Ólafur Kristjáns: Elfar var settur í mjög erfiða stöðu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2011 07:00 Elfar Freyr kom ekki til móts við Blika á mánudag líkt og talað var um að hann ætti að gera. fréttablaðið/hag Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um. „Það var tuska í andlitið en það verður að taka tuskuna þaðan og vinna út frá því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, um stöðuna. Elfar Freyr fór til Grikklands síðasta sunnudag til þess að gangast undir læknisskoðun hjá AEK Aþenu. Hann fékk leyfi til þess með þeim formerkjum að hann kæmi til móts við Breiðablik í Þrándheimi á mánudag. Þangað kom hann aldrei. Ef Elfar spilar með Blikum í kvöld þá verður hann ólöglegur með AEK Aþenu í Evrópukeppninni í vetur. Eftir því sem Ólafur segir var Elfari stillt upp við vegg. Ef hann spilaði með Blikum þá yrði hann ekki keyptur. „Stráknum var stillt þannig upp við vegg að hann kemur ekki til okkar. Það er AEK Aþena sem stillir honum upp við vegg og setur hann í mjög erfiða stöðu. Gríska liðið gekk lengra en því var leyfilegt. Það er ósanngjarnt að skella skuldinni á gríska þjóð yfirhöfuð þar sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Íslendingur,“ sagði Ólafur. Ljóst má vera að Blikar eru ekki par sáttir við sinn gamla leikmann, Arnar Grétarsson, sem er áðurnefndur yfirmaður íþróttamála hjá AEK og því ábyrgur fyrir þessum gjörningi. „Við erum engan veginn sáttir. Elfar er leikmaður Breiðabliks og það er ekki búið að skrifa undir samning við AEK sem gerir málið enn grófara. Þeir voru í raun og veru að ráðskast með leikmenn annars liðs. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Fjarvera Elfars mun eðlilega veikja Blikana mikið en Ólafur mætir samt brattur til leiks. „Við teljum okkur vel geta náð í hagstæð úrslit og það er stefnan. Við munum eðlilega vera varnarsinnaðri en oft áður og stefnan er að loka á sóknarleik norska liðsins,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um. „Það var tuska í andlitið en það verður að taka tuskuna þaðan og vinna út frá því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, um stöðuna. Elfar Freyr fór til Grikklands síðasta sunnudag til þess að gangast undir læknisskoðun hjá AEK Aþenu. Hann fékk leyfi til þess með þeim formerkjum að hann kæmi til móts við Breiðablik í Þrándheimi á mánudag. Þangað kom hann aldrei. Ef Elfar spilar með Blikum í kvöld þá verður hann ólöglegur með AEK Aþenu í Evrópukeppninni í vetur. Eftir því sem Ólafur segir var Elfari stillt upp við vegg. Ef hann spilaði með Blikum þá yrði hann ekki keyptur. „Stráknum var stillt þannig upp við vegg að hann kemur ekki til okkar. Það er AEK Aþena sem stillir honum upp við vegg og setur hann í mjög erfiða stöðu. Gríska liðið gekk lengra en því var leyfilegt. Það er ósanngjarnt að skella skuldinni á gríska þjóð yfirhöfuð þar sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Íslendingur,“ sagði Ólafur. Ljóst má vera að Blikar eru ekki par sáttir við sinn gamla leikmann, Arnar Grétarsson, sem er áðurnefndur yfirmaður íþróttamála hjá AEK og því ábyrgur fyrir þessum gjörningi. „Við erum engan veginn sáttir. Elfar er leikmaður Breiðabliks og það er ekki búið að skrifa undir samning við AEK sem gerir málið enn grófara. Þeir voru í raun og veru að ráðskast með leikmenn annars liðs. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Fjarvera Elfars mun eðlilega veikja Blikana mikið en Ólafur mætir samt brattur til leiks. „Við teljum okkur vel geta náð í hagstæð úrslit og það er stefnan. Við munum eðlilega vera varnarsinnaðri en oft áður og stefnan er að loka á sóknarleik norska liðsins,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira