Rosalega góður félagsskapur í SÍMEY 9. ágúst 2011 12:23 Ágústína Söebech Ég var síðast í námi í öldungadeild Gaggans fyrir 25 árum þannig að það var mikið átak fyrir mig að stökkva aftur af stað." segir Ágústína Söebech, sem unnið hefur í Frístund í Síðuskóla í rúm tíu ár. „Við erum þrjár þaðan í skólaliðabrúnni hjá SÍMEY og auk þess sem þar er einn skólaliði úr Síðuskóla. Við sáum námið auglýst og stöppuðum stálinu hver í aðra." Hún segist hafa farið af stað með hálfum huga og oftar en einu sinni verið við að gefast upp. „En Valgeir og Betty hjá SÍMEY hvöttu mig til dáða og studdu mig á alla lund og ég get ekki hugsað mér að hætta úr þessu! Þetta er rosalega góður félagsskapur og hér eru allir svo jákvæðir," segir Ágústína. Alltaf gaman að koma í SÍMEY „Ég átti í dálitlum lesvandræðum í grunnskóla og var lengi búinn að hugsa um að gera eitthvað í málinu. En það tók mig sem sagt 30 ár að hafa mig af stað og ég sé ekki eftir því," segir G. Einar Svanbergsson. „Ég fór í lesblinduleiðréttingu hjá Lamba, síðan í Skref til sjálfshjálpar hjá SÍMEY og er núna í Námi og þjálfun í bóklegum greinum. Ég er líka búinn að fara í raunfærnimat hjá SÍMEY í stálsmíði. Það er alltaf gaman að koma í SÍMEY því maður finnur að maður er velkominn. Valgeir og Betty og annað starfsfólk vill allt fyrir mann gera og hefur veitt mér frábæran stuðning og hvatningu."Frábær andi í Háskólabrúnni „Ég útskrifast úr Háskólabrú í vor og það aldrei að vita nema maður skelli sér í háskólanám innan tíðar. Námið í SÍMEY er frábær kostur fyrir fólk eins og mig sem hættir námi ungt en vill taka upp þráðinn aftur," Ásta Heiðrún Stefánsdóttir. „Vinkona mín var í Grunnmenntaskólanum og mælti eindregið með honum. Það kveikti í mér og ég skellti mér þangað, síðan í Menntastoðir og svo í Háskólabrúna. Það er vissulega krefjandi að taka þetta allt á svona stuttum tíma en á móti kemur að starfsfólkið er til þjónustu reiðubúið, andinn innan dyra er frábær og félagsskapurinn ekki síðri. Ég mæli hiklaust með SÍMEY." Sérblöð Tengdar fréttir SÍMEY - skref til framtíðar Á Eyjafjarðarsvæðinu er fjöldi námskeiða í boði, bæði styttri og eins lengri námskeið sem veita starfsréttindi eða rétt til náms á hærri skólastigum. 9. ágúst 2011 12:23 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Ég var síðast í námi í öldungadeild Gaggans fyrir 25 árum þannig að það var mikið átak fyrir mig að stökkva aftur af stað." segir Ágústína Söebech, sem unnið hefur í Frístund í Síðuskóla í rúm tíu ár. „Við erum þrjár þaðan í skólaliðabrúnni hjá SÍMEY og auk þess sem þar er einn skólaliði úr Síðuskóla. Við sáum námið auglýst og stöppuðum stálinu hver í aðra." Hún segist hafa farið af stað með hálfum huga og oftar en einu sinni verið við að gefast upp. „En Valgeir og Betty hjá SÍMEY hvöttu mig til dáða og studdu mig á alla lund og ég get ekki hugsað mér að hætta úr þessu! Þetta er rosalega góður félagsskapur og hér eru allir svo jákvæðir," segir Ágústína. Alltaf gaman að koma í SÍMEY „Ég átti í dálitlum lesvandræðum í grunnskóla og var lengi búinn að hugsa um að gera eitthvað í málinu. En það tók mig sem sagt 30 ár að hafa mig af stað og ég sé ekki eftir því," segir G. Einar Svanbergsson. „Ég fór í lesblinduleiðréttingu hjá Lamba, síðan í Skref til sjálfshjálpar hjá SÍMEY og er núna í Námi og þjálfun í bóklegum greinum. Ég er líka búinn að fara í raunfærnimat hjá SÍMEY í stálsmíði. Það er alltaf gaman að koma í SÍMEY því maður finnur að maður er velkominn. Valgeir og Betty og annað starfsfólk vill allt fyrir mann gera og hefur veitt mér frábæran stuðning og hvatningu."Frábær andi í Háskólabrúnni „Ég útskrifast úr Háskólabrú í vor og það aldrei að vita nema maður skelli sér í háskólanám innan tíðar. Námið í SÍMEY er frábær kostur fyrir fólk eins og mig sem hættir námi ungt en vill taka upp þráðinn aftur," Ásta Heiðrún Stefánsdóttir. „Vinkona mín var í Grunnmenntaskólanum og mælti eindregið með honum. Það kveikti í mér og ég skellti mér þangað, síðan í Menntastoðir og svo í Háskólabrúna. Það er vissulega krefjandi að taka þetta allt á svona stuttum tíma en á móti kemur að starfsfólkið er til þjónustu reiðubúið, andinn innan dyra er frábær og félagsskapurinn ekki síðri. Ég mæli hiklaust með SÍMEY."
Sérblöð Tengdar fréttir SÍMEY - skref til framtíðar Á Eyjafjarðarsvæðinu er fjöldi námskeiða í boði, bæði styttri og eins lengri námskeið sem veita starfsréttindi eða rétt til náms á hærri skólastigum. 9. ágúst 2011 12:23 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
SÍMEY - skref til framtíðar Á Eyjafjarðarsvæðinu er fjöldi námskeiða í boði, bæði styttri og eins lengri námskeið sem veita starfsréttindi eða rétt til náms á hærri skólastigum. 9. ágúst 2011 12:23