Eltingaleikur við sólina Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 23. júní 2011 06:00 „Við eltum bara góða veðrið," segja Íslendingar gjarnan glaðir í bragði þegar þeir eru inntir eftir því hvert eigi að halda í sumarfríinu. Enda ekki annað hægt, veður eru ótrygg í meira lagi á skerinu og erfitt að stóla á marga sólardaga í röð á sama stað. Við höfum því vanið okkur á að haga seglum eftir vindi. Pökkum bæði sandölum og síðerma peysum og eigum flest frostþolna svefnpoka fyrir tjaldferðir. Til útlanda er heldur ekki auðvelt að komast, flugmiðar kosta hönd og löpp og ekki eru margir möguleikar sjóleiðis. Við sitjum í fjötrum á okkar fjarlægu eyju en reynum að gera gott úr því. Ferðalög innanlands eru líka bráðskemmtileg. Sundferð í venjulega íslenska sundlaug jafnast á við heimsókn í flottustu vatnsævintýragarða í útlöndum og í hverju þorpi og sveit er hægt að borða eitthvað gott, skoða eitthvað einstakt, læra eitthvað nýtt. Flest höfum við líka upplifað þá einstöku tilfinningu að tjalda úti á víðavangi, á sólbjartri sumarnóttu. Grilla eitthvað gott og hlusta á lækjarniðinn. Tilfinningin er einstök, ef hægt er að elta sólina. Sá frjálslegi ferðaháttur okkar er þó varla raunhæfur lengur. Nýjustu tölur FÍB segja okkur að greiða þurfi 70 prósentum meira fyrir akstur hringinn í kringum landið í dag, en þurfti fyrir fjórum árum! Þetta las ég hér í blaðinu í gær. Bensínlítrinn hefur hækkað um 110 kall síðan 2007 og ríkið slær ekki af skattheimtunni af dropanum. Nú er svo komið að ekki er hægt að leyfa sér akstur þvers og kruss um landið eftir því hvar sólinni þóknast að sýna sig. Við komumst í mesta lagi á einn eða tvo staði, sem liggja þá í heppilegri fjarlægð frá heimilinu. Sumir munu alls ekki komast neitt. Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki munu mörg hver ekki þrífast í sumar. Vegasjoppur gætu jafnvel þurft að loka, því ef splæsa á í bensín tekur fólk með sér nesti. Það verður ekkert afgangs til að kaupa pylsur með öllu. Íslenskir krakkar læra ekki örnefnin í landinu, þekkja ekki sýslumörk og rugla saman Þórshöfn og Þorlákshöfn, Bárðardal og Búðardal, Bíldudal og Breiðdal. Utanlandsferðirnar rándýru eru skyndilega ekki orðnar svo dýrar ef horft er á kostnað við hringferð um landið. Á suðlægum slóðum er meira að segja hægt að treysta á að sólin skíni á sama stað, marga daga í röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun
„Við eltum bara góða veðrið," segja Íslendingar gjarnan glaðir í bragði þegar þeir eru inntir eftir því hvert eigi að halda í sumarfríinu. Enda ekki annað hægt, veður eru ótrygg í meira lagi á skerinu og erfitt að stóla á marga sólardaga í röð á sama stað. Við höfum því vanið okkur á að haga seglum eftir vindi. Pökkum bæði sandölum og síðerma peysum og eigum flest frostþolna svefnpoka fyrir tjaldferðir. Til útlanda er heldur ekki auðvelt að komast, flugmiðar kosta hönd og löpp og ekki eru margir möguleikar sjóleiðis. Við sitjum í fjötrum á okkar fjarlægu eyju en reynum að gera gott úr því. Ferðalög innanlands eru líka bráðskemmtileg. Sundferð í venjulega íslenska sundlaug jafnast á við heimsókn í flottustu vatnsævintýragarða í útlöndum og í hverju þorpi og sveit er hægt að borða eitthvað gott, skoða eitthvað einstakt, læra eitthvað nýtt. Flest höfum við líka upplifað þá einstöku tilfinningu að tjalda úti á víðavangi, á sólbjartri sumarnóttu. Grilla eitthvað gott og hlusta á lækjarniðinn. Tilfinningin er einstök, ef hægt er að elta sólina. Sá frjálslegi ferðaháttur okkar er þó varla raunhæfur lengur. Nýjustu tölur FÍB segja okkur að greiða þurfi 70 prósentum meira fyrir akstur hringinn í kringum landið í dag, en þurfti fyrir fjórum árum! Þetta las ég hér í blaðinu í gær. Bensínlítrinn hefur hækkað um 110 kall síðan 2007 og ríkið slær ekki af skattheimtunni af dropanum. Nú er svo komið að ekki er hægt að leyfa sér akstur þvers og kruss um landið eftir því hvar sólinni þóknast að sýna sig. Við komumst í mesta lagi á einn eða tvo staði, sem liggja þá í heppilegri fjarlægð frá heimilinu. Sumir munu alls ekki komast neitt. Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki munu mörg hver ekki þrífast í sumar. Vegasjoppur gætu jafnvel þurft að loka, því ef splæsa á í bensín tekur fólk með sér nesti. Það verður ekkert afgangs til að kaupa pylsur með öllu. Íslenskir krakkar læra ekki örnefnin í landinu, þekkja ekki sýslumörk og rugla saman Þórshöfn og Þorlákshöfn, Bárðardal og Búðardal, Bíldudal og Breiðdal. Utanlandsferðirnar rándýru eru skyndilega ekki orðnar svo dýrar ef horft er á kostnað við hringferð um landið. Á suðlægum slóðum er meira að segja hægt að treysta á að sólin skíni á sama stað, marga daga í röð.