Speech fer aðalpersónan í talþjálfun með góðum árangri. Spurður hvort Arnar hafi gert slíkt hið sama segist hann ekki hafa farið í slíka þjálfun hér á landi. Hann fór aftur á móti til Þýskalands fyrir mörgum árum til að leita sér aðstoðar. „Þetta er bæði kostnaðarsamt hérna heima og svo finnst mér hugað mjög illa að þeim sem stama. Þeir sem stama hafa átt erfitt uppdráttar með að fá hjálp. Þetta er líka einmitt hópurinn sem veigrar sér við því að fara af stað og tala við einhverja sem geta hjálpað," greinir hann frá. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki sem stamar sem á alls ekki að láta það hægja á sér við að láta drauma sína rætast." Lentir þú í einelti í barnæsku vegna stamsins? „Já, en ég lét það aldrei hafa áhrif á mig. Fólk talaði stundum um þetta þegar maður heyrði til og stundum fór fólk að hlæja þegar maður var að tala við það. Mörgum sem þekkja ekki þessi vandamál bregður þegar þeir tala við fólk sem stamar." Arnar og Ívar hafa sent frá sér margar skemmtilegar Hámarks-auglýsingar og ætla ekkert að hægja á sér í þeim efnum. „Við höfum gert nokkrar í viðbót í allt öðrum stíl. Við reiknum með að setja þær í gang í haust," segir Arnar hress. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Ég stama sjálfur. Ég þekki þetta vandamál mjög vel þannig að ég átti ekkert erfitt með að leika þetta," segir kraftakarlinn Arnar Grant. Ný auglýsing Arnars og félaga hans Ívars Guðmundssonar fyrir próteindrykkinn Hámark í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar hefur vakið mikla athygli. Þar vísa þeir á skemmtilegan hátt í Óskarsverðlaunamyndina The King"s Speech sem fjallar um baráttu Georgs VI, konung Bretlands, við stam og ótta hans við að tala opinberlega. Það sem margir vita ekki er að Arnar hefur sjálfur stamað síðan í barnæsku og er því pínulítið að gera grín að sjálfum sér í auglýsingunni. „Maður á ekki að taka sjálfan sig alltof alvarlega. Hver hefur sinn djöful að draga," segir Arnar. „Mér finnst alltof margir sem eru með eitthvað mein láta það stoppa sig í því sem þá langar til að gera. Ég hef aldrei látið þetta stoppa mig í einu eða neinu." Í The King"s Speech fer aðalpersónan í talþjálfun með góðum árangri. Spurður hvort Arnar hafi gert slíkt hið sama segist hann ekki hafa farið í slíka þjálfun hér á landi. Hann fór aftur á móti til Þýskalands fyrir mörgum árum til að leita sér aðstoðar. „Þetta er bæði kostnaðarsamt hérna heima og svo finnst mér hugað mjög illa að þeim sem stama. Þeir sem stama hafa átt erfitt uppdráttar með að fá hjálp. Þetta er líka einmitt hópurinn sem veigrar sér við því að fara af stað og tala við einhverja sem geta hjálpað," greinir hann frá. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki sem stamar sem á alls ekki að láta það hægja á sér við að láta drauma sína rætast." Lentir þú í einelti í barnæsku vegna stamsins? „Já, en ég lét það aldrei hafa áhrif á mig. Fólk talaði stundum um þetta þegar maður heyrði til og stundum fór fólk að hlæja þegar maður var að tala við það. Mörgum sem þekkja ekki þessi vandamál bregður þegar þeir tala við fólk sem stamar." Arnar og Ívar hafa sent frá sér margar skemmtilegar Hámarks-auglýsingar og ætla ekkert að hægja á sér í þeim efnum. „Við höfum gert nokkrar í viðbót í allt öðrum stíl. Við reiknum með að setja þær í gang í haust," segir Arnar hress. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira