Ekki missa af þessu! Guðbjartur Hannesson skrifar 8. júlí 2011 08:00 Með okkar augum hóf göngu sína í Ríkissjónvarpinu síðastliðinn mánudag. Ég fylgdist spenntur með enda nýmæli á ferð í íslenskri dagskrárgerð. Við stjórnvölinn er fólk með þroskahömlun sem fjallar um málefni líðandi stundar með sínum augum og opnar þar sýn sem alla jafna stendur sjónvarpsáhorfendum ekki til boða. Efnistök fyrsta þáttar voru í sjálfu sér ekki framandi. Saman fóru stuttar fréttaskýringar í bland við léttara efni og framsetningin kunnugleg úr hefðbundnum magasínþáttum. Til umfjöllunar voru málefni sem miklu varða í lífi fólks með fötlun en einnig atriði sem eru jafnt á áhugasviði fatlaðs fólks sem ófatlaðs og varða okkur öll í stóru og smáu. Umfjöllun um Fjölmennt var áhugaverð og augljóst hvað miklu skiptir að fólki með fötlun gefist kostur á að mennta sig og þjálfa færni sína svo það fái notið sín sem best í samfélaginu. Réttur til náms þarf að vera öllum tryggður og ávinningur er ávallt fyrir hendi hver sem á í hlut sé áhuginn er fyrir hendi. Blindur faðir sem rætt var við lýsti stöðu sinni miðað við sjáandi feður og sagðist hlusta á son sinn vaxa úr grasi. Þótt auðvitað væri sitthvað honum erfiðara að annast í uppeldinu hefði hann margt annað að gefa syni sínum sem væri ekki síður mikils virði. Umfjöllunarefni þáttarins áttu sammerkt að umsjónarmennirnir drógu fram á einfaldan en skýran hátt að öll erum við að fást við það sama þegar allt kemur til alls, þótt áherslur séu mismunandi eftir einstaklingum, aðstæðum þeirra og lífsreynslu. Umsjónarmennirnir sinntu verkefnum sínum vel, jafnt tæknifólkið á bak við tjöldin og fólkið fyrir framan myndavélarnar. Áhugi spyrla á viðfangsefnunum leyndi sér ekki, spurningum var vel fylgt eftir en þó fór saman einbeiting og afslappað og þægilegt viðmót. Ég hef ekki mikinn áhuga á tísku en þótti sannfærandi umfjöllun um klæðaburð sumarsins hjá þeim sem vilja fylgjast með og matreiðsluhornið fékk mig til að sleikja út um. Með okkar augum er tímamótaþáttur í íslensku sjónvarpi og vonandi er með honum sleginn tónn sem fær að hljóma áfram. Það er svo mikilvægt að undirstrika fjölbreytileika samfélagsins og sýna hve það er miklu ríkara einmitt vegna hans. Ég nota líka tækifærið og rifja upp slagorð fatlaðs fólks: Ekkert um okkur án okkar! nokkuð sem allir ættu að hafa hugfast sem á einhvern hátt fjalla um tilhögun mála sem varða fatlaða. Ég þakka öllum þeim sem gerðu mögulega framleiðslu þessara þátta sem enginn ætti að missa af í Ríkissjónvarpinu á mánudögum kl. 18.30. Ég hvet fólk líka til að heimsækja þáttinn á fésbók: facebook.com/medokkaraugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Með okkar augum hóf göngu sína í Ríkissjónvarpinu síðastliðinn mánudag. Ég fylgdist spenntur með enda nýmæli á ferð í íslenskri dagskrárgerð. Við stjórnvölinn er fólk með þroskahömlun sem fjallar um málefni líðandi stundar með sínum augum og opnar þar sýn sem alla jafna stendur sjónvarpsáhorfendum ekki til boða. Efnistök fyrsta þáttar voru í sjálfu sér ekki framandi. Saman fóru stuttar fréttaskýringar í bland við léttara efni og framsetningin kunnugleg úr hefðbundnum magasínþáttum. Til umfjöllunar voru málefni sem miklu varða í lífi fólks með fötlun en einnig atriði sem eru jafnt á áhugasviði fatlaðs fólks sem ófatlaðs og varða okkur öll í stóru og smáu. Umfjöllun um Fjölmennt var áhugaverð og augljóst hvað miklu skiptir að fólki með fötlun gefist kostur á að mennta sig og þjálfa færni sína svo það fái notið sín sem best í samfélaginu. Réttur til náms þarf að vera öllum tryggður og ávinningur er ávallt fyrir hendi hver sem á í hlut sé áhuginn er fyrir hendi. Blindur faðir sem rætt var við lýsti stöðu sinni miðað við sjáandi feður og sagðist hlusta á son sinn vaxa úr grasi. Þótt auðvitað væri sitthvað honum erfiðara að annast í uppeldinu hefði hann margt annað að gefa syni sínum sem væri ekki síður mikils virði. Umfjöllunarefni þáttarins áttu sammerkt að umsjónarmennirnir drógu fram á einfaldan en skýran hátt að öll erum við að fást við það sama þegar allt kemur til alls, þótt áherslur séu mismunandi eftir einstaklingum, aðstæðum þeirra og lífsreynslu. Umsjónarmennirnir sinntu verkefnum sínum vel, jafnt tæknifólkið á bak við tjöldin og fólkið fyrir framan myndavélarnar. Áhugi spyrla á viðfangsefnunum leyndi sér ekki, spurningum var vel fylgt eftir en þó fór saman einbeiting og afslappað og þægilegt viðmót. Ég hef ekki mikinn áhuga á tísku en þótti sannfærandi umfjöllun um klæðaburð sumarsins hjá þeim sem vilja fylgjast með og matreiðsluhornið fékk mig til að sleikja út um. Með okkar augum er tímamótaþáttur í íslensku sjónvarpi og vonandi er með honum sleginn tónn sem fær að hljóma áfram. Það er svo mikilvægt að undirstrika fjölbreytileika samfélagsins og sýna hve það er miklu ríkara einmitt vegna hans. Ég nota líka tækifærið og rifja upp slagorð fatlaðs fólks: Ekkert um okkur án okkar! nokkuð sem allir ættu að hafa hugfast sem á einhvern hátt fjalla um tilhögun mála sem varða fatlaða. Ég þakka öllum þeim sem gerðu mögulega framleiðslu þessara þátta sem enginn ætti að missa af í Ríkissjónvarpinu á mánudögum kl. 18.30. Ég hvet fólk líka til að heimsækja þáttinn á fésbók: facebook.com/medokkaraugum.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun