Lífið

Syngur á Gay Pride í New York

til bandaríkjanna Hera Björk er á leiðinni í tónleikaferð til Bandaríkjanna á vegum Mr. Gay World USA.
fréttablaðið/valli
til bandaríkjanna Hera Björk er á leiðinni í tónleikaferð til Bandaríkjanna á vegum Mr. Gay World USA. fréttablaðið/valli
„Maður er ekkert vanur að fara í svona. Þetta er svolítið eins og að fara aftur í Eurovision nema bara viku lengur,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir sem er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferð um Bandaríkin.

Þar kemur hún fram á átta viðburðum í sex borgum, þar á meðal á Gay Pride-göngunni í New York á laugardaginn. Flestir viðburðirnir tengjast undankeppni Mr. Gay World USA þar sem fegursti samkynhneigði karlmaður Bandaríkjanna verður valinn á næsta ári. Hera Björk er opinber söngkona keppninnar, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu, og lag hennar, Je Ne Sais Quoi, er lag keppninnar.

„Maður þarf að vera ferskur á hverjum degi. Margir halda að þetta sé einhver djammferð en þetta er það alls ekki,“ segir Hera Björk. „Þetta verður alls ekki leiðinlegt en maður verður bara á tánum og með brosið og hárspreyið og allt klárt í „dressunum.“

Með Heru Björk á mörgum viðburðanna verður Michael Holtz sem vann Mr. Gay World USA í fyrra. „Hann er gífurlega fagur amerískur drengur. Hann er eins og fallegur skartgripur bara,“ segir hún og hlær.

Eftir ferðalagið um Bandaríkin syngur Hera Björk á einum tónleikum í Þýskalandi áður en hún heldur heim á leið í langþráð frí.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×