Tímarammi þyrlukaupa skýrist brátt 20. ágúst 2011 05:00 Ögmundur Jónasson Þyrluleysi Alvarlegt ástand Innanríkisráðherra segir að lágmark sé að tvær björgunarþyrlur séu til taks. Þyrlukaup standa til en nákvæmari tímarammi skýrist mögulega á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Á myndinni má sjá flugflota Gæslunnar á flugi yfir Reykjavík. FRéttablaðið/Vilhelm Tímasetning á kaupum nýrrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna gæti skýrst á fundi ríkisstjórnar í næstu viku. Þetta segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið, en þyrlukostur gæslunnar komst í sviðsljósið í fyrradag þegar hvorug þyrlan var til taks þegar á þurfti að halda. TF-GNÁ er sem stendur í reglubundinni skoðun erlendis og er ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en eftir þrjár vikur. Óvænt bilun í TF-LÍF varð síðan til þess að hún var ekki flughæf. Beðið var eftir varahlut til að koma henni í gagnið aftur og lauk viðgerð samkvæmt áætlun í gær. Gæslan kallaði þess í stað til þyrlu frá Norðurflugi til að sækja mann sem hafði fótbrotnað í helli í Kverkfjöllum. Ögmundur segir grundvallarregluna að tvær björgunarþyrlur hið minnsta séu ávallt til taks en ástandið síðustu daga heyri til algerra undantekninga. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt, því að við viljum hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir hann og bætir við að helst eigi þrjár þyrlur að vera til staðar. Enda standi til að fjölga í þyrlukosti gæslunnar og gætu farið að berast tíðindi af þeim málum fljótlega. „Við höfum verið í kaupferli með Norðmönnum að leita að nýrri þyrlu og sú vinna stendur enn yfir. Við höfum enn ekki staðfest dagsetningar í því efni, en það verður tekið til umfjöllunar í ríkisstjórn í næstu viku.“ Ögmundur bætir því við að stóra málið sé nú að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Reglubundið viðhald er hluti af því að tryggja öryggi að hans sögn, enda eigi þyrlurnar síður að bila ef þeim er vel við haldið. Áætlað er að LÍF fari utan í byrjun næsta árs til stærri viðhaldsskoðunar, en sú aðgerð mun taka um fjóra mánuði. GNÁ mun hins vegar ekki verða ein eftir á vaktinni að sögn Ögmundar. „Þyrlan mun ekki fara út nema önnur þyrla komi í hennar stað.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Þyrluleysi Alvarlegt ástand Innanríkisráðherra segir að lágmark sé að tvær björgunarþyrlur séu til taks. Þyrlukaup standa til en nákvæmari tímarammi skýrist mögulega á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Á myndinni má sjá flugflota Gæslunnar á flugi yfir Reykjavík. FRéttablaðið/Vilhelm Tímasetning á kaupum nýrrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna gæti skýrst á fundi ríkisstjórnar í næstu viku. Þetta segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið, en þyrlukostur gæslunnar komst í sviðsljósið í fyrradag þegar hvorug þyrlan var til taks þegar á þurfti að halda. TF-GNÁ er sem stendur í reglubundinni skoðun erlendis og er ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en eftir þrjár vikur. Óvænt bilun í TF-LÍF varð síðan til þess að hún var ekki flughæf. Beðið var eftir varahlut til að koma henni í gagnið aftur og lauk viðgerð samkvæmt áætlun í gær. Gæslan kallaði þess í stað til þyrlu frá Norðurflugi til að sækja mann sem hafði fótbrotnað í helli í Kverkfjöllum. Ögmundur segir grundvallarregluna að tvær björgunarþyrlur hið minnsta séu ávallt til taks en ástandið síðustu daga heyri til algerra undantekninga. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt, því að við viljum hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir hann og bætir við að helst eigi þrjár þyrlur að vera til staðar. Enda standi til að fjölga í þyrlukosti gæslunnar og gætu farið að berast tíðindi af þeim málum fljótlega. „Við höfum verið í kaupferli með Norðmönnum að leita að nýrri þyrlu og sú vinna stendur enn yfir. Við höfum enn ekki staðfest dagsetningar í því efni, en það verður tekið til umfjöllunar í ríkisstjórn í næstu viku.“ Ögmundur bætir því við að stóra málið sé nú að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Reglubundið viðhald er hluti af því að tryggja öryggi að hans sögn, enda eigi þyrlurnar síður að bila ef þeim er vel við haldið. Áætlað er að LÍF fari utan í byrjun næsta árs til stærri viðhaldsskoðunar, en sú aðgerð mun taka um fjóra mánuði. GNÁ mun hins vegar ekki verða ein eftir á vaktinni að sögn Ögmundar. „Þyrlan mun ekki fara út nema önnur þyrla komi í hennar stað.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira