Einkaneysla hefur aukist undanfarið 15. júlí 2011 04:00 Jón Bjarki Bentsson Kringlan Aukning einkaneyslu bendir til þess að hagvöxtur hafi aukist síðustu mánuði.Fréttablaðið/anton EfnahagsmálMyndarlegur vöxtur virðist hafa orðið á einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi ársins. Greining Íslandsbanka telur að vöxturinn hafi ekki verið jafn hraður frá því fyrir hrun. „Við byggjum þetta mat á þróun kortaveltu. Það hefur sýnt sig að það er býsna sterkt og stöðugt samband á milli raunþróunar kortaveltu og einkaneyslu. Kortaveltan hefur aukist verulega síðustu mánuði og okkur þykir einsýnt að það sé ávísun á verulegan vöxt einkaneyslunnar,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. Seðlabankinn birti nýverið tölur um kreditkortaveltu í júní. Þær leiddu í ljós tæplega 6 prósenta aukningu að raungildi milli ára. Samantekin raunaukning kreditkortaveltu og innlendrar debetkortaveltu þykir gefa góða mynd af þróun einkaneyslu. Sé litið á báðar stærðir fæst sú niðurstaða því að einkaneysla hafi aukist um 5 til 7 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Sé þetta mat Greiningar Íslandsbanka rétt er það hraðasta aukning einkaneyslu frá því á fyrsta ársfjórðungi ársins 2008. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst einkaneysla um 1,5 prósent borið saman við sama tímabil í fyrra. Því benda ofangreindar tölur til þess að vöxtur einkaneyslu á fyrri helmingi ársins hafi verið á bilinu 3 til 4 prósent. Einkaneysla er einn þáttur landsframleiðslu og því vaknar sú spurning hvort sama þróun sé að eiga sér stað með hagvöxt. „Við höfum ekki eins góðar vísbendingar um þróun annarra hluta landsframleiðslunnar. Við teljum okkur þó hafa nasasjón af því hvað er að henda þá. Við til dæmis vitum að innflutningur er að vaxa heldur hraðar en útflutningur sem dregur úr hagvexti. Á hinn bóginn er fjárfesting væntanlega að vaxa. Því bendir flest til þess að hagvöxtur verði töluverður á öðrum ársfjórðungi,“ segir Jón Bjarki og bætir því við að vonandi smiti vaxandi einkaneysla út frá sér í aðra atvinnuvegi. „Hins vegar mætti hagvöxturinn vera í ríkari mæli grundvallaður á auknum útflutningi og fjárfestingu. Það má segja að það sé til lengri tíma litið sjálfbærari vöxtur,“ segir Jón Bjarki að lokum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Kringlan Aukning einkaneyslu bendir til þess að hagvöxtur hafi aukist síðustu mánuði.Fréttablaðið/anton EfnahagsmálMyndarlegur vöxtur virðist hafa orðið á einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi ársins. Greining Íslandsbanka telur að vöxturinn hafi ekki verið jafn hraður frá því fyrir hrun. „Við byggjum þetta mat á þróun kortaveltu. Það hefur sýnt sig að það er býsna sterkt og stöðugt samband á milli raunþróunar kortaveltu og einkaneyslu. Kortaveltan hefur aukist verulega síðustu mánuði og okkur þykir einsýnt að það sé ávísun á verulegan vöxt einkaneyslunnar,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. Seðlabankinn birti nýverið tölur um kreditkortaveltu í júní. Þær leiddu í ljós tæplega 6 prósenta aukningu að raungildi milli ára. Samantekin raunaukning kreditkortaveltu og innlendrar debetkortaveltu þykir gefa góða mynd af þróun einkaneyslu. Sé litið á báðar stærðir fæst sú niðurstaða því að einkaneysla hafi aukist um 5 til 7 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Sé þetta mat Greiningar Íslandsbanka rétt er það hraðasta aukning einkaneyslu frá því á fyrsta ársfjórðungi ársins 2008. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst einkaneysla um 1,5 prósent borið saman við sama tímabil í fyrra. Því benda ofangreindar tölur til þess að vöxtur einkaneyslu á fyrri helmingi ársins hafi verið á bilinu 3 til 4 prósent. Einkaneysla er einn þáttur landsframleiðslu og því vaknar sú spurning hvort sama þróun sé að eiga sér stað með hagvöxt. „Við höfum ekki eins góðar vísbendingar um þróun annarra hluta landsframleiðslunnar. Við teljum okkur þó hafa nasasjón af því hvað er að henda þá. Við til dæmis vitum að innflutningur er að vaxa heldur hraðar en útflutningur sem dregur úr hagvexti. Á hinn bóginn er fjárfesting væntanlega að vaxa. Því bendir flest til þess að hagvöxtur verði töluverður á öðrum ársfjórðungi,“ segir Jón Bjarki og bætir því við að vonandi smiti vaxandi einkaneysla út frá sér í aðra atvinnuvegi. „Hins vegar mætti hagvöxturinn vera í ríkari mæli grundvallaður á auknum útflutningi og fjárfestingu. Það má segja að það sé til lengri tíma litið sjálfbærari vöxtur,“ segir Jón Bjarki að lokum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira