Við fáum engin gefins mörk fyrir að ganga vel í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2011 06:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson er á leið í þriðju undankeppnina.Fréttablaðið/Stefán Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu spila sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2013 þegar Búlgarar mæta á Laugardalsvöllinn í næstu viku. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 22 manna hóp fyrir leikinn. „Við rennum aðeins blint í sjóinn því við höfum aldrei spilað við Búlgaríu en ég er búinn að sjá nokkra leiki með þeim á DVD og þær eru sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Sigurður Ragnar, en þetta verður einn af skyldusigrum stelpnanna í riðlinum. „Þær töpuðu nokkrum leikjum frekar stórt í síðustu undankeppni en þeim tókst líka að ná jafntefli við Danmörku úti í Búlgaríu þannig að þær virðast geta varist. Við þurfum að sýna þolinmæði og reyna að brjóta þær niður,“ segir landsliðsþjálfarinn, en þetta er fyrsta verkefni liðsins síðan það komst í úrslitaleikinn á hinu sterka Algarve-móti. „Við spiluðum mjög vel á Algarve og þá var liðið sérstaklega öflugt varnarlega og markvarslan mjög góð. Núna reikna ég með að það muni reyna meira á hversu gott liðið er að sækja. Ég hugsa að við verðum miklu meira með boltann í þessum leik og þá snýst þetta aðallega um að reyna að brjóta niður vörnina hjá þeim. Algarve á að gefa okkur byr í seglin en það hjálpar okkur ekki beint því við fáum ekki gefins mark fyrir að hafa gengið vel í mars,“ segir Sigurður. Sigurður Ragnar valdi þær stelpur sem voru í aðalhlutverki þegar liðið náði öðru sæti í Algarve-bikarnum og þá kemur Hólmfríður Magnúsdóttir aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Hann valdi líka þrjá nýliða í hópinn, Stjörnustelpuna Eyrúnu Guðmundsdóttur, KR-inginn Katrínu Ásbjörnsdóttur og hina sautján ára gömlu Guðmundu Brynju Óladóttur frá Selfossi. „Ég hef haldið mig við þessa stefnu því við höfum ekkert 21 árs lið. Þetta er aðeins til að brúa bilið og til að ungir og efnilegir leikmenn fái nasaþefinn af A-landsliðinu,“ segir Sigurður Ragnar. „Við höfum séð unga leikmenn vinna sér sæti í liðinu, eins og Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Rakel Hönnudóttur,“ segir Sigurður Ragnar, en Guðmunda hefur verið í aðalhlutverki með 17 ára landsliðinu sem komst alla leið í lokaúrslit EM. „Hún er aðeins eldri en Sara var þegar ég valdi hana fyrst. Í gegnum tíðina hafa okkar bestu leikmenn byrjað í landsliðinu á þessum aldri og núna höfum við aldrei átt jafn gott 17 ára landslið. Mér finnst mikilvægt að senda þau skilaboð út að ungir leikmenn geti unnið sér sæti í landsliðinu með því að standa sig vel. Ef leikmenn eru nógu góðir á ekki að skipta neinu máli hvað þeir eru gamlir eða hvar þeir spila,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu spila sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2013 þegar Búlgarar mæta á Laugardalsvöllinn í næstu viku. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 22 manna hóp fyrir leikinn. „Við rennum aðeins blint í sjóinn því við höfum aldrei spilað við Búlgaríu en ég er búinn að sjá nokkra leiki með þeim á DVD og þær eru sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Sigurður Ragnar, en þetta verður einn af skyldusigrum stelpnanna í riðlinum. „Þær töpuðu nokkrum leikjum frekar stórt í síðustu undankeppni en þeim tókst líka að ná jafntefli við Danmörku úti í Búlgaríu þannig að þær virðast geta varist. Við þurfum að sýna þolinmæði og reyna að brjóta þær niður,“ segir landsliðsþjálfarinn, en þetta er fyrsta verkefni liðsins síðan það komst í úrslitaleikinn á hinu sterka Algarve-móti. „Við spiluðum mjög vel á Algarve og þá var liðið sérstaklega öflugt varnarlega og markvarslan mjög góð. Núna reikna ég með að það muni reyna meira á hversu gott liðið er að sækja. Ég hugsa að við verðum miklu meira með boltann í þessum leik og þá snýst þetta aðallega um að reyna að brjóta niður vörnina hjá þeim. Algarve á að gefa okkur byr í seglin en það hjálpar okkur ekki beint því við fáum ekki gefins mark fyrir að hafa gengið vel í mars,“ segir Sigurður. Sigurður Ragnar valdi þær stelpur sem voru í aðalhlutverki þegar liðið náði öðru sæti í Algarve-bikarnum og þá kemur Hólmfríður Magnúsdóttir aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Hann valdi líka þrjá nýliða í hópinn, Stjörnustelpuna Eyrúnu Guðmundsdóttur, KR-inginn Katrínu Ásbjörnsdóttur og hina sautján ára gömlu Guðmundu Brynju Óladóttur frá Selfossi. „Ég hef haldið mig við þessa stefnu því við höfum ekkert 21 árs lið. Þetta er aðeins til að brúa bilið og til að ungir og efnilegir leikmenn fái nasaþefinn af A-landsliðinu,“ segir Sigurður Ragnar. „Við höfum séð unga leikmenn vinna sér sæti í liðinu, eins og Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Rakel Hönnudóttur,“ segir Sigurður Ragnar, en Guðmunda hefur verið í aðalhlutverki með 17 ára landsliðinu sem komst alla leið í lokaúrslit EM. „Hún er aðeins eldri en Sara var þegar ég valdi hana fyrst. Í gegnum tíðina hafa okkar bestu leikmenn byrjað í landsliðinu á þessum aldri og núna höfum við aldrei átt jafn gott 17 ára landslið. Mér finnst mikilvægt að senda þau skilaboð út að ungir leikmenn geti unnið sér sæti í landsliðinu með því að standa sig vel. Ef leikmenn eru nógu góðir á ekki að skipta neinu máli hvað þeir eru gamlir eða hvar þeir spila,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn