Katrín og Kristín hetjurnar 23. júlí 2011 06:00 Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR-konum sæti í bikarúrslitaleiknum á lokamínútu leiksins. Mynd/Hag Valur og KR mætast í fjórða sinn í bikarúrslitaleik kvenna eftir sigra í undan-úrslitaleikjum Valitor-bikars kvenna í gærkvöldi. Valur vann 1-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ en KR vann 2-1 sigur á Fylki í Árbænum. KR tryggði sér sæti í úrslitum Valitor-bikars kvenna í gærkvöld með 2-1 sigri á Fylki með marki Katrínar Ásbjörnsdóttur á lokamínútum leiksins. Fylkir þótti sigurstranglegra liðið fyrir leik liðanna en KR-stelpur blésu á það og hófu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 9. mínútu þegar Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg skoraði úr víti sem dæmt var þegar Lidija Stojkanovic fékk boltann klaufalega í höndina í teignum. Stojkanovic kvittaði fyrir vítið þegar hún jafnaði metin eftir hornspyrnu á 26. mínútu en Fylkir réð lögum og lofum á vellinum eftir að KR komst yfir. KR hóf seinni hálfleikinn mun betur en er leið á hálfleikinn náði Fylkir yfirhöndinni án þess að skapa sér afgerandi færi. Þegar allt virtist stefna í framlengingu tryggði Katrín Ásbjörnsdóttir KR sætið í úrslitunum með laglegu skoti eftir skyndisókn. „Það virðist vera bikarstemning hjá okkur í ár og þetta var verðskuldað hjá okkur. Mér fannst við betra liðið í kaflaskiptum leik,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari KR að leiknum loknum. „Ég er með mjög fljóta vörn og gengur vel á móti fljótum framherjum en á í meira basli gegn líkamlega sterkum framherjum,“ sagði Björgvin um góðan varnarleik síns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik. Bláklæddar Valskonur mættu grimmari til leiks í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þær sóttu nokkuð ákaft framan af og sóknin bar árangur á 21. mínútu. Þá gaf Dagný Brynjarsdóttir boltann frá hægri út í teiginn þar sem markahrókurinn Kristín Ýr Bjarnadóttir setti knöttinn í nærhornið. Færi fyrri hálfleiksins voru Valskvenna sem náðu þó ekki að nýta þau og Íslands- og bikarmeistararnir með eins marks forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru leikar mun jafnari. Mosfellingar voru ákveðnari fram á við og gáfu Valskonum minni tíma með boltann. „Við dettum stundum í of flókna hluti í seinni hálfleik eftir að hafa verið betri í fyrri hálfleik. Ofhugsum allt í staðinn fyrir að sparka bara í boltann og hlaupa. Við erum við að hugsa of mikið um að gera allt rétt,“ sagði markaskorarinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Valskonur virtust óviðbúnar mótspyrnunni, misstu góð tök sín á leiknum án þess þó að gefa nema eitt færi á sér. Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni komst þá í gegn en Meagan McCray varði vel í marki Vals. Valskonur voru nær því að bæta við marki í lokin en heimamenn að jafna. Meðal annars átti Björk Gunnarsdóttir hörkuskot í þverslá. Valskonur eru komnar í bikarúrslit en bikarinn er þeirra að verja. „Þetta er skemmtilegasti leikur ársins að mínu mati. við ætluðum þangað allan tímann,“ sagði Kristín Ýr sem skoraði þrennu þegar Valur vann 3-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitunum í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Valur og KR mætast í fjórða sinn í bikarúrslitaleik kvenna eftir sigra í undan-úrslitaleikjum Valitor-bikars kvenna í gærkvöldi. Valur vann 1-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ en KR vann 2-1 sigur á Fylki í Árbænum. KR tryggði sér sæti í úrslitum Valitor-bikars kvenna í gærkvöld með 2-1 sigri á Fylki með marki Katrínar Ásbjörnsdóttur á lokamínútum leiksins. Fylkir þótti sigurstranglegra liðið fyrir leik liðanna en KR-stelpur blésu á það og hófu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 9. mínútu þegar Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg skoraði úr víti sem dæmt var þegar Lidija Stojkanovic fékk boltann klaufalega í höndina í teignum. Stojkanovic kvittaði fyrir vítið þegar hún jafnaði metin eftir hornspyrnu á 26. mínútu en Fylkir réð lögum og lofum á vellinum eftir að KR komst yfir. KR hóf seinni hálfleikinn mun betur en er leið á hálfleikinn náði Fylkir yfirhöndinni án þess að skapa sér afgerandi færi. Þegar allt virtist stefna í framlengingu tryggði Katrín Ásbjörnsdóttir KR sætið í úrslitunum með laglegu skoti eftir skyndisókn. „Það virðist vera bikarstemning hjá okkur í ár og þetta var verðskuldað hjá okkur. Mér fannst við betra liðið í kaflaskiptum leik,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari KR að leiknum loknum. „Ég er með mjög fljóta vörn og gengur vel á móti fljótum framherjum en á í meira basli gegn líkamlega sterkum framherjum,“ sagði Björgvin um góðan varnarleik síns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik. Bláklæddar Valskonur mættu grimmari til leiks í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þær sóttu nokkuð ákaft framan af og sóknin bar árangur á 21. mínútu. Þá gaf Dagný Brynjarsdóttir boltann frá hægri út í teiginn þar sem markahrókurinn Kristín Ýr Bjarnadóttir setti knöttinn í nærhornið. Færi fyrri hálfleiksins voru Valskvenna sem náðu þó ekki að nýta þau og Íslands- og bikarmeistararnir með eins marks forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru leikar mun jafnari. Mosfellingar voru ákveðnari fram á við og gáfu Valskonum minni tíma með boltann. „Við dettum stundum í of flókna hluti í seinni hálfleik eftir að hafa verið betri í fyrri hálfleik. Ofhugsum allt í staðinn fyrir að sparka bara í boltann og hlaupa. Við erum við að hugsa of mikið um að gera allt rétt,“ sagði markaskorarinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Valskonur virtust óviðbúnar mótspyrnunni, misstu góð tök sín á leiknum án þess þó að gefa nema eitt færi á sér. Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni komst þá í gegn en Meagan McCray varði vel í marki Vals. Valskonur voru nær því að bæta við marki í lokin en heimamenn að jafna. Meðal annars átti Björk Gunnarsdóttir hörkuskot í þverslá. Valskonur eru komnar í bikarúrslit en bikarinn er þeirra að verja. „Þetta er skemmtilegasti leikur ársins að mínu mati. við ætluðum þangað allan tímann,“ sagði Kristín Ýr sem skoraði þrennu þegar Valur vann 3-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitunum í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira