Milljarðarnir að verða sjö 20. ágúst 2011 00:00 Indverjum fjölgar hraðast Um miðja þessa öld má reikna með því að Indverjar verði orðnir fleiri en Kínverjar.nordicphotos/AFP Mannkyninu hefur fjölgað hratt síðustu áratugina. Síðar á þessu ári er reiknað með því að við verðum sjö milljarðar alls, samkvæmt nýrri spá franskra fræðimanna sem nota tölur frá Sameinuðu þjóðunum. Örlítið er byrjað að hægja á fjölgun mannkynsins, því tólf ár eru liðin frá því við vorum sex milljarðar talsins en reiknað er með að fjórtán ár líði þangað til áttundi milljarðurinn næst. Um miðja þessa öld má síðan reikna með að við verðum orðin níu milljarðar eða ríflega það. Búist er við að mannfjölgunin haldi síðan áfram allt þar til við náum tíu milljarða markinu undir lok aldarinnar. Ríflega helmingur mannkyns býr í sjö fjölmennustu ríkjum jarðar. Fjölmennastir eru Kínverjar, sem eru 1,33 milljarðar, en næst koma Indverjar sem eru 1,17 milljarðar. Innan fárra áratuga munu Indverjar reyndar verða orðnir fleiri en Kínverjar. Þriðja fjölmennasta landið er Bandaríkin með 307 milljónir, en þar á eftir koma Indónesar, sem eru 243 milljónir, Brasilíumenn, sem eru 191 milljón, Pakistanar, sem eru 181 milljón og Nígeríubúar, sem eru 162 milljónir talsins. Hraðast fjölgar fólki í Afríkuríkjum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, en einnig í sumum héruðum Afganistans, norðanverðu Indlandi og hluta Arabíuskagans. Þetta eru einmitt þau svæði jarðar þar sem fátæktin er mest og fólk á erfiðast uppdráttar. Hér á Vesturlöndum og annars staðar, þar sem velmegun ríkir að mestu, mun mannfjöldinn að mestu standa í stað. Á þessum svæðum verður fólk hins vegar æ eldra þannig að hlutfall yngra fólks mun lækka. Mannkyninu hefur reyndar fjölgað stöðugt frá árinu 1800 þegar við vorum „ekki nema“ einn milljarður. Tveggja milljarða markið náðist árið 1925 en næstu áratugina þar á eftir tók fjölgunin kipp og árið 1970 var mannfjöldinn orðinn fimm milljarðar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Mannkyninu hefur fjölgað hratt síðustu áratugina. Síðar á þessu ári er reiknað með því að við verðum sjö milljarðar alls, samkvæmt nýrri spá franskra fræðimanna sem nota tölur frá Sameinuðu þjóðunum. Örlítið er byrjað að hægja á fjölgun mannkynsins, því tólf ár eru liðin frá því við vorum sex milljarðar talsins en reiknað er með að fjórtán ár líði þangað til áttundi milljarðurinn næst. Um miðja þessa öld má síðan reikna með að við verðum orðin níu milljarðar eða ríflega það. Búist er við að mannfjölgunin haldi síðan áfram allt þar til við náum tíu milljarða markinu undir lok aldarinnar. Ríflega helmingur mannkyns býr í sjö fjölmennustu ríkjum jarðar. Fjölmennastir eru Kínverjar, sem eru 1,33 milljarðar, en næst koma Indverjar sem eru 1,17 milljarðar. Innan fárra áratuga munu Indverjar reyndar verða orðnir fleiri en Kínverjar. Þriðja fjölmennasta landið er Bandaríkin með 307 milljónir, en þar á eftir koma Indónesar, sem eru 243 milljónir, Brasilíumenn, sem eru 191 milljón, Pakistanar, sem eru 181 milljón og Nígeríubúar, sem eru 162 milljónir talsins. Hraðast fjölgar fólki í Afríkuríkjum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, en einnig í sumum héruðum Afganistans, norðanverðu Indlandi og hluta Arabíuskagans. Þetta eru einmitt þau svæði jarðar þar sem fátæktin er mest og fólk á erfiðast uppdráttar. Hér á Vesturlöndum og annars staðar, þar sem velmegun ríkir að mestu, mun mannfjöldinn að mestu standa í stað. Á þessum svæðum verður fólk hins vegar æ eldra þannig að hlutfall yngra fólks mun lækka. Mannkyninu hefur reyndar fjölgað stöðugt frá árinu 1800 þegar við vorum „ekki nema“ einn milljarður. Tveggja milljarða markið náðist árið 1925 en næstu áratugina þar á eftir tók fjölgunin kipp og árið 1970 var mannfjöldinn orðinn fimm milljarðar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira