Veggjöld verða sett á eða olíuverð hækkað 16. júlí 2011 08:30 Bensínverð Hátt bensínverð er komið til að vera standist spár starfshóps sem skilað hefur af sér skýrslu um hækkun olíuverðs. Fréttablaðið/valli Núverandi gjaldtaka af olíu stendur ekki undir vegakerfi landsins. Uppsafnaður halli síðustu ára er 6 milljarðar króna. Í fjármálaráðuneytinu er nú hugað að því hvernig auka megi tekjur af umferð. Allt kemur til greina í þeim efnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins: hærri gjöld, að breyta því hlutfalli bensínverðs sem rennur til ríkissjóðs og vegtollar. Starfshópur um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi olíuverðs skilaði af sér skýrslu í gær. Helsta niðurstaða hópsins er að hátt eldsneytisverð sé langtímavandamál sem verði ekki leyst með skammtímaaðgerðum svo sem tímabundinni lækkun á álögum. Fjármálaráðherra skipaði starfshóp í mars síðastliðnum sem gera átti grein fyrir mögulegum viðbrögðum stjórnvalda við olíuverðshækkunum. Formaður hópsins var Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Auk hans sátu í nefndinni fulltrúar frá iðnaðar-, efnahags- og viðskipta-, innanríkis- og umhverfisráðuneyti. „Það virðist vera sameiginlegt mat flestra að olíuverð komi til með að hækka á næstu árum og áratugum. Því teljum við að þetta háa eldsneytisverð sem við höfum verið að sjá sé ekki tímabundin þróun,“ segir Huginn og bætir við: „Við höfum því talið farsælast að stjórnvöld leiti að langtímalausnum eins og gert hefur verið í olíukreppum á fyrri árum.“ Fyrir mati nefndarinnar á því að olíuverð sé líklegt til að hækka áfram eru færðar helst fjórar röksemdir. Má þar nefna að þær tekjur sem eyrnamerktar eru samgöngumálum og fást með vörugjaldi á olíu séu ekki nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. Í skýrslunni segir einnig að Ísland þurfi líkt og önnur ríki að bregðast við hækkandi eldsneytisverði með því að draga úr vægi jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Settar eru fram tillögur í þá átt og má þar nefna meiri notkun almennissamgangna og strandsiglinga en nú og innleiðingu frekari skattalegra hvata til að fólk leiti fremur í nýja orkugjafa. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kallað eftir lækkun á álögum hins opinbera á olíu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir tillögurnar rýrar. „Þessi skýrsla kemur í raun ekki með margt nýtt í umræðuna. Niðurstöðurnar eru mjög svipaðar því sem fjármálaráðherra ræddi um þegar stofnun starfshópsins var kynnt,“ segir Runólfur og bætir við: „Það er löngu búið að taka ákvörðun um að gera ekkert og þá er miklu hreinna og beinna að segja það frekar en að setja það í umgjörð einhvers starfshóps. Við köllum sem fyrr á aðgerðir til að lækka bensínverð.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Núverandi gjaldtaka af olíu stendur ekki undir vegakerfi landsins. Uppsafnaður halli síðustu ára er 6 milljarðar króna. Í fjármálaráðuneytinu er nú hugað að því hvernig auka megi tekjur af umferð. Allt kemur til greina í þeim efnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins: hærri gjöld, að breyta því hlutfalli bensínverðs sem rennur til ríkissjóðs og vegtollar. Starfshópur um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi olíuverðs skilaði af sér skýrslu í gær. Helsta niðurstaða hópsins er að hátt eldsneytisverð sé langtímavandamál sem verði ekki leyst með skammtímaaðgerðum svo sem tímabundinni lækkun á álögum. Fjármálaráðherra skipaði starfshóp í mars síðastliðnum sem gera átti grein fyrir mögulegum viðbrögðum stjórnvalda við olíuverðshækkunum. Formaður hópsins var Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Auk hans sátu í nefndinni fulltrúar frá iðnaðar-, efnahags- og viðskipta-, innanríkis- og umhverfisráðuneyti. „Það virðist vera sameiginlegt mat flestra að olíuverð komi til með að hækka á næstu árum og áratugum. Því teljum við að þetta háa eldsneytisverð sem við höfum verið að sjá sé ekki tímabundin þróun,“ segir Huginn og bætir við: „Við höfum því talið farsælast að stjórnvöld leiti að langtímalausnum eins og gert hefur verið í olíukreppum á fyrri árum.“ Fyrir mati nefndarinnar á því að olíuverð sé líklegt til að hækka áfram eru færðar helst fjórar röksemdir. Má þar nefna að þær tekjur sem eyrnamerktar eru samgöngumálum og fást með vörugjaldi á olíu séu ekki nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. Í skýrslunni segir einnig að Ísland þurfi líkt og önnur ríki að bregðast við hækkandi eldsneytisverði með því að draga úr vægi jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Settar eru fram tillögur í þá átt og má þar nefna meiri notkun almennissamgangna og strandsiglinga en nú og innleiðingu frekari skattalegra hvata til að fólk leiti fremur í nýja orkugjafa. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kallað eftir lækkun á álögum hins opinbera á olíu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir tillögurnar rýrar. „Þessi skýrsla kemur í raun ekki með margt nýtt í umræðuna. Niðurstöðurnar eru mjög svipaðar því sem fjármálaráðherra ræddi um þegar stofnun starfshópsins var kynnt,“ segir Runólfur og bætir við: „Það er löngu búið að taka ákvörðun um að gera ekkert og þá er miklu hreinna og beinna að segja það frekar en að setja það í umgjörð einhvers starfshóps. Við köllum sem fyrr á aðgerðir til að lækka bensínverð.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira