Vegtollavinir enn á ferð Ögmundur Jónasson skrifar 28. júní 2011 06:00 Mikilvægt er að halda vel til haga málefnalegum þráðum í umræðunni um samgöngumál; flækja þeim ekki saman því það ruglar umræðuna. FÍB sjálfu sér samkvæmtEinn þráðurinn snýr að skattlagningu umferðarinnar, hvort halda eigi áfram að skattleggja eldsneytið, aðflutningsgjöld bifreiða og svo framvegis til að fjármagna samgöngukerfið eða skattleggja notkun vegakerfisins með veggjöldum. Gjaldtaka fyrir notkun mun án vafa verða ofan á þegar fram líða stundir. Þarna stendur tæknin hins vegar í vegi enn sem komið er. Þannig hafa Evrópusambandsmenn ítrekað frestað breytingum á skattlagningarkerfinu í þessa veru vegna tæknilegra örðugleika. Annar þráður umræðunnar snýr að því hvort fyrrnefndir skattar af eldsneyti og aðflutningsgjöldum eigi allir að renna til samgöngumála eða einnig til annarra þátta. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur talað fyrir sjálfbæru samgöngukerfi á þessum nótum og hefur viljað annað tveggja: Fá meira fé til samgöngumála eða lægri bensíngjöld. Þetta kallaði hins vegar á niðurskurð í velferðarkerfinu því mikið af samgöngusköttunum rennur þangað inn. Þarna er ég ósammála FÍB en þetta er hins vegar fullkomlega málefnaleg og eðlileg umræða af hálfu samtakanna. Síðan er þriðji þráðurinn og hann snýr að því hvort ráðast eigi í flýti-stór-framkvæmdir á tilteknum leiðum sem yrðu fjármagnaðar með sérstökum vegtollum á þeim vegum. Fyrir þessu hafa Samtök atvinnulífsins talað en yfirleitt í felulitum. Þannig boðar SA ásamt vildarvinum til fundar nú í vikunni þar sem fjallað er „um mikilvægi þess að ráðast nú þegar í arðbærar samgöngufjárfestingar til að auka öryggi, fjölga störfum og efla hagvöxt“. Hér vantar það inn í að ég og þú eigum að bera enn meiri álögur í umferðinni – því verið er að tala um viðbótarfjármagn upp úr okkar vösum – fyrir framkvæmdir sem ég fullyrði að eru ekki besta leiðin til að ná fyrrgreindum markmiðum um öryggi og atvinnusköpun. Vegatollum mótmæltTugþúsundir Íslendinga hafa séð í gegnum þetta framtak vegtollavina og hafna áformum þeirra. Í mínum huga voru þau sett út af borðinu eftir fundi sem ég átti með sveitarstjórnarmönnum og alþingismönnum, auk þess sem ég fékk í hendur yfir 40 þúsund undirskriftir sem mótmæltu vegtollaleiðinni til að fjármagna flýtiframkvæmdir. Ég var tilbúinn að hlusta á rök SA nú í vor að þeirra kröfu í tengslum við kjarasamninga og „reyna til þrautar“. En ný rök eða nýjar upplýsingar komu ekki fram af hálfu SA. Bara krafa um að ég breytti um kúrs, ella yrði ég látinn víkja úr embætti! Ég er talsmaður þess að verja þeim milljörðum sem við ráðstöfum til vegamála til að gera það allt í senn að bæta samgöngur, auka öryggi og skapa atvinnu í stað þess að fara þær slóðir sem eingöngu þjóna þröngum sérhagsmunum. Ég hef alla tíð verið efins um vegaframkvæmdir fjármagnaðar með vegtollum nema í undantekningartilfellum. Þegar ég kom inn í ráðuneyti samgöngumála síðastliðið haust fékk ég hins vegar slík áform í fangið og ákvað að láta reyna á vilja sveitarstjórnarmanna, alþingismanna og vegnotenda almennt. Ég held að allir þeir sem ég spurði álits á fjölmennum fundum um þetta efni geti borið vitni um að þetta gerði ég af fullum heilindum. Niðurstaðan var hins vegar skýr og afdráttarlaus. Trúboðar gærdagsinsÞessum áformum var hafnað. Fundir SA með trúboðum gærdagsins breyta þar engu um. Tölur sýna að umferð hefur minnkað um allt land sem ræðst af hækkuðu eldsneytisverði og lægri ráðstöfunartekjum en áður. Áform um vegtolla þessu til viðbótar, þar sem oftast er hvorki um styttingu að ræða né aðra gjaldfrjálsa valkosti, þóknast almenningi alls ekki eins og við höfum ítrekað séð. Hér ber okkur skylda til að hlusta á rödd þjóðarinnar. Það hef ég gert og niðurstaðan er í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að halda vel til haga málefnalegum þráðum í umræðunni um samgöngumál; flækja þeim ekki saman því það ruglar umræðuna. FÍB sjálfu sér samkvæmtEinn þráðurinn snýr að skattlagningu umferðarinnar, hvort halda eigi áfram að skattleggja eldsneytið, aðflutningsgjöld bifreiða og svo framvegis til að fjármagna samgöngukerfið eða skattleggja notkun vegakerfisins með veggjöldum. Gjaldtaka fyrir notkun mun án vafa verða ofan á þegar fram líða stundir. Þarna stendur tæknin hins vegar í vegi enn sem komið er. Þannig hafa Evrópusambandsmenn ítrekað frestað breytingum á skattlagningarkerfinu í þessa veru vegna tæknilegra örðugleika. Annar þráður umræðunnar snýr að því hvort fyrrnefndir skattar af eldsneyti og aðflutningsgjöldum eigi allir að renna til samgöngumála eða einnig til annarra þátta. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur talað fyrir sjálfbæru samgöngukerfi á þessum nótum og hefur viljað annað tveggja: Fá meira fé til samgöngumála eða lægri bensíngjöld. Þetta kallaði hins vegar á niðurskurð í velferðarkerfinu því mikið af samgöngusköttunum rennur þangað inn. Þarna er ég ósammála FÍB en þetta er hins vegar fullkomlega málefnaleg og eðlileg umræða af hálfu samtakanna. Síðan er þriðji þráðurinn og hann snýr að því hvort ráðast eigi í flýti-stór-framkvæmdir á tilteknum leiðum sem yrðu fjármagnaðar með sérstökum vegtollum á þeim vegum. Fyrir þessu hafa Samtök atvinnulífsins talað en yfirleitt í felulitum. Þannig boðar SA ásamt vildarvinum til fundar nú í vikunni þar sem fjallað er „um mikilvægi þess að ráðast nú þegar í arðbærar samgöngufjárfestingar til að auka öryggi, fjölga störfum og efla hagvöxt“. Hér vantar það inn í að ég og þú eigum að bera enn meiri álögur í umferðinni – því verið er að tala um viðbótarfjármagn upp úr okkar vösum – fyrir framkvæmdir sem ég fullyrði að eru ekki besta leiðin til að ná fyrrgreindum markmiðum um öryggi og atvinnusköpun. Vegatollum mótmæltTugþúsundir Íslendinga hafa séð í gegnum þetta framtak vegtollavina og hafna áformum þeirra. Í mínum huga voru þau sett út af borðinu eftir fundi sem ég átti með sveitarstjórnarmönnum og alþingismönnum, auk þess sem ég fékk í hendur yfir 40 þúsund undirskriftir sem mótmæltu vegtollaleiðinni til að fjármagna flýtiframkvæmdir. Ég var tilbúinn að hlusta á rök SA nú í vor að þeirra kröfu í tengslum við kjarasamninga og „reyna til þrautar“. En ný rök eða nýjar upplýsingar komu ekki fram af hálfu SA. Bara krafa um að ég breytti um kúrs, ella yrði ég látinn víkja úr embætti! Ég er talsmaður þess að verja þeim milljörðum sem við ráðstöfum til vegamála til að gera það allt í senn að bæta samgöngur, auka öryggi og skapa atvinnu í stað þess að fara þær slóðir sem eingöngu þjóna þröngum sérhagsmunum. Ég hef alla tíð verið efins um vegaframkvæmdir fjármagnaðar með vegtollum nema í undantekningartilfellum. Þegar ég kom inn í ráðuneyti samgöngumála síðastliðið haust fékk ég hins vegar slík áform í fangið og ákvað að láta reyna á vilja sveitarstjórnarmanna, alþingismanna og vegnotenda almennt. Ég held að allir þeir sem ég spurði álits á fjölmennum fundum um þetta efni geti borið vitni um að þetta gerði ég af fullum heilindum. Niðurstaðan var hins vegar skýr og afdráttarlaus. Trúboðar gærdagsinsÞessum áformum var hafnað. Fundir SA með trúboðum gærdagsins breyta þar engu um. Tölur sýna að umferð hefur minnkað um allt land sem ræðst af hækkuðu eldsneytisverði og lægri ráðstöfunartekjum en áður. Áform um vegtolla þessu til viðbótar, þar sem oftast er hvorki um styttingu að ræða né aðra gjaldfrjálsa valkosti, þóknast almenningi alls ekki eins og við höfum ítrekað séð. Hér ber okkur skylda til að hlusta á rödd þjóðarinnar. Það hef ég gert og niðurstaðan er í samræmi við það.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar