Við lýsum eftir stuðningi Þorvaldur Gylfason skrifar 28. júlí 2011 10:00 Stjórnlagaráð samþykkti í gær einum rómi frumvarp til nýrrar stjórnarskrár og mun á morgun afhenda það forseta Alþingis. Stjórnlagaráð gerir þingi og þjóð tilboð um stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara þjóðfélagi, um nýja stjórnarskrá gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu í samræmi við niðurstöður þjóðfundar 2010. Frumvarpið felur í sér ýmis merk nýmæli og fyrirheit um gagngerar breytingar á stjórnskipan landsins, sumar í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnlagaráð leggur til, að Alþingi leyfi þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Meðal merkustu nýmæla frumvarpsins eru þessi. Jafnt vægi atkvæða„Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. ... Kjósandi velur með persónukjöri frambjóðendur af listum í sínu kjördæmi eða af landslistum, eða hvort tveggja. Honum er og heimilt að merkja í stað þess við einn kjördæmislista eða einn landslista, og hefur hann þá valið alla frambjóðendur listans jafnt." Í þessum orðum felst, að kjósendum er frjálst að kjósa hvort heldur með gamla laginu eða velja frambjóðendur þvert á lista. Allir geta kosið Ómar Ragnarsson hvar í flokki sem þeir standa. Einnig segir: „Heimilt er að mæla fyrir um í lögum að valið sé einskorðað við kjördæmislista eða landslista sömu samtaka." Í þessu felst, að Alþingi er heimilt að skerða rétt kjósenda til að kjósa þvert á lista. Auðlindir í þjóðareign„Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. ... Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu, og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum." Með fullu gjaldi er átt við fullt markaðsverð fyrir nýtingarréttinn. Náttúruvernd„Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. ... Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. ... Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila." Í þessu felst, að venjulegt fólk getur leitað réttar síns vegna umhverfisspjalla. Upplýsingaréttur„Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að öllum gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af." Leyndinni þarf að linna. Óspilltar embættaveitingar„Með lögum skal koma á skipan sem tryggir að hæfni og málefnaleg sjónarmið ráði við skipun manna í embætti. Þegar ráðherra skipar í embætti dómara og ríkissaksóknara skal skipun borin undir forseta Íslands til staðfestingar. Synji forseti skipun staðfestingar þarf Alþingi að samþykkja skipunina með 2/3 atkvæða til að hún taki gildi. Ráðherra skipar í önnur æðstu embætti, eins og þau eru skilgreind í lögum, að fenginni tillögu sjálfstæðrar nefndar. Velji ráðherra ekki í slíkt embætti einn þeirra sem nefndin telur hæfasta er skipun háð samþykki Alþingis með 2/3 atkvæða. Forseti Íslands skipar formann nefndarinnar." Þetta þýðir, að ráðherrar geta ekki lengur upp á sitt eindæmi skipað óhæft fólk í æðstu embætti. Þetta ákvæði vísar á skarpari valdmörk og mótvægi, gagnkvæmt aðhald og eftirlit. Við lýsum eftir rökræðumNær öll 114 ákvæði frumvarpsins voru samþykkt án mótatkvæða í ráðinu. Frumvarpið í heild var samþykkt við nafnakall með öllum greiddum atkvæðum, 25 alls. Við höfum ráðfært okkur við fjölda fólks innan lands og utan, bæði sérfræðinga og aðra, sem hafa sent okkur gagnlegar ábendingar og erindi. Öllu þessu fólki þökkum við af heilum hug. Við lýsum eftir rökræðum um þetta framsækna frumvarp og stuðningi fólksins í landinu við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Stjórnlagaráð samþykkti í gær einum rómi frumvarp til nýrrar stjórnarskrár og mun á morgun afhenda það forseta Alþingis. Stjórnlagaráð gerir þingi og þjóð tilboð um stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara þjóðfélagi, um nýja stjórnarskrá gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu í samræmi við niðurstöður þjóðfundar 2010. Frumvarpið felur í sér ýmis merk nýmæli og fyrirheit um gagngerar breytingar á stjórnskipan landsins, sumar í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnlagaráð leggur til, að Alþingi leyfi þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Meðal merkustu nýmæla frumvarpsins eru þessi. Jafnt vægi atkvæða„Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. ... Kjósandi velur með persónukjöri frambjóðendur af listum í sínu kjördæmi eða af landslistum, eða hvort tveggja. Honum er og heimilt að merkja í stað þess við einn kjördæmislista eða einn landslista, og hefur hann þá valið alla frambjóðendur listans jafnt." Í þessum orðum felst, að kjósendum er frjálst að kjósa hvort heldur með gamla laginu eða velja frambjóðendur þvert á lista. Allir geta kosið Ómar Ragnarsson hvar í flokki sem þeir standa. Einnig segir: „Heimilt er að mæla fyrir um í lögum að valið sé einskorðað við kjördæmislista eða landslista sömu samtaka." Í þessu felst, að Alþingi er heimilt að skerða rétt kjósenda til að kjósa þvert á lista. Auðlindir í þjóðareign„Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. ... Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu, og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum." Með fullu gjaldi er átt við fullt markaðsverð fyrir nýtingarréttinn. Náttúruvernd„Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. ... Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. ... Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila." Í þessu felst, að venjulegt fólk getur leitað réttar síns vegna umhverfisspjalla. Upplýsingaréttur„Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að öllum gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af." Leyndinni þarf að linna. Óspilltar embættaveitingar„Með lögum skal koma á skipan sem tryggir að hæfni og málefnaleg sjónarmið ráði við skipun manna í embætti. Þegar ráðherra skipar í embætti dómara og ríkissaksóknara skal skipun borin undir forseta Íslands til staðfestingar. Synji forseti skipun staðfestingar þarf Alþingi að samþykkja skipunina með 2/3 atkvæða til að hún taki gildi. Ráðherra skipar í önnur æðstu embætti, eins og þau eru skilgreind í lögum, að fenginni tillögu sjálfstæðrar nefndar. Velji ráðherra ekki í slíkt embætti einn þeirra sem nefndin telur hæfasta er skipun háð samþykki Alþingis með 2/3 atkvæða. Forseti Íslands skipar formann nefndarinnar." Þetta þýðir, að ráðherrar geta ekki lengur upp á sitt eindæmi skipað óhæft fólk í æðstu embætti. Þetta ákvæði vísar á skarpari valdmörk og mótvægi, gagnkvæmt aðhald og eftirlit. Við lýsum eftir rökræðumNær öll 114 ákvæði frumvarpsins voru samþykkt án mótatkvæða í ráðinu. Frumvarpið í heild var samþykkt við nafnakall með öllum greiddum atkvæðum, 25 alls. Við höfum ráðfært okkur við fjölda fólks innan lands og utan, bæði sérfræðinga og aðra, sem hafa sent okkur gagnlegar ábendingar og erindi. Öllu þessu fólki þökkum við af heilum hug. Við lýsum eftir rökræðum um þetta framsækna frumvarp og stuðningi fólksins í landinu við það.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun