Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. nóvember 2025 14:02 Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. vísir/egill Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær breytingar á reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda. Hefur hámarkið við kaup á fyrstu eign verið hækkað úr 85 prósentum í 90 prósent en hámark hlutfallsins fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósentum. Þetta sé gert til að bregðast við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða sem hafi skapað nokkra óvissu á íbúðalánamarkaði. Staða kaupenda með lægri tekjur virðist hafa versnað. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að þessi breyting komi ekki til með að hafa áhrif á fjölda fólks þar sem reglur um greiðslumat haldast þær sömu. „Viss hópur kemst jafn síður inn á markað nú sem áður. Hins vegar gæti þetta liðkað til fyrir sölu þar sem er afskaplega lítið framboð af minni eignum og hugsanlega gætu nýir kaupendur bæst við hópinn sem hafa núna efni á því að kaupa þessar aðeins stærri eignir sem að eru nú í boði og þannig komist inn á markað.“ Már bendir á að mikið framboð sé af dýrari millistórum og stærri íbúðum á fasteignamarkaði. Hann segir þó óvíst hvaða áhrif kaup með veðsetningarhlutfalli upp á 90 prósent muni hafa á lánakjör sem bankarnir bjóða upp á. „Þetta þýðir það auðvitað að í staðinn fyrir að þú eigir 15 prósent af eigninni þá áttu aðeins tíu prósent. Hugsanlega verða slík viðbótarlán, ef svo má að orði komast, aðeins dýrari og með hærra vaxtastigi. En hugsanlega gæti þetta liðkað til fyrir kaupum og minnkað þennan stappa af óseldum íbúðum.“ Hann segir þetta þó alls ekki leysa grunnvandann og ljóst að það vanti fleiri minni og ódýrari íbúðir. Um jákvætt skref sé þó að ræða. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum hver raunveruleg áhrif eru. Ég var að tala við Pál Pálsson fasteignasala og hans ágiskun var að þúsund til fimmtán hundruð manneskjur munu bætast inn á fasteignamarkað.“ Vaxtamálið Lánamál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær breytingar á reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda. Hefur hámarkið við kaup á fyrstu eign verið hækkað úr 85 prósentum í 90 prósent en hámark hlutfallsins fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósentum. Þetta sé gert til að bregðast við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða sem hafi skapað nokkra óvissu á íbúðalánamarkaði. Staða kaupenda með lægri tekjur virðist hafa versnað. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að þessi breyting komi ekki til með að hafa áhrif á fjölda fólks þar sem reglur um greiðslumat haldast þær sömu. „Viss hópur kemst jafn síður inn á markað nú sem áður. Hins vegar gæti þetta liðkað til fyrir sölu þar sem er afskaplega lítið framboð af minni eignum og hugsanlega gætu nýir kaupendur bæst við hópinn sem hafa núna efni á því að kaupa þessar aðeins stærri eignir sem að eru nú í boði og þannig komist inn á markað.“ Már bendir á að mikið framboð sé af dýrari millistórum og stærri íbúðum á fasteignamarkaði. Hann segir þó óvíst hvaða áhrif kaup með veðsetningarhlutfalli upp á 90 prósent muni hafa á lánakjör sem bankarnir bjóða upp á. „Þetta þýðir það auðvitað að í staðinn fyrir að þú eigir 15 prósent af eigninni þá áttu aðeins tíu prósent. Hugsanlega verða slík viðbótarlán, ef svo má að orði komast, aðeins dýrari og með hærra vaxtastigi. En hugsanlega gæti þetta liðkað til fyrir kaupum og minnkað þennan stappa af óseldum íbúðum.“ Hann segir þetta þó alls ekki leysa grunnvandann og ljóst að það vanti fleiri minni og ódýrari íbúðir. Um jákvætt skref sé þó að ræða. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum hver raunveruleg áhrif eru. Ég var að tala við Pál Pálsson fasteignasala og hans ágiskun var að þúsund til fimmtán hundruð manneskjur munu bætast inn á fasteignamarkað.“
Vaxtamálið Lánamál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira