Frelsi fylgir ábyrgð – II Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2011 06:00 Í nýjum lögum um fjölmiðla er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá var kveðið á um skipan þverpólitískrar nefndar með fulltrúum allra þingflokka, sem hefur það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera eftir atvikum tillögur um einhverjar skorður í þeim efnum. Er hún nú að störfum og á að skila tillögum í sumar. Skráningarskylda fjölmiðlaSá misskilningur hefur komið upp að nýju fjölmiðlalögin geri bloggsíður og almennar vefsíður skráningarskyldar. Hið rétta er að aðeins þær vefsíður teljast til fjölmiðla sem hafa sérstaka ritstjórn skv. skilgreiningu laganna og afar umfangsmiklum skýringum í greinargerð. Þær byggjast að nokkru leyti á skilgreiningum og túlkunum á tilskipun ESB sem innleidd er í fjölmiðlalögunum. Skilgreiningar á ritstjórn ná einnig til prentmiðla og fjölmiðla á netinu. Gert er ráð fyrir að hugtakið ritstjórn sé túlkað þröngt því starfsemi einstaklings sem rekur vefsíðu getur aðeins í undantekningartilvikum talist fjölmiðill miðað við þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi, t.d. hvort viðkomandi hafi það að atvinnu að miðla og bera ábyrgð á ritstjórnarlegri skipan efnis og hvort megintilgangur viðkomandi fyrirtækis eða einstaklings sé að miðla fjölmiðlaefni. Af þessu leiðir að mikill meirihluti alls þess efnis sem miðlað er á vefnum fellur ekki undir hugtakið fjölmiðil. Þó verður að líta svo á að með breyttri fjölmiðlanotkun almennings verði að fella vefsíður, sem sannarlega geta talist fjölmiðlar, undir hugtakið þannig að þeir hljóti sömu réttindi og hafi sömu skyldur og prent- og ljósvakamiðlar. Fjölmiðlanefnd og hlutverk hennarFyrir bankahrunið var sú skoðun almenn að fjármálafyrirtæki væru ekki frábrugðin öðrum fyrirtækjum og því væri sérstakt eftirlit með starfsemi þeirra ónauðsynlegt, jafnvel óæskilegt. Þessi afstaða er nú á undanhaldi enda flestum ljóst að fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í gangverki efnahagslífs hvers samfélags. Með sama hætti gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræðisríkjum eins og hér hefur verið lýst. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er m.a. vikið að stöðu fjölmiðla og umfjöllun þeirra um fjármálamarkaðinn árin fyrir hrunið. Þar er mælt með að komið verði á „faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni“. Samkvæmt fjölmiðlalögum er fjölmiðlanefnd ætlað að sjá um þetta eftirlit auk þess að framfylgja markmiðum laganna, þ.á m. um gagnsæi eignarhalds og að fjölmiðlar fari að lögum, t.d. um efni sem getur verið skaðlegt börnum eða um aðgreiningu auglýsinga og ritstjórnarefnis. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og er því ekki hægt að kæra ákvarðanir hennar til ráðherra. Þetta fyrirkomulag er haft til að tryggja sjálfstæði hennar gagnvart framkvæmdavaldinu. Hér er því engin breyting frá því fyrirkomulagi sem verið hefur með útvarpsréttarnefnd, sem hefur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart ljósvakamiðlum. Ákvörðunum hennar hefur ekki verið hægt að áfrýja til annars stjórnvalds. Breytingin felst hins vegar í því að fjölmiðlanefndin er fjölmennari auk þess sem hún mun hafa starfsfólk og er því fyrirkomulagi m.a. ætlað að auka sjálfstæði nefndarinnar. Útvarpsréttarnefndin heyrði beint undir ráðherra og öll stjórnsýsla hennar hefur farið fram í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þó að ekki sé hægt að skjóta úrskurðum fjölmiðlanefndar til annars stjórnvalds er ávallt hægt að fara með þá fyrir dómstóla. Nefndin verður skipuð fimm fulltrúum, tveimur tilnefndum af Hæstarétti, einum tilnefndum af Blaðamannafélagi Íslands, einum tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins og einum tilnefndum af mennta- og menningarmálaráðherra. Er þetta fyrirkomulag viðhaft til að tryggja sjálfstæði fjölmiðlanefndar með sem bestum hætti gagnvart pólitískum áhrifum. Ég vek sérstaka athygli á því að mörg ákvæði í frumvarpinu eru beinlínis sett í þeim tilgangi að tryggja virkt tjáningarfrelsi og þar með opna umræðu og skoðanaskipti. Hafa verður í huga að flest þessara ákvæða hafa verið í lögum um árabil, án þess að þeim hafi verið framfylgt á virkan hátt. Er það æskilegt? Andstætt því sem margir virðast halda sýnir reynsla annarra ríkja að virkt eftirlit með starfsemi fjölmiðla tryggir betur tjáningarfrelsi og er til þess fallið að auka traust almennings á fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Í nýjum lögum um fjölmiðla er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá var kveðið á um skipan þverpólitískrar nefndar með fulltrúum allra þingflokka, sem hefur það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera eftir atvikum tillögur um einhverjar skorður í þeim efnum. Er hún nú að störfum og á að skila tillögum í sumar. Skráningarskylda fjölmiðlaSá misskilningur hefur komið upp að nýju fjölmiðlalögin geri bloggsíður og almennar vefsíður skráningarskyldar. Hið rétta er að aðeins þær vefsíður teljast til fjölmiðla sem hafa sérstaka ritstjórn skv. skilgreiningu laganna og afar umfangsmiklum skýringum í greinargerð. Þær byggjast að nokkru leyti á skilgreiningum og túlkunum á tilskipun ESB sem innleidd er í fjölmiðlalögunum. Skilgreiningar á ritstjórn ná einnig til prentmiðla og fjölmiðla á netinu. Gert er ráð fyrir að hugtakið ritstjórn sé túlkað þröngt því starfsemi einstaklings sem rekur vefsíðu getur aðeins í undantekningartilvikum talist fjölmiðill miðað við þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi, t.d. hvort viðkomandi hafi það að atvinnu að miðla og bera ábyrgð á ritstjórnarlegri skipan efnis og hvort megintilgangur viðkomandi fyrirtækis eða einstaklings sé að miðla fjölmiðlaefni. Af þessu leiðir að mikill meirihluti alls þess efnis sem miðlað er á vefnum fellur ekki undir hugtakið fjölmiðil. Þó verður að líta svo á að með breyttri fjölmiðlanotkun almennings verði að fella vefsíður, sem sannarlega geta talist fjölmiðlar, undir hugtakið þannig að þeir hljóti sömu réttindi og hafi sömu skyldur og prent- og ljósvakamiðlar. Fjölmiðlanefnd og hlutverk hennarFyrir bankahrunið var sú skoðun almenn að fjármálafyrirtæki væru ekki frábrugðin öðrum fyrirtækjum og því væri sérstakt eftirlit með starfsemi þeirra ónauðsynlegt, jafnvel óæskilegt. Þessi afstaða er nú á undanhaldi enda flestum ljóst að fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í gangverki efnahagslífs hvers samfélags. Með sama hætti gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræðisríkjum eins og hér hefur verið lýst. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er m.a. vikið að stöðu fjölmiðla og umfjöllun þeirra um fjármálamarkaðinn árin fyrir hrunið. Þar er mælt með að komið verði á „faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni“. Samkvæmt fjölmiðlalögum er fjölmiðlanefnd ætlað að sjá um þetta eftirlit auk þess að framfylgja markmiðum laganna, þ.á m. um gagnsæi eignarhalds og að fjölmiðlar fari að lögum, t.d. um efni sem getur verið skaðlegt börnum eða um aðgreiningu auglýsinga og ritstjórnarefnis. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og er því ekki hægt að kæra ákvarðanir hennar til ráðherra. Þetta fyrirkomulag er haft til að tryggja sjálfstæði hennar gagnvart framkvæmdavaldinu. Hér er því engin breyting frá því fyrirkomulagi sem verið hefur með útvarpsréttarnefnd, sem hefur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart ljósvakamiðlum. Ákvörðunum hennar hefur ekki verið hægt að áfrýja til annars stjórnvalds. Breytingin felst hins vegar í því að fjölmiðlanefndin er fjölmennari auk þess sem hún mun hafa starfsfólk og er því fyrirkomulagi m.a. ætlað að auka sjálfstæði nefndarinnar. Útvarpsréttarnefndin heyrði beint undir ráðherra og öll stjórnsýsla hennar hefur farið fram í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þó að ekki sé hægt að skjóta úrskurðum fjölmiðlanefndar til annars stjórnvalds er ávallt hægt að fara með þá fyrir dómstóla. Nefndin verður skipuð fimm fulltrúum, tveimur tilnefndum af Hæstarétti, einum tilnefndum af Blaðamannafélagi Íslands, einum tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins og einum tilnefndum af mennta- og menningarmálaráðherra. Er þetta fyrirkomulag viðhaft til að tryggja sjálfstæði fjölmiðlanefndar með sem bestum hætti gagnvart pólitískum áhrifum. Ég vek sérstaka athygli á því að mörg ákvæði í frumvarpinu eru beinlínis sett í þeim tilgangi að tryggja virkt tjáningarfrelsi og þar með opna umræðu og skoðanaskipti. Hafa verður í huga að flest þessara ákvæða hafa verið í lögum um árabil, án þess að þeim hafi verið framfylgt á virkan hátt. Er það æskilegt? Andstætt því sem margir virðast halda sýnir reynsla annarra ríkja að virkt eftirlit með starfsemi fjölmiðla tryggir betur tjáningarfrelsi og er til þess fallið að auka traust almennings á fjölmiðlum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar