Í umboði hvers? Ögmundur Jónasson skrifar 12. júlí 2011 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins 9. júlí sl. segist Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri, vona að andstaða Vinstri grænna við allt sem heitir „einka“ verði ekki til að fresta því að nýtt fangelsi rísi. Hér vísar ritstjórinn í þá afstöðu mína, sem ég hef verið beðinn um að gera grein fyrir, meðal annars í þessu blaði, að ég vilji reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði og standa þannig að því að kostnaður verði sem minnstur til framtíðar. Ekki er um það deilt að einkaframkvæmd, sem felur í sér að einkaaðili reisi sérhæft húsnæði og leigi síðan opinberum aðilum, er miklu dýrari en að bjóða út hönnun og smíði fangelsis sem yrði frá fyrsta degi í eigu hins opinbera. Einkaframkvæmdaleiðin var á árum áður ráðandi hjá hinu opinbera vegna þess að það var samkvæmt pólitískri trúarsetningu þess tíma. Ríkið minnkaði skuldir sínar með því að selja eignir en gerði á sama tíma ófrávíkjanlega leigusamninga til ára og áratuga. Breytingin var sú að bókhaldið leit betur út á pappír en kostaði skattgreiðendur margfalt meira. Síðan þekkjum við það að tilraunir til að ná fram hallalausum fjárlögum að forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa valdið því að ekki hefur verið alveg horfið frá þessari leið. Ég hef hins vegar haldið því fram að þegar upp er staðið yrði fjárstreymið úr ríkissjóði með svipuðum hætti með einkavæðingarleiðinni nema mun meira. Byggingaraðilinn myndi, eins og ríkið, þurfa að taka lán en af láninu gæti hann ekki byrjað að borga fyrr en leigugreiðslur bærust frá ríkinu. Vextir þessa aðila yrðu að öllum líkindum hærri en ef ríkið tæki lánið beint og arðsemiskrafa fjárfestisins bættist þar einnig ofan á. Þetta gæti í þessu tilviki verið munur upp á hálfan milljarð. Byggingarhraðinn ætti hins vegar að geta verið sá sami hvor leiðin sem farin yrði. Þetta á að vera málefnaleg umræða og verðskuldar annað en útúrsnúninga og skæting um að forpokuð sjónarmið ráði af minni hálfu. Ég tel þvert á móti að ég tali fyrir kredduleysi og hagkvæmnissjónarmiðum sem verði að ræða sem slík. Eða í hvers umboði talar ritstjóri Fréttablaðsins fyrir því að hagsmunir skattgreiðenda framtíðarinnar skipti engu máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 9. júlí sl. segist Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri, vona að andstaða Vinstri grænna við allt sem heitir „einka“ verði ekki til að fresta því að nýtt fangelsi rísi. Hér vísar ritstjórinn í þá afstöðu mína, sem ég hef verið beðinn um að gera grein fyrir, meðal annars í þessu blaði, að ég vilji reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði og standa þannig að því að kostnaður verði sem minnstur til framtíðar. Ekki er um það deilt að einkaframkvæmd, sem felur í sér að einkaaðili reisi sérhæft húsnæði og leigi síðan opinberum aðilum, er miklu dýrari en að bjóða út hönnun og smíði fangelsis sem yrði frá fyrsta degi í eigu hins opinbera. Einkaframkvæmdaleiðin var á árum áður ráðandi hjá hinu opinbera vegna þess að það var samkvæmt pólitískri trúarsetningu þess tíma. Ríkið minnkaði skuldir sínar með því að selja eignir en gerði á sama tíma ófrávíkjanlega leigusamninga til ára og áratuga. Breytingin var sú að bókhaldið leit betur út á pappír en kostaði skattgreiðendur margfalt meira. Síðan þekkjum við það að tilraunir til að ná fram hallalausum fjárlögum að forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa valdið því að ekki hefur verið alveg horfið frá þessari leið. Ég hef hins vegar haldið því fram að þegar upp er staðið yrði fjárstreymið úr ríkissjóði með svipuðum hætti með einkavæðingarleiðinni nema mun meira. Byggingaraðilinn myndi, eins og ríkið, þurfa að taka lán en af láninu gæti hann ekki byrjað að borga fyrr en leigugreiðslur bærust frá ríkinu. Vextir þessa aðila yrðu að öllum líkindum hærri en ef ríkið tæki lánið beint og arðsemiskrafa fjárfestisins bættist þar einnig ofan á. Þetta gæti í þessu tilviki verið munur upp á hálfan milljarð. Byggingarhraðinn ætti hins vegar að geta verið sá sami hvor leiðin sem farin yrði. Þetta á að vera málefnaleg umræða og verðskuldar annað en útúrsnúninga og skæting um að forpokuð sjónarmið ráði af minni hálfu. Ég tel þvert á móti að ég tali fyrir kredduleysi og hagkvæmnissjónarmiðum sem verði að ræða sem slík. Eða í hvers umboði talar ritstjóri Fréttablaðsins fyrir því að hagsmunir skattgreiðenda framtíðarinnar skipti engu máli?
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun