Andri Már og Valdís Þóra leiða Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. júní 2011 07:00 Kristján Þór var að leika vel í gær og er líklegur til afreka um helgina. Hann er hér einbeittur í gær að undirbúa næsta högg.fréttablaðið/GVA Þriðja stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Ungir kylfingar gáfu tóninn í karlaflokknum þar sem að Andri Már Óskarsson úr GHR á Hellu lék best allra á 68 höggum eða 3 höggum undir pari. Andri fékk alls 5 fugla (-1) á hringnum og 2 skolla (+2) en alls verða leiknar 54 holur á þessu móti eða þrír 18 holu hringir. Helgi Runólfsson úr GK lék einnig vel í gær en hann er í öðru sæti -2, eða 69 höggum. Kristján Þór Einarsson úr Kili Mosfellsbæ er þriðji á -1 eða 70 höggum. Stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar eru ekki langt á eftir. Stefán Már Stefánson úr GR er efstur á þeim lista en hann lék á pari vallar í gær eða 71 höggi. Alls eru 111 kylfingar í karlaflokknum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi er efst í kvennaflokknum en hún er á +1, eða 72 höggum. Valdís fékk einn örn (-2) á hringnum á 7. braut sem er par 5 hola. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er önnur á 73 höggu og höggi þar á eftir er Tinna Jóhannsdóttir úr GK. Alls eru 26 keppendur í kvennaflokknum en keppni lýkur síðdegis á sunnudag. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þriðja stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Ungir kylfingar gáfu tóninn í karlaflokknum þar sem að Andri Már Óskarsson úr GHR á Hellu lék best allra á 68 höggum eða 3 höggum undir pari. Andri fékk alls 5 fugla (-1) á hringnum og 2 skolla (+2) en alls verða leiknar 54 holur á þessu móti eða þrír 18 holu hringir. Helgi Runólfsson úr GK lék einnig vel í gær en hann er í öðru sæti -2, eða 69 höggum. Kristján Þór Einarsson úr Kili Mosfellsbæ er þriðji á -1 eða 70 höggum. Stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar eru ekki langt á eftir. Stefán Már Stefánson úr GR er efstur á þeim lista en hann lék á pari vallar í gær eða 71 höggi. Alls eru 111 kylfingar í karlaflokknum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi er efst í kvennaflokknum en hún er á +1, eða 72 höggum. Valdís fékk einn örn (-2) á hringnum á 7. braut sem er par 5 hola. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er önnur á 73 höggu og höggi þar á eftir er Tinna Jóhannsdóttir úr GK. Alls eru 26 keppendur í kvennaflokknum en keppni lýkur síðdegis á sunnudag.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira