Höfuðstöðvarnar á valdi uppreisnarliðs 24. ágúst 2011 00:00 Í höfuðstöðvum Gaddafís Uppreisnarmenn fagna í höfuðstöðvum Gaddafís og gera lítið úr helstu valdatáknum leiðtogans fallna.nordicphotos/AFP Uppreisnarmenn í Líbíu náðu höfuðstöðvum Múammars Gaddafí í Trípolí á sitt vald í gær eftir harða skotbardaga við stuðningsmenn Gaddafís klukkustundum saman. Höfuðstöðvarnar eru nokkur hús, herskálar og tjöld inni á rammgirtri lóð. Þar eru bæði skrifstofur Gaddafís og vistarverur hans og fjölskyldu hans. Hann sjálfur sást hvergi og var ekki vitað hvar hann væri niðurkominn. Kirsan Iljumisjov, hinn rússneski forseti Alþjóðaskáksambandsins, sagðist þó hafa rætt við Gaddafí í síma í gær, en þeir munu vera góðir kunningjar. „Við erum að leita að Gaddafí. Við verðum að finna hann núna,“ segir Sohaib Nefati, 29 ára gamall liðsmaður uppreisnarsveitanna, sem sat með riffil sinn upp við vegg innan höfuðstöðvanna. Annar klifraði upp á fræga gyllta styttu af krepptum hnefa sem kremur líkan af bandarískri herþotu. Þar skaut hann upp í loftið við mikinn fögnuð félaga sinna. Undanfarna mánuði hafa hersveitir NATO gert allmargar loftárásir á höfuðstöðvarnar, þannig að þær voru að stórum hluta í rústum þegar uppreisnarmennirnir réðust inn. Uppreisnarmenn sögðust einnig vera með full yfirráð yfir byggingu ríkissjónvarpsins í Trípolí. Þeir sögðu flugvöllinn í borginni einnig vera á þeirra valdi. Stjórnarherinn og aðrir stuðningsmenn Gaddafís höfðu þó enn suma hluta borgarinnar á sínu valdi og erlendir fréttamenn sögðust einnig sjá að þeir væru með nokkra staði innan höfuðstöðva Gaddafís á sínu valdi. Bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Bengasí, austan til í Líbíu, hefur sagst ætla að leggja áherslu á að ná sáttum meðal landsmanna. Þeir ætla sér að stjórna í skamman tíma meðan verið er að semja nýja stjórnarskrá og efna til kosninga. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Uppreisnarmenn í Líbíu náðu höfuðstöðvum Múammars Gaddafí í Trípolí á sitt vald í gær eftir harða skotbardaga við stuðningsmenn Gaddafís klukkustundum saman. Höfuðstöðvarnar eru nokkur hús, herskálar og tjöld inni á rammgirtri lóð. Þar eru bæði skrifstofur Gaddafís og vistarverur hans og fjölskyldu hans. Hann sjálfur sást hvergi og var ekki vitað hvar hann væri niðurkominn. Kirsan Iljumisjov, hinn rússneski forseti Alþjóðaskáksambandsins, sagðist þó hafa rætt við Gaddafí í síma í gær, en þeir munu vera góðir kunningjar. „Við erum að leita að Gaddafí. Við verðum að finna hann núna,“ segir Sohaib Nefati, 29 ára gamall liðsmaður uppreisnarsveitanna, sem sat með riffil sinn upp við vegg innan höfuðstöðvanna. Annar klifraði upp á fræga gyllta styttu af krepptum hnefa sem kremur líkan af bandarískri herþotu. Þar skaut hann upp í loftið við mikinn fögnuð félaga sinna. Undanfarna mánuði hafa hersveitir NATO gert allmargar loftárásir á höfuðstöðvarnar, þannig að þær voru að stórum hluta í rústum þegar uppreisnarmennirnir réðust inn. Uppreisnarmenn sögðust einnig vera með full yfirráð yfir byggingu ríkissjónvarpsins í Trípolí. Þeir sögðu flugvöllinn í borginni einnig vera á þeirra valdi. Stjórnarherinn og aðrir stuðningsmenn Gaddafís höfðu þó enn suma hluta borgarinnar á sínu valdi og erlendir fréttamenn sögðust einnig sjá að þeir væru með nokkra staði innan höfuðstöðva Gaddafís á sínu valdi. Bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Bengasí, austan til í Líbíu, hefur sagst ætla að leggja áherslu á að ná sáttum meðal landsmanna. Þeir ætla sér að stjórna í skamman tíma meðan verið er að semja nýja stjórnarskrá og efna til kosninga. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira