Á að senda skattborgurunum reikninginn? Einar K. Guðfinnsson skrifar 12. maí 2011 07:00 Margt er sagt um skuldir sjávarútvegsins og því miður ýmislegt mjög ýkjukennt. Það er því einnar messu virði að skoða þau mál eilítið. Nú vill svo til að Hagstofan hefur nýverið birt gögn um þessar skuldir. Samkvæmt þeim voru nettóskuldir sjávarútvegsins 450 milljarðar króna í árslok 2009. Nauðsynlegt er að tala um nettóskuldir. Þá er búið að draga frá birgðir, sem geta verið mis miklar um áramót og skekkja myndina sé ekki tekið tillit til þeirra í samanburði. Þetta er ekki lág tala, en hún er óralangt frá þeim ýkjufréttum sem sagðar hafa verið af skuldum greinarinnar. Tölur Hagstofunnar eru í samræmi við það sem áður hefur komið fram frá útgerðunum og það sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði um mitt ár í fyrra. Í máli hennar kom fram að 82% lána til sjávarútvegsfyrirtækja væru í skilum, 10% í endurskipulagningu, 8% á athugunarlista og vanskil engin. Þegar horft er til allra útlána bankans til fyrirtækja eru 46% í skilum, 41% í endurskipulagningu, 9% á athugunarlista og 4% í vanskilum. Þessar tölur tala sínu máli og ástæða til þess að leggja þær á minnið til þess að forðast óábyrgt tal um sjávarútveginn. Að hvíla stáliðEn rétt er það hins vegar að sjávarútvegurinn er skuldugri nú en áður. Og hvernig ætli standi á því? Í öllum fiskveiðiréttarkerfum, þar sem takmarka þarf aðgang að auðlindinni, verður tilhneiging til þess að draga úr sóknartengdum kostnaði. Aðlaga afköst skipastólsins að afrakstursgetu fiskistofnanna. Sem betur fer. Það er ekki mikil skynsemi í því að vera með ofvaxinn skipastól, sem ekki er hægt að beita til veiða. Við kölluðum það oft að hvíla stálið, hér áður og fyrr. Það er líklegra til árangurs fyrir útgerðirnar, sjómennina, starfsfólkið í sjávarútvegsfyrirtækjunum og umfram allt þjóðarbúið, að sækja hinn takmarkaða afla með sem minnstum tilkostnaði. Það er meðal annars forsenda þess að sá sem hefur heimild til að nýta auðlindina geti greitt eigandanum, ríkinu, það afgjald sem við teljum eðlilegt. Ein forsenda þess er að binda ekki óþarflega mikið fjármagn í skipum, sem ekki má nýta nema með takmörkuðum hætti til veiða. Svo virðist sem margir skauti framhjá þessari augljósu staðreynd. Fyrir vikið verður umræðan svo ruglingsleg, eins og við höfum svo lengi fylgst með. Aukin hagkvæmniÍ fiskveiðiréttarkerfi, eins og kvótakerfinu, reyna menn að draga úr hinum sóknartengda kostnaði. Fækka skipunum, en nýta þau betur og hagkvæmar. Heildartekjurnar minnka hvorki né vaxa fyrir vikið, en afraksturinn verður meiri. Þetta er einn meginkostur þess aflahlutdeildarkerfis sem við búum við. Í okkar sjávarútvegskerfi er það útgerðin sem fjármagnar þessa mikilvægu aðlögun skipastólsins að afrakstursgetunni. Og auðvitað á það sinn þátt í skuldum greinarinnar. Það er hins vegar sjávarútvegurinn sjálfur sem ábyrgð ber á þessum skuldum. Ekki ríkissjóður og ekki skattborgararnir. Það hlýtur að vera aðalatriði. Reikningurinn sendur skattborgurunumÍ öðrum ríkjum reyna menn líka að laga afkastagetuna í flotanum að afrakstursgetu fiskistofnanna. En almennt eru það ekki útgerðirnar sem borga brúsann, heldur ríkissjóðirnir. Á mæltu máli; það eru skattborgararnir sem fá reikninginn. Tökum dæmi um ESB. Evrópusambandið er með gríðarlega víðáttumikið styrkjakerfi fyrir sjávarútveg, sem á ensku heitir European fisheries fund (EFF). Þessir styrkir ná til áranna 2007 til 2013 og nema alls um 700 milljörðum króna, eða 100 milljörðum á ári. Til fróðleiks eru tekjur íslenska ríkisins á þessu ári áætlaðar um 470 milljarðar og tekjuskattur einstaklinga í kring um 110 milljarðar. ESB ver sem sagt árlega álíka upphæð í styrki til sjávarútvegsins og svarar til alls tekjuskatts einstaklinga hér á landi. Álitlegur hluti þessara fjármuna rennur til þess að draga úr flotastærð og betrumbóta á skipum og skyldra hluta. Þessir styrkir nema 185 milljörðum á tímabilinu, eða 25 milljörðum á ári. Hvort er meira í þágu almannahagsmuna?Þetta er munurinn. Okkar sjávarútvegur tekur á sig kostnaðinn við að aðlaga flotann að því sem við megum fiska. Skattborgararnir fá sendan reikninginn frá útgerðum innan ESB. Er það sú leið sem menn vilja fara? Hvor leiðin er betri og réttlátari, sú sem sendir útgerðarmönnunum reikninginn eða sú sem sendir hann til skattborgaranna? Og svo ég riti hér á blað hugtak, almannahagsmunir, sem menn nota svo oft í þjóðmálaumræðunni um þessar mundir og spyrji enn: Hvort þjónar almannahagsmunum betur, að láta útgerðirnar sjá um þessa nauðsynlegu aðlögun, eða fela almenningi í landinu að gera það með aurunum úr veskinu sínu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Margt er sagt um skuldir sjávarútvegsins og því miður ýmislegt mjög ýkjukennt. Það er því einnar messu virði að skoða þau mál eilítið. Nú vill svo til að Hagstofan hefur nýverið birt gögn um þessar skuldir. Samkvæmt þeim voru nettóskuldir sjávarútvegsins 450 milljarðar króna í árslok 2009. Nauðsynlegt er að tala um nettóskuldir. Þá er búið að draga frá birgðir, sem geta verið mis miklar um áramót og skekkja myndina sé ekki tekið tillit til þeirra í samanburði. Þetta er ekki lág tala, en hún er óralangt frá þeim ýkjufréttum sem sagðar hafa verið af skuldum greinarinnar. Tölur Hagstofunnar eru í samræmi við það sem áður hefur komið fram frá útgerðunum og það sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði um mitt ár í fyrra. Í máli hennar kom fram að 82% lána til sjávarútvegsfyrirtækja væru í skilum, 10% í endurskipulagningu, 8% á athugunarlista og vanskil engin. Þegar horft er til allra útlána bankans til fyrirtækja eru 46% í skilum, 41% í endurskipulagningu, 9% á athugunarlista og 4% í vanskilum. Þessar tölur tala sínu máli og ástæða til þess að leggja þær á minnið til þess að forðast óábyrgt tal um sjávarútveginn. Að hvíla stáliðEn rétt er það hins vegar að sjávarútvegurinn er skuldugri nú en áður. Og hvernig ætli standi á því? Í öllum fiskveiðiréttarkerfum, þar sem takmarka þarf aðgang að auðlindinni, verður tilhneiging til þess að draga úr sóknartengdum kostnaði. Aðlaga afköst skipastólsins að afrakstursgetu fiskistofnanna. Sem betur fer. Það er ekki mikil skynsemi í því að vera með ofvaxinn skipastól, sem ekki er hægt að beita til veiða. Við kölluðum það oft að hvíla stálið, hér áður og fyrr. Það er líklegra til árangurs fyrir útgerðirnar, sjómennina, starfsfólkið í sjávarútvegsfyrirtækjunum og umfram allt þjóðarbúið, að sækja hinn takmarkaða afla með sem minnstum tilkostnaði. Það er meðal annars forsenda þess að sá sem hefur heimild til að nýta auðlindina geti greitt eigandanum, ríkinu, það afgjald sem við teljum eðlilegt. Ein forsenda þess er að binda ekki óþarflega mikið fjármagn í skipum, sem ekki má nýta nema með takmörkuðum hætti til veiða. Svo virðist sem margir skauti framhjá þessari augljósu staðreynd. Fyrir vikið verður umræðan svo ruglingsleg, eins og við höfum svo lengi fylgst með. Aukin hagkvæmniÍ fiskveiðiréttarkerfi, eins og kvótakerfinu, reyna menn að draga úr hinum sóknartengda kostnaði. Fækka skipunum, en nýta þau betur og hagkvæmar. Heildartekjurnar minnka hvorki né vaxa fyrir vikið, en afraksturinn verður meiri. Þetta er einn meginkostur þess aflahlutdeildarkerfis sem við búum við. Í okkar sjávarútvegskerfi er það útgerðin sem fjármagnar þessa mikilvægu aðlögun skipastólsins að afrakstursgetunni. Og auðvitað á það sinn þátt í skuldum greinarinnar. Það er hins vegar sjávarútvegurinn sjálfur sem ábyrgð ber á þessum skuldum. Ekki ríkissjóður og ekki skattborgararnir. Það hlýtur að vera aðalatriði. Reikningurinn sendur skattborgurunumÍ öðrum ríkjum reyna menn líka að laga afkastagetuna í flotanum að afrakstursgetu fiskistofnanna. En almennt eru það ekki útgerðirnar sem borga brúsann, heldur ríkissjóðirnir. Á mæltu máli; það eru skattborgararnir sem fá reikninginn. Tökum dæmi um ESB. Evrópusambandið er með gríðarlega víðáttumikið styrkjakerfi fyrir sjávarútveg, sem á ensku heitir European fisheries fund (EFF). Þessir styrkir ná til áranna 2007 til 2013 og nema alls um 700 milljörðum króna, eða 100 milljörðum á ári. Til fróðleiks eru tekjur íslenska ríkisins á þessu ári áætlaðar um 470 milljarðar og tekjuskattur einstaklinga í kring um 110 milljarðar. ESB ver sem sagt árlega álíka upphæð í styrki til sjávarútvegsins og svarar til alls tekjuskatts einstaklinga hér á landi. Álitlegur hluti þessara fjármuna rennur til þess að draga úr flotastærð og betrumbóta á skipum og skyldra hluta. Þessir styrkir nema 185 milljörðum á tímabilinu, eða 25 milljörðum á ári. Hvort er meira í þágu almannahagsmuna?Þetta er munurinn. Okkar sjávarútvegur tekur á sig kostnaðinn við að aðlaga flotann að því sem við megum fiska. Skattborgararnir fá sendan reikninginn frá útgerðum innan ESB. Er það sú leið sem menn vilja fara? Hvor leiðin er betri og réttlátari, sú sem sendir útgerðarmönnunum reikninginn eða sú sem sendir hann til skattborgaranna? Og svo ég riti hér á blað hugtak, almannahagsmunir, sem menn nota svo oft í þjóðmálaumræðunni um þessar mundir og spyrji enn: Hvort þjónar almannahagsmunum betur, að láta útgerðirnar sjá um þessa nauðsynlegu aðlögun, eða fela almenningi í landinu að gera það með aurunum úr veskinu sínu?
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun