Mikill metnaður á Íslandi 13. maí 2011 21:00 Brett Kirk hefur verið á Íslandi að undanförnu við kynningu á áströlskum fótbolta. Fréttablaðið/Vilhelm Atvinnumaðurinn fyrrverandi Brett Kirk er á ferðalagi um heiminn til að kynna ástralskan fótbolta. Hann segir íslenska andspyrnumenn vera metnaðarfulla og hafa mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Brett Kirk lagði nýverið skóna á hilluna eftir farsælan tólf ára atvinnumannaferil í heimalandi sínu Ástralíu. Þar var hann fyrirliði úrvalsdeildarliðsins Sydney Swans og þótti harður í horn að taka. „Ég er mjög þakklátur að geta gefið eitthvað til baka því ég naut þeirra forréttinda að vera atvinnuíþróttamaður með góð laun. Núna get ég hjálpað öðru fólki og kennt því íþróttina sem ég elska," segir Kirk, sem stundum er kallaður Captain Kirk eins og persónan úr þáttunum Star Trek. Hann lagði af stað frá Ástralíu í janúar og hefur ferðast með fjölskyldu sinni undanfarna þrjá mánuði um allan heim, meðal annars til Srí Lanka, Indlands, Suður-Afríku og Evrópu. „Ég hef spilað fótbolta á öllum þessum stöðum og reynt að miðla af reynslu minni," segir hann. Í áströlskum fótbolta eru átján keppendur inni á vellinum í hvoru liði. Markmiðið er að koma boltanum í gegnum mark andstæðinganna og aðalleiðin til þess er að sparka boltanum á milli tveggja hárra stanga. Leikmenn mega nota bæði hendur og fætur til að koma boltanum áfram. „Á þeim stöðum sem ég hef heimsótt, eins og á Íslandi, hefur íþróttin sprottið upp af sjálfu sér. Síðustu hundrað árin hefur íþróttin bara verið spiluð í Ástralíu en núna sjáum við hvað hún hentar vel fyrir fólk úti um allan heim," segir Kirk og bendir á að hver sem er geti spilað fótboltann. Aðspurður segir hann það hafa komið sér mjög á óvart að Íslendingar spiluðu ástralskan fótbolta. „Þetta er nyrsti punkturinn frá Ástralíu og að komast að því að Íslendingar séu að spila íþróttina sem ég ólst upp við er magnað. En ég hef æft með strákunum og þeir hafa mikinn metnað og ástríðu fyrir íþróttinni og vilja gera hana ennþá vinsælli." Kirk er einnig að kynna heimsmeistaramótið í áströlskum fótbolta sem verður haldið í Ástralíu í ágúst. Heimamenn taka ekki þátt, enda er Ástralía eina landið í heiminum sem starfrækir atvinnumannadeild. Eftir dvölina á Íslandi er för Kirks heitið til Danmerkur og því næst heimsækir hann friðarlið í Tel Aviv. Það er skipað blöndu leikmanna frá Ísrael og Palestínu, sem undirstrikar hvernig íþrótt á borð við ástralskan fótbolta getur sameinað ólíka menningarheima. Nánari upplýsingar um ferðalag Kirks um heiminn má finna á síðunni Brettkirk.com.au. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Atvinnumaðurinn fyrrverandi Brett Kirk er á ferðalagi um heiminn til að kynna ástralskan fótbolta. Hann segir íslenska andspyrnumenn vera metnaðarfulla og hafa mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Brett Kirk lagði nýverið skóna á hilluna eftir farsælan tólf ára atvinnumannaferil í heimalandi sínu Ástralíu. Þar var hann fyrirliði úrvalsdeildarliðsins Sydney Swans og þótti harður í horn að taka. „Ég er mjög þakklátur að geta gefið eitthvað til baka því ég naut þeirra forréttinda að vera atvinnuíþróttamaður með góð laun. Núna get ég hjálpað öðru fólki og kennt því íþróttina sem ég elska," segir Kirk, sem stundum er kallaður Captain Kirk eins og persónan úr þáttunum Star Trek. Hann lagði af stað frá Ástralíu í janúar og hefur ferðast með fjölskyldu sinni undanfarna þrjá mánuði um allan heim, meðal annars til Srí Lanka, Indlands, Suður-Afríku og Evrópu. „Ég hef spilað fótbolta á öllum þessum stöðum og reynt að miðla af reynslu minni," segir hann. Í áströlskum fótbolta eru átján keppendur inni á vellinum í hvoru liði. Markmiðið er að koma boltanum í gegnum mark andstæðinganna og aðalleiðin til þess er að sparka boltanum á milli tveggja hárra stanga. Leikmenn mega nota bæði hendur og fætur til að koma boltanum áfram. „Á þeim stöðum sem ég hef heimsótt, eins og á Íslandi, hefur íþróttin sprottið upp af sjálfu sér. Síðustu hundrað árin hefur íþróttin bara verið spiluð í Ástralíu en núna sjáum við hvað hún hentar vel fyrir fólk úti um allan heim," segir Kirk og bendir á að hver sem er geti spilað fótboltann. Aðspurður segir hann það hafa komið sér mjög á óvart að Íslendingar spiluðu ástralskan fótbolta. „Þetta er nyrsti punkturinn frá Ástralíu og að komast að því að Íslendingar séu að spila íþróttina sem ég ólst upp við er magnað. En ég hef æft með strákunum og þeir hafa mikinn metnað og ástríðu fyrir íþróttinni og vilja gera hana ennþá vinsælli." Kirk er einnig að kynna heimsmeistaramótið í áströlskum fótbolta sem verður haldið í Ástralíu í ágúst. Heimamenn taka ekki þátt, enda er Ástralía eina landið í heiminum sem starfrækir atvinnumannadeild. Eftir dvölina á Íslandi er för Kirks heitið til Danmerkur og því næst heimsækir hann friðarlið í Tel Aviv. Það er skipað blöndu leikmanna frá Ísrael og Palestínu, sem undirstrikar hvernig íþrótt á borð við ástralskan fótbolta getur sameinað ólíka menningarheima. Nánari upplýsingar um ferðalag Kirks um heiminn má finna á síðunni Brettkirk.com.au. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira