Risavaxnir Eagles-tónleikar 1. júní 2011 12:00 Eagles-menn eru ansi stórir í sniðum. Þeir ætla að bjóða upp á sölubása með varningi frá sér, en alls munu tæplega 400 starfsmenn koma að tónleikunum í næstu viku. Eagles-tónleikarnir í næstu viku munu sennilega brjóta blað í íslenskri tónleikasögu, því sjaldan eða aldrei hafa fleiri komið að einum tónleikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða starfsmennirnir þegar mest lætur tæplega fjögur hundruð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að selja sérstakan Eagles-varning – boli, geisladiska og annað slíkt – í básum inni í Laugardalshöllinni og á útisvæði. Slíkt er nokkuð algengt á tónleikum erlendis en hefur ekki þekkst hérlendis. Í föruneyti Eagles verða alls hundrað manns með öllum og lenda einhverjir þeirra strax á föstudaginn til að undirbúa tónleikana. Í gæslu og hlutverki ökumanna verða alls hundrað manns en fimm skutlur og fjórar lúxuskerrur verða meðal annars til taks fyrir Eagles og aðstoðarmenn. Þá eru tíu starfsmenn alfarið í því að sinna veitingum fyrir starfsfólkið og Eagles-menn, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá gera Glenn Frey og félagar nokkuð strangar kröfur um hollt mataræði á tónleikaferðalögum sínum. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu, sem hefur veg og vanda af tónleikum Eagles, vildi ekki staðfesta starfsmannatölur í samtali við Fréttablaðið. Hann taldi hins vegar liggja í augum uppi að tónleikar af þessari stærðargráðu og umfangi hefðu ekki verið haldnir á Íslandi. „Þetta gengur mjög vel, það er mjög gaman að vinna með þessu fólki og mikill metnaður sem liggur að baki þessum tónleikum. Það á bara eftir að skila sér í meiri skemmtun fyrir áhorfendur.“- fgg Tengdar fréttir Sjálfstætt fólk hefur selst í fjórum milljónum eintaka 1. júní 2011 14:00 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bob Weir látinn Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Eagles-tónleikarnir í næstu viku munu sennilega brjóta blað í íslenskri tónleikasögu, því sjaldan eða aldrei hafa fleiri komið að einum tónleikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða starfsmennirnir þegar mest lætur tæplega fjögur hundruð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að selja sérstakan Eagles-varning – boli, geisladiska og annað slíkt – í básum inni í Laugardalshöllinni og á útisvæði. Slíkt er nokkuð algengt á tónleikum erlendis en hefur ekki þekkst hérlendis. Í föruneyti Eagles verða alls hundrað manns með öllum og lenda einhverjir þeirra strax á föstudaginn til að undirbúa tónleikana. Í gæslu og hlutverki ökumanna verða alls hundrað manns en fimm skutlur og fjórar lúxuskerrur verða meðal annars til taks fyrir Eagles og aðstoðarmenn. Þá eru tíu starfsmenn alfarið í því að sinna veitingum fyrir starfsfólkið og Eagles-menn, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá gera Glenn Frey og félagar nokkuð strangar kröfur um hollt mataræði á tónleikaferðalögum sínum. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu, sem hefur veg og vanda af tónleikum Eagles, vildi ekki staðfesta starfsmannatölur í samtali við Fréttablaðið. Hann taldi hins vegar liggja í augum uppi að tónleikar af þessari stærðargráðu og umfangi hefðu ekki verið haldnir á Íslandi. „Þetta gengur mjög vel, það er mjög gaman að vinna með þessu fólki og mikill metnaður sem liggur að baki þessum tónleikum. Það á bara eftir að skila sér í meiri skemmtun fyrir áhorfendur.“- fgg
Tengdar fréttir Sjálfstætt fólk hefur selst í fjórum milljónum eintaka 1. júní 2011 14:00 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bob Weir látinn Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira