Tóbakslausi dagurinn Guðbjartur Hannesson skrifar 31. maí 2011 08:00 Þriðjudagurinn 31. maí er árlegur alþjóðadagur án tóbaks. Á Íslandi var í fyrsta sinn haldinn reyklaus dagur 23. janúar árið 1979 og öðru sinni árið 1982. Árið 1987 ákvað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að 31. maí ár hvert skyldi helgaður baráttu gegn reykingum og hefur Reyklausi dagurinn verið haldinn ár hvert hér á landi síðan þá, líkt og svo víða annars staðar. Árið 2006 var heiti dagsins á Íslandi breytt og kallast nú Tóbakslausi dagurinn sem samræmist enska heitinu World no tobacco day. Neysla reyklauss tóbaks hefur vaxið undanfarin ár og því nauðsynlegt að beina spjótum að allri tóbaksnotkun. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til þess að nýta þennan dag til að vekja athygli á skaðsemi tóbaksnotkunar. Að þessu sinni beinir stofnunin sjónum að rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem tók gildi árið 2005. Yfir 170 ríki eiga aðild að honum og er Ísland þeirra á meðal. Þetta er fyrsti alþjóðasamningurinn á sviði lýðheilsu sem veitir heildstæðan ramma um tóbaksvarnir um allan heim. Samningurinn nær til allra þátta tóbaksvarna, þ. á m. auglýsinga, viðvörunarmiða, verð- og skattamála, ólöglegra viðskipta (smygls) og verkefna sem miða að því að fólk hætti að reykja. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er áætlað að á þessu ári muni yfir fimm milljónir manna deyja af völdum reykinga; vegna hjartaáfalls, heilablóðfalls, krabbameins, lungnasjúkdóma eða annarra sjúkdóma. Að auki er ætlað að rúmlega 600.000 manns muni deyja af völdum óbeinna reykinga, um fjórðungurinn börn. Á 20. öldinni varð tóbakið 100 milljónum manna að bana, á þeirri 21. gæti það valdið dauða eins milljarðs manna takist ekki að snúa þróuninni við. Rammasamningur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fjallar um skyldur ríkjanna sem eiga aðild að samningnum sem felast meðal annars í því að: - Hindra að hagsmunir tóbaksiðnaðarins hafi áhrif á stefnumótun í lýðheilsumálum. - Haga verðlagningu og sköttum þannig að dragi úr eftirspurn eftir tóbaki. - Hlífa fólki við tóbaksreyk annarra. - Samræma reglur um leyfileg efni í tóbaksvörum. - Samræma reglur um upplýsingagjöf á tóbaksvörum. - Samræma pakkningar og merkingar á tóbaksvörum. - Vara fólk við hættum sem tóbaki fylgja. - Bjóða fólki aðstoð við að binda enda á tóbaksfíkn sína. Ísland framfylgir samningnum eins og frekast er kostur til að vernda þjóðina og komandi kynslóðir fyrir alvarlegum afleiðingum tóbaksnotkunar og óbeinum reykingum á heilsu, samfélag, umhverfi og efnahagslíf. Í þessu skyni hef ég ákveðið að ráðist verði í opinbera stefnumótun á sviði tóbaksvarna og verða fyrstu skrefin væntanlega stigin á næstu mánuðum. Á Íslandi hefur orðið mikill árangur af tóbaksvarnastarfi sem lýsir sér best í því að nú mælast daglegar reykingar fullorðinna með því lægsta sem gerist í Evrópu. Í fyrra reyktu um 14,2% Íslendinga á aldrinum 15-89 ára daglega á móti tæpum 30% árið 1991. Margt hefur stuðlað að þessum árangri, s.s. öflugt forvarnarstarf og þrengdar skorður við reykingum með lagasetningu. Viðhorf fólks til reykinga hafa breyst og eru flestir sammála um skaðsemi tóbaksnotkunar og nauðsyn þess að sporna við því að ungt fólk hefji neyslu tóbaks og verði háð neyslu þess. Það er hins vegar mikið áhyggjuefni hvað neysla munntóbaks, einkum meðal ungra karlmanna, hefur aukist mikið hér á landi síðustu ár. Kannanir sýna að um fimmti hver piltur á aldrinum 16-23 ára segist nota tóbak í vör. Þessi neysla er augljóslega mjög ávanabindandi því flestir þeirra segjast taka í vörina daglega. Það er nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir og hvetja alla til samvinnu gegn þessari óheillaþróun. Ungt fólk byrjar neyslu tóbaks einkum fyrir tilstuðlan hópþrýstings og fyrirmynda. Landlæknisembættið ásamt fleiri hagsmunaaðilum mun í sumar efna til vitundarvakningar í baráttunni gegn munntóbaksneyslu og er sjónum einkum beint að þeirri ábyrgð sem fyrirmyndir hafa gagnvart börnum og unglingum. Í dag, í tilefni af Tóbakslausa deginum, beinum við sjónum okkar að þessari neyslu og því verkefni sem er framundan að vinna gegn tóbaksneyslu ungs fólks, hvaða nafni sem hún nefnist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudagurinn 31. maí er árlegur alþjóðadagur án tóbaks. Á Íslandi var í fyrsta sinn haldinn reyklaus dagur 23. janúar árið 1979 og öðru sinni árið 1982. Árið 1987 ákvað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að 31. maí ár hvert skyldi helgaður baráttu gegn reykingum og hefur Reyklausi dagurinn verið haldinn ár hvert hér á landi síðan þá, líkt og svo víða annars staðar. Árið 2006 var heiti dagsins á Íslandi breytt og kallast nú Tóbakslausi dagurinn sem samræmist enska heitinu World no tobacco day. Neysla reyklauss tóbaks hefur vaxið undanfarin ár og því nauðsynlegt að beina spjótum að allri tóbaksnotkun. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til þess að nýta þennan dag til að vekja athygli á skaðsemi tóbaksnotkunar. Að þessu sinni beinir stofnunin sjónum að rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem tók gildi árið 2005. Yfir 170 ríki eiga aðild að honum og er Ísland þeirra á meðal. Þetta er fyrsti alþjóðasamningurinn á sviði lýðheilsu sem veitir heildstæðan ramma um tóbaksvarnir um allan heim. Samningurinn nær til allra þátta tóbaksvarna, þ. á m. auglýsinga, viðvörunarmiða, verð- og skattamála, ólöglegra viðskipta (smygls) og verkefna sem miða að því að fólk hætti að reykja. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er áætlað að á þessu ári muni yfir fimm milljónir manna deyja af völdum reykinga; vegna hjartaáfalls, heilablóðfalls, krabbameins, lungnasjúkdóma eða annarra sjúkdóma. Að auki er ætlað að rúmlega 600.000 manns muni deyja af völdum óbeinna reykinga, um fjórðungurinn börn. Á 20. öldinni varð tóbakið 100 milljónum manna að bana, á þeirri 21. gæti það valdið dauða eins milljarðs manna takist ekki að snúa þróuninni við. Rammasamningur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fjallar um skyldur ríkjanna sem eiga aðild að samningnum sem felast meðal annars í því að: - Hindra að hagsmunir tóbaksiðnaðarins hafi áhrif á stefnumótun í lýðheilsumálum. - Haga verðlagningu og sköttum þannig að dragi úr eftirspurn eftir tóbaki. - Hlífa fólki við tóbaksreyk annarra. - Samræma reglur um leyfileg efni í tóbaksvörum. - Samræma reglur um upplýsingagjöf á tóbaksvörum. - Samræma pakkningar og merkingar á tóbaksvörum. - Vara fólk við hættum sem tóbaki fylgja. - Bjóða fólki aðstoð við að binda enda á tóbaksfíkn sína. Ísland framfylgir samningnum eins og frekast er kostur til að vernda þjóðina og komandi kynslóðir fyrir alvarlegum afleiðingum tóbaksnotkunar og óbeinum reykingum á heilsu, samfélag, umhverfi og efnahagslíf. Í þessu skyni hef ég ákveðið að ráðist verði í opinbera stefnumótun á sviði tóbaksvarna og verða fyrstu skrefin væntanlega stigin á næstu mánuðum. Á Íslandi hefur orðið mikill árangur af tóbaksvarnastarfi sem lýsir sér best í því að nú mælast daglegar reykingar fullorðinna með því lægsta sem gerist í Evrópu. Í fyrra reyktu um 14,2% Íslendinga á aldrinum 15-89 ára daglega á móti tæpum 30% árið 1991. Margt hefur stuðlað að þessum árangri, s.s. öflugt forvarnarstarf og þrengdar skorður við reykingum með lagasetningu. Viðhorf fólks til reykinga hafa breyst og eru flestir sammála um skaðsemi tóbaksnotkunar og nauðsyn þess að sporna við því að ungt fólk hefji neyslu tóbaks og verði háð neyslu þess. Það er hins vegar mikið áhyggjuefni hvað neysla munntóbaks, einkum meðal ungra karlmanna, hefur aukist mikið hér á landi síðustu ár. Kannanir sýna að um fimmti hver piltur á aldrinum 16-23 ára segist nota tóbak í vör. Þessi neysla er augljóslega mjög ávanabindandi því flestir þeirra segjast taka í vörina daglega. Það er nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir og hvetja alla til samvinnu gegn þessari óheillaþróun. Ungt fólk byrjar neyslu tóbaks einkum fyrir tilstuðlan hópþrýstings og fyrirmynda. Landlæknisembættið ásamt fleiri hagsmunaaðilum mun í sumar efna til vitundarvakningar í baráttunni gegn munntóbaksneyslu og er sjónum einkum beint að þeirri ábyrgð sem fyrirmyndir hafa gagnvart börnum og unglingum. Í dag, í tilefni af Tóbakslausa deginum, beinum við sjónum okkar að þessari neyslu og því verkefni sem er framundan að vinna gegn tóbaksneyslu ungs fólks, hvaða nafni sem hún nefnist.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun