Viltu vinna miða á Jon Lajoie? Einn miði eftir hver 100 "læk" 11. maí 2011 14:00 Grínistinn Jon Lajoie er kominn til landsins. Myndbönd hans á Youtube eru komin með hátt í 300 milljón áhorf, en hann er spenntur fyrir að vera túristi á Íslandi. Lajoie kemur fram í Háskólabíói á morgun og geta lesendur Vísis orðið sér úti um ókeypis miða á fjörið. Það eina sem þarf að gera er að setja "læk" við þetta skemmtilega viðtal við Lajoie hér að neðan og senda fullt nafn í tölvupósti til IceGigg Entertainment. Gefinn verður miði á 100 "læka" fresti þannig að það er nóg í pottinum! Sjúkur húmor frá Kanada„Þetta verður fjölbreytt sýning og það verður mikið af sjúkum og brengluðum húmor," segir kanadíski grínistinn Jon Lajoie. Lajoie kom til landsins í gær. Hann segir ferð til Íslands hafa verið lengi á döfinni en fékk nauðsynlegt spark í rassinn þegar haft var samband og honum boðið að koma hér fram. „Ég var mjög ánægður þegar haft var samband við mig og mér boðið að vera með uppistand á Íslandi," segir Lajoie. „Þið eruð með góðan húmor, allavega þeir sem ég hef hitt. Ég hlakka til að koma fram og sjá hversu langt ég get gengið." Ætlarðu yfir strikið? „Ég ætla að reyna. En það virðist ekki vera neitt strik hjá ykkur. Ég er aðeins búinn að prófa grínið og þið gangið strax eins langt og þið komist. Ég kann vel við ykkur." Jon Lajoie býr í Los Angeles, þar sem hann kemur fram í sjónvarpsþáttunum The League. Grínmyndbönd hans á Youtube komu honum á kortið, en áhorf á myndbönd hans nálgast 300 milljónir. Á sýningunni á morgun ætlar hann meðal annars að kenna fólki að gera vinsæl netmyndbönd. „Það er auðvitað bara grín," segir hann. „En það er mikið af tónlist, sum gömul lög og önnur ný sem fólk þekkir ekki. Ég hef aldrei flutt lagið WTF Collective á sviði og ætla að gera það í fyrsta skipti á sviði á Íslandi." Þegar karlmenn úr skemmtanabransanum koma til Íslands detta þeir yfirleitt í það og elta stelpurnar. Ætlar þú að gera það? „Guð minn almáttugur, það er ógeðslegt. Nei. Ég ætla ekki að gera mig að fífli." En í alvöru? „En í alvöru, jújú. Konurnar ykkar. Ég veit ekki hvað þið setjið í vatnið, en guð minn góður." Ertu mikill drykkjumaður? „Ég er að reyna að drekka minna. Ég drekk yfirleitt ekkert eða þúsund drykki og gleymi öllu. Það kemur oft fyrir og núna er ég að jafna mig á lungnabólgu þannig að ég neyðist til að haga mér sæmilega vel. Sem er fyrir bestu." Lajoie hyggst vera á landinu í tæpa viku, en hann ferðast með Jason bróður sínum, sem er einnig aðstoðarmaður hans. Þeir ætla að vera miklir túristar á landinu og Lajoie segist vera búinn að lesa túristabókina sína spjalda á milli. „Ég vil fara í hvalaskoðun, gönguferðir og í Bláa lónið," segir hann. „Allar þessar túristaferðir sem eru eflaust ekkert spennandi fyrir ykkur. Ég vil nýta ferðina til hins ítrasta." Miðasala á sýningu Jon Lajoie fer fram í versluninni Skór.is í Kringlunni. Grínistinn Þórhallur Þórhallsson sér um upphitun. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Sjá meira
Grínistinn Jon Lajoie er kominn til landsins. Myndbönd hans á Youtube eru komin með hátt í 300 milljón áhorf, en hann er spenntur fyrir að vera túristi á Íslandi. Lajoie kemur fram í Háskólabíói á morgun og geta lesendur Vísis orðið sér úti um ókeypis miða á fjörið. Það eina sem þarf að gera er að setja "læk" við þetta skemmtilega viðtal við Lajoie hér að neðan og senda fullt nafn í tölvupósti til IceGigg Entertainment. Gefinn verður miði á 100 "læka" fresti þannig að það er nóg í pottinum! Sjúkur húmor frá Kanada„Þetta verður fjölbreytt sýning og það verður mikið af sjúkum og brengluðum húmor," segir kanadíski grínistinn Jon Lajoie. Lajoie kom til landsins í gær. Hann segir ferð til Íslands hafa verið lengi á döfinni en fékk nauðsynlegt spark í rassinn þegar haft var samband og honum boðið að koma hér fram. „Ég var mjög ánægður þegar haft var samband við mig og mér boðið að vera með uppistand á Íslandi," segir Lajoie. „Þið eruð með góðan húmor, allavega þeir sem ég hef hitt. Ég hlakka til að koma fram og sjá hversu langt ég get gengið." Ætlarðu yfir strikið? „Ég ætla að reyna. En það virðist ekki vera neitt strik hjá ykkur. Ég er aðeins búinn að prófa grínið og þið gangið strax eins langt og þið komist. Ég kann vel við ykkur." Jon Lajoie býr í Los Angeles, þar sem hann kemur fram í sjónvarpsþáttunum The League. Grínmyndbönd hans á Youtube komu honum á kortið, en áhorf á myndbönd hans nálgast 300 milljónir. Á sýningunni á morgun ætlar hann meðal annars að kenna fólki að gera vinsæl netmyndbönd. „Það er auðvitað bara grín," segir hann. „En það er mikið af tónlist, sum gömul lög og önnur ný sem fólk þekkir ekki. Ég hef aldrei flutt lagið WTF Collective á sviði og ætla að gera það í fyrsta skipti á sviði á Íslandi." Þegar karlmenn úr skemmtanabransanum koma til Íslands detta þeir yfirleitt í það og elta stelpurnar. Ætlar þú að gera það? „Guð minn almáttugur, það er ógeðslegt. Nei. Ég ætla ekki að gera mig að fífli." En í alvöru? „En í alvöru, jújú. Konurnar ykkar. Ég veit ekki hvað þið setjið í vatnið, en guð minn góður." Ertu mikill drykkjumaður? „Ég er að reyna að drekka minna. Ég drekk yfirleitt ekkert eða þúsund drykki og gleymi öllu. Það kemur oft fyrir og núna er ég að jafna mig á lungnabólgu þannig að ég neyðist til að haga mér sæmilega vel. Sem er fyrir bestu." Lajoie hyggst vera á landinu í tæpa viku, en hann ferðast með Jason bróður sínum, sem er einnig aðstoðarmaður hans. Þeir ætla að vera miklir túristar á landinu og Lajoie segist vera búinn að lesa túristabókina sína spjalda á milli. „Ég vil fara í hvalaskoðun, gönguferðir og í Bláa lónið," segir hann. „Allar þessar túristaferðir sem eru eflaust ekkert spennandi fyrir ykkur. Ég vil nýta ferðina til hins ítrasta." Miðasala á sýningu Jon Lajoie fer fram í versluninni Skór.is í Kringlunni. Grínistinn Þórhallur Þórhallsson sér um upphitun. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Sjá meira