Meira fjármagn lagt í neyðarsjóð ESB 21. júní 2011 03:00 Jean-Claude Trichet og Olli Rehn Seðlabankastjóri Evrópu og peningamálastjóri Evrópusambandsins á fundinum í Lúxemborg í gær.fréttablaðið/AP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla neyðarsjóð sambandsins, svo hann geti betur tekið á vanda stórskuldugra ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Jafnframt settu þeir aukinn þrýsting á grísk stjórnvöld, sem þurfa að fá frekari hjálp til að geta staðið undir afborgunum af skuldum í næsta mánuði. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru margir enn á nálum út af gríðarlegum skuldavanda nokkurra evruríkja, sem gæti stefnt framtíð evrunnar í voða. Samtals hafa ESB-ríkin nú ákveðið að gangast í ábyrgð fyrir 780 milljörðum evra, eða nærri 130.000 milljörðum króna, en það gerir þeim kleift að nota 440 milljarða evra, eða ríflega 72.000 milljarða króna til að hjálpa þeim ríkjum á evrusvæðinu sem eiga í óyfirstíganlegum fjárhagsvanda. Þetta er hátt í tvöföldun sjóðsins, sem settur var á laggirnar fyrir rúmu ári með 440 milljarða ábyrgð Evrópusambandsríkjanna og þar með 250 milljarða evra til reiðu handa skuldugu ríkjunum. Ábyrgðin þarf að vera töluvert hærri en það fjármagn sem notað verður svo vaxtakjör geti verið nægilega hagstæð. Neyðarsjóðurinn, sem nefnist Fjármálastöðugleikasjóður Evrópu, verður notaður þangað til nýtt Fjármálastöðugleikakerfi Evrópusambandsins kemst í gagnið um mitt ár 2013. Fjármálaráðherrarnir hafa hins vegar frestað fram í byrjun næsta mánaðar ákvörðun um næstu greiðslu til Grikklands, tólf milljarða evra sem áttu samkvæmt áætlun ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að greiðast út nú í þessum mánuði. Grísku stjórninni er gert að ljúka afgreiðslu nýrra aðhaldsaðgerða áður en framhald verður á aðstoð ESB og AGS, en alls hafa Grikkir nú þegar fengið 48 milljarða evra af þeim 110 milljörðum sem ákveðið var að veita vorið 2010. Grikkir þurfa á þessari greiðslu að halda til að geta staðið við stórar afborganir af lánum sínum í næsta mánuði. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá bæði grískan almenning og gríska þingið til að fallast á frekari skattahækkanir og frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum ofan á allar þær sársaukafullu aðhaldsaðgerðir, sem nú þegar hefur verið gripið til. „Þetta eru erfiðir tímar,“ sagði Olli Rehn, peningamálastjóri Evrópusambandsins. „Umbótaþreytan sést á götum Aþenu, Madríd og víðar, og sama má segja um stuðningsþreytu nokkurra aðildarríkja okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla neyðarsjóð sambandsins, svo hann geti betur tekið á vanda stórskuldugra ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Jafnframt settu þeir aukinn þrýsting á grísk stjórnvöld, sem þurfa að fá frekari hjálp til að geta staðið undir afborgunum af skuldum í næsta mánuði. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru margir enn á nálum út af gríðarlegum skuldavanda nokkurra evruríkja, sem gæti stefnt framtíð evrunnar í voða. Samtals hafa ESB-ríkin nú ákveðið að gangast í ábyrgð fyrir 780 milljörðum evra, eða nærri 130.000 milljörðum króna, en það gerir þeim kleift að nota 440 milljarða evra, eða ríflega 72.000 milljarða króna til að hjálpa þeim ríkjum á evrusvæðinu sem eiga í óyfirstíganlegum fjárhagsvanda. Þetta er hátt í tvöföldun sjóðsins, sem settur var á laggirnar fyrir rúmu ári með 440 milljarða ábyrgð Evrópusambandsríkjanna og þar með 250 milljarða evra til reiðu handa skuldugu ríkjunum. Ábyrgðin þarf að vera töluvert hærri en það fjármagn sem notað verður svo vaxtakjör geti verið nægilega hagstæð. Neyðarsjóðurinn, sem nefnist Fjármálastöðugleikasjóður Evrópu, verður notaður þangað til nýtt Fjármálastöðugleikakerfi Evrópusambandsins kemst í gagnið um mitt ár 2013. Fjármálaráðherrarnir hafa hins vegar frestað fram í byrjun næsta mánaðar ákvörðun um næstu greiðslu til Grikklands, tólf milljarða evra sem áttu samkvæmt áætlun ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að greiðast út nú í þessum mánuði. Grísku stjórninni er gert að ljúka afgreiðslu nýrra aðhaldsaðgerða áður en framhald verður á aðstoð ESB og AGS, en alls hafa Grikkir nú þegar fengið 48 milljarða evra af þeim 110 milljörðum sem ákveðið var að veita vorið 2010. Grikkir þurfa á þessari greiðslu að halda til að geta staðið við stórar afborganir af lánum sínum í næsta mánuði. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá bæði grískan almenning og gríska þingið til að fallast á frekari skattahækkanir og frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum ofan á allar þær sársaukafullu aðhaldsaðgerðir, sem nú þegar hefur verið gripið til. „Þetta eru erfiðir tímar,“ sagði Olli Rehn, peningamálastjóri Evrópusambandsins. „Umbótaþreytan sést á götum Aþenu, Madríd og víðar, og sama má segja um stuðningsþreytu nokkurra aðildarríkja okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira