Viltu vinna miða á Jon Lajoie? Einn miði eftir hver 100 "læk" 11. maí 2011 14:00 Grínistinn Jon Lajoie er kominn til landsins. Myndbönd hans á Youtube eru komin með hátt í 300 milljón áhorf, en hann er spenntur fyrir að vera túristi á Íslandi. Lajoie kemur fram í Háskólabíói á morgun og geta lesendur Vísis orðið sér úti um ókeypis miða á fjörið. Það eina sem þarf að gera er að setja "læk" við þetta skemmtilega viðtal við Lajoie hér að neðan og senda fullt nafn í tölvupósti til IceGigg Entertainment. Gefinn verður miði á 100 "læka" fresti þannig að það er nóg í pottinum! Sjúkur húmor frá Kanada„Þetta verður fjölbreytt sýning og það verður mikið af sjúkum og brengluðum húmor," segir kanadíski grínistinn Jon Lajoie. Lajoie kom til landsins í gær. Hann segir ferð til Íslands hafa verið lengi á döfinni en fékk nauðsynlegt spark í rassinn þegar haft var samband og honum boðið að koma hér fram. „Ég var mjög ánægður þegar haft var samband við mig og mér boðið að vera með uppistand á Íslandi," segir Lajoie. „Þið eruð með góðan húmor, allavega þeir sem ég hef hitt. Ég hlakka til að koma fram og sjá hversu langt ég get gengið." Ætlarðu yfir strikið? „Ég ætla að reyna. En það virðist ekki vera neitt strik hjá ykkur. Ég er aðeins búinn að prófa grínið og þið gangið strax eins langt og þið komist. Ég kann vel við ykkur." Jon Lajoie býr í Los Angeles, þar sem hann kemur fram í sjónvarpsþáttunum The League. Grínmyndbönd hans á Youtube komu honum á kortið, en áhorf á myndbönd hans nálgast 300 milljónir. Á sýningunni á morgun ætlar hann meðal annars að kenna fólki að gera vinsæl netmyndbönd. „Það er auðvitað bara grín," segir hann. „En það er mikið af tónlist, sum gömul lög og önnur ný sem fólk þekkir ekki. Ég hef aldrei flutt lagið WTF Collective á sviði og ætla að gera það í fyrsta skipti á sviði á Íslandi." Þegar karlmenn úr skemmtanabransanum koma til Íslands detta þeir yfirleitt í það og elta stelpurnar. Ætlar þú að gera það? „Guð minn almáttugur, það er ógeðslegt. Nei. Ég ætla ekki að gera mig að fífli." En í alvöru? „En í alvöru, jújú. Konurnar ykkar. Ég veit ekki hvað þið setjið í vatnið, en guð minn góður." Ertu mikill drykkjumaður? „Ég er að reyna að drekka minna. Ég drekk yfirleitt ekkert eða þúsund drykki og gleymi öllu. Það kemur oft fyrir og núna er ég að jafna mig á lungnabólgu þannig að ég neyðist til að haga mér sæmilega vel. Sem er fyrir bestu." Lajoie hyggst vera á landinu í tæpa viku, en hann ferðast með Jason bróður sínum, sem er einnig aðstoðarmaður hans. Þeir ætla að vera miklir túristar á landinu og Lajoie segist vera búinn að lesa túristabókina sína spjalda á milli. „Ég vil fara í hvalaskoðun, gönguferðir og í Bláa lónið," segir hann. „Allar þessar túristaferðir sem eru eflaust ekkert spennandi fyrir ykkur. Ég vil nýta ferðina til hins ítrasta." Miðasala á sýningu Jon Lajoie fer fram í versluninni Skór.is í Kringlunni. Grínistinn Þórhallur Þórhallsson sér um upphitun. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Grínistinn Jon Lajoie er kominn til landsins. Myndbönd hans á Youtube eru komin með hátt í 300 milljón áhorf, en hann er spenntur fyrir að vera túristi á Íslandi. Lajoie kemur fram í Háskólabíói á morgun og geta lesendur Vísis orðið sér úti um ókeypis miða á fjörið. Það eina sem þarf að gera er að setja "læk" við þetta skemmtilega viðtal við Lajoie hér að neðan og senda fullt nafn í tölvupósti til IceGigg Entertainment. Gefinn verður miði á 100 "læka" fresti þannig að það er nóg í pottinum! Sjúkur húmor frá Kanada„Þetta verður fjölbreytt sýning og það verður mikið af sjúkum og brengluðum húmor," segir kanadíski grínistinn Jon Lajoie. Lajoie kom til landsins í gær. Hann segir ferð til Íslands hafa verið lengi á döfinni en fékk nauðsynlegt spark í rassinn þegar haft var samband og honum boðið að koma hér fram. „Ég var mjög ánægður þegar haft var samband við mig og mér boðið að vera með uppistand á Íslandi," segir Lajoie. „Þið eruð með góðan húmor, allavega þeir sem ég hef hitt. Ég hlakka til að koma fram og sjá hversu langt ég get gengið." Ætlarðu yfir strikið? „Ég ætla að reyna. En það virðist ekki vera neitt strik hjá ykkur. Ég er aðeins búinn að prófa grínið og þið gangið strax eins langt og þið komist. Ég kann vel við ykkur." Jon Lajoie býr í Los Angeles, þar sem hann kemur fram í sjónvarpsþáttunum The League. Grínmyndbönd hans á Youtube komu honum á kortið, en áhorf á myndbönd hans nálgast 300 milljónir. Á sýningunni á morgun ætlar hann meðal annars að kenna fólki að gera vinsæl netmyndbönd. „Það er auðvitað bara grín," segir hann. „En það er mikið af tónlist, sum gömul lög og önnur ný sem fólk þekkir ekki. Ég hef aldrei flutt lagið WTF Collective á sviði og ætla að gera það í fyrsta skipti á sviði á Íslandi." Þegar karlmenn úr skemmtanabransanum koma til Íslands detta þeir yfirleitt í það og elta stelpurnar. Ætlar þú að gera það? „Guð minn almáttugur, það er ógeðslegt. Nei. Ég ætla ekki að gera mig að fífli." En í alvöru? „En í alvöru, jújú. Konurnar ykkar. Ég veit ekki hvað þið setjið í vatnið, en guð minn góður." Ertu mikill drykkjumaður? „Ég er að reyna að drekka minna. Ég drekk yfirleitt ekkert eða þúsund drykki og gleymi öllu. Það kemur oft fyrir og núna er ég að jafna mig á lungnabólgu þannig að ég neyðist til að haga mér sæmilega vel. Sem er fyrir bestu." Lajoie hyggst vera á landinu í tæpa viku, en hann ferðast með Jason bróður sínum, sem er einnig aðstoðarmaður hans. Þeir ætla að vera miklir túristar á landinu og Lajoie segist vera búinn að lesa túristabókina sína spjalda á milli. „Ég vil fara í hvalaskoðun, gönguferðir og í Bláa lónið," segir hann. „Allar þessar túristaferðir sem eru eflaust ekkert spennandi fyrir ykkur. Ég vil nýta ferðina til hins ítrasta." Miðasala á sýningu Jon Lajoie fer fram í versluninni Skór.is í Kringlunni. Grínistinn Þórhallur Þórhallsson sér um upphitun. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira