Eldhúsinu breytt í sjónvarpstúdíó fyrir Al Jazeera 15. júlí 2011 13:15 úr stúdíóinu í eldhúsinu Guðný beið pollróleg í stofunni á Suður-Knarrartungu á meðan Siv Friðleifsdóttir útskýrði frumvarp sitt varðandi takmörkun á sölu tóbaks fyrir milljónum áhorfenda á Al Jazeera. „Hér í sveitinni hjálpast allir að. Hvort sem um er að ræða sauðburð eða sjónvarpsútsendingar,“ segir Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, bóndi í Suður-Knarrartungu í Snæfellsbæ. Hún lenti í þeirri merkilegu lífreynslu á dögunum að eldhúsinu hennar var breytt í sjónvarpsstúdíó fyrir alþjóðlegu fréttastofuna Al Jazeera. Ástæðan var viðtal fréttastofunnar við þingkonuna Siv Friðleifsdóttur en hún er stödd í sveitinni í fríi. „Systir Sivjar á heima hérna á næsta bæ og hafði samband við okkur því hún vissi að við værum nýkomin með samskiptaforritið Skype í tölvuna,“ segir Guðný. Al Jazeera fréttastofan hafði haft samband við Siv og vildi fá hana í viðtal vegna frumvarps hennar um að takmarka sölu tóbaks við apótek. Frumvarpið hefur vakið mikla athygli úti í heimi og fengið umfjöllun á hinum ýmsu fréttasíðum. „Við vorum meira en til í að aðstoða Siv og vorum ekki lengi að koma tölvunni fyrir í góðri birtu þar sem besta sambandið er á bænum, í eldhúsinu. Svo sat ég bara inn í stofu og hafði hljótt um mig á meðan Siv var í viðtalinu og bóndinn var úti að slá. Allt saman mjög heimilislegt,“ segir Guðný glöð í bragði. Fréttastofan Al Jazeera er meðal þeirra stærstu í heiminum og með áhorfendahóp í kringum 50 milljónir um allan heim. En hvað finnst Guðnýju um að milljónir áhorfenda hafi séð eldhúsið hennar í beinni útsendingu? „Það er óneitanlega spes tilfinning þegar þetta er sett svona upp og ágætt fyrir ferilskrána. Það er líka sérstakt að hafa Al Jazeera á tengiliðalistanum á Skype núna. Hver veit hvenær við þurfum að hafa samband við fréttastofuna aftur,“ segir Guðný, sem þessa dagana er í miðjum heyskap. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
„Hér í sveitinni hjálpast allir að. Hvort sem um er að ræða sauðburð eða sjónvarpsútsendingar,“ segir Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, bóndi í Suður-Knarrartungu í Snæfellsbæ. Hún lenti í þeirri merkilegu lífreynslu á dögunum að eldhúsinu hennar var breytt í sjónvarpsstúdíó fyrir alþjóðlegu fréttastofuna Al Jazeera. Ástæðan var viðtal fréttastofunnar við þingkonuna Siv Friðleifsdóttur en hún er stödd í sveitinni í fríi. „Systir Sivjar á heima hérna á næsta bæ og hafði samband við okkur því hún vissi að við værum nýkomin með samskiptaforritið Skype í tölvuna,“ segir Guðný. Al Jazeera fréttastofan hafði haft samband við Siv og vildi fá hana í viðtal vegna frumvarps hennar um að takmarka sölu tóbaks við apótek. Frumvarpið hefur vakið mikla athygli úti í heimi og fengið umfjöllun á hinum ýmsu fréttasíðum. „Við vorum meira en til í að aðstoða Siv og vorum ekki lengi að koma tölvunni fyrir í góðri birtu þar sem besta sambandið er á bænum, í eldhúsinu. Svo sat ég bara inn í stofu og hafði hljótt um mig á meðan Siv var í viðtalinu og bóndinn var úti að slá. Allt saman mjög heimilislegt,“ segir Guðný glöð í bragði. Fréttastofan Al Jazeera er meðal þeirra stærstu í heiminum og með áhorfendahóp í kringum 50 milljónir um allan heim. En hvað finnst Guðnýju um að milljónir áhorfenda hafi séð eldhúsið hennar í beinni útsendingu? „Það er óneitanlega spes tilfinning þegar þetta er sett svona upp og ágætt fyrir ferilskrána. Það er líka sérstakt að hafa Al Jazeera á tengiliðalistanum á Skype núna. Hver veit hvenær við þurfum að hafa samband við fréttastofuna aftur,“ segir Guðný, sem þessa dagana er í miðjum heyskap. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira