Katrín Hall í dómarasætið 25. ágúst 2011 17:00 Nýr dansþáttur á RúV Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti í Ríkissjónvarpinu í vetur.fréttablaðið/GVA Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti sem hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í vetur. Katrín er viss um að þátturinn verði mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, sem verður aðaldómari í nýjum dansþætti Ríkissjónvarpsins í vetur. Aðdragandi og undirbúningur að aðkomu Katrínar í þættinum hefur verið töluverður síðan í sumar. „Ég tók strax mjög vel í þetta enda tel ég að þáttur á borð við þennan sé mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er,“ segir Katrín og bætir við að hún fari í þetta verkefni af miklum metnaði. Dansþátturinn verður á dagskrá RÚV í vetur og verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir við stjórnvölinn. Enn er verið að leita að fleirum til að liðsinna Katrínu í dómarasætinu. Bæði áhorfendur og dómnefnd hafa svo lokaáhrif á úrslit þáttarins. Katrín leggur áherslu á að verið sé að leita að hæfileikaríkasta og efnilegasta dansara eða dönsurum, yfir 16 ára aldri, á Íslandi í dag en vill ekki líkja þættinum við ameríska raunveruleikaþáttinn So You Think You Can Dance. „Þátturinn er ekki eins uppbyggður, en bæði einstaklingar, pör og danshópar mega skrá sig og eiga þau sjálf að semja metnaðarfull atriði,“ segir Katrín og bætir við að það séu svo margir dansstílar í gangi á Íslandi. Hún á því von á fjörugum þætti sem gefur innsýn inn í heim dansara hvort sem það sé í samkvæmisdansi, listdansi, breikdansi eða hipphoppi. „Ég hef trú á að þetta verði vítamínsprauta fyrir dansinn og hvatning fyrir dansara að koma sér og sinni list á framfæri,“ segir Katrín, sem er mikill fengur fyrir þáttinn en hún hefur heilmikla reynslu og meðal annars samið dans fyrir söngkonuna Shakiru og atriði fyrir bresku útgáfuna af So You Think You Can Dance. „Já, það er ýmislegt sem hefur rekið á fjörur manns gegnum tíðina og maður nýtir sér þá reynslu í þessu verkefni.“ Katrín hefur ekki í hyggju að vera mjög óvæginn dómari. „Ég verð með uppbyggilega gagnrýni að leiðarljósi og dansarar eru vanir að taka henni og nýta sér á réttan máta. Við leitum að svo mörgum samspilandi þáttum í fari hvers og eins þátttakanda.“ Prufur fyrir þáttinn fara af stað í október en nánari dagsetningar verða auglýstar síðar. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti sem hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í vetur. Katrín er viss um að þátturinn verði mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, sem verður aðaldómari í nýjum dansþætti Ríkissjónvarpsins í vetur. Aðdragandi og undirbúningur að aðkomu Katrínar í þættinum hefur verið töluverður síðan í sumar. „Ég tók strax mjög vel í þetta enda tel ég að þáttur á borð við þennan sé mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er,“ segir Katrín og bætir við að hún fari í þetta verkefni af miklum metnaði. Dansþátturinn verður á dagskrá RÚV í vetur og verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir við stjórnvölinn. Enn er verið að leita að fleirum til að liðsinna Katrínu í dómarasætinu. Bæði áhorfendur og dómnefnd hafa svo lokaáhrif á úrslit þáttarins. Katrín leggur áherslu á að verið sé að leita að hæfileikaríkasta og efnilegasta dansara eða dönsurum, yfir 16 ára aldri, á Íslandi í dag en vill ekki líkja þættinum við ameríska raunveruleikaþáttinn So You Think You Can Dance. „Þátturinn er ekki eins uppbyggður, en bæði einstaklingar, pör og danshópar mega skrá sig og eiga þau sjálf að semja metnaðarfull atriði,“ segir Katrín og bætir við að það séu svo margir dansstílar í gangi á Íslandi. Hún á því von á fjörugum þætti sem gefur innsýn inn í heim dansara hvort sem það sé í samkvæmisdansi, listdansi, breikdansi eða hipphoppi. „Ég hef trú á að þetta verði vítamínsprauta fyrir dansinn og hvatning fyrir dansara að koma sér og sinni list á framfæri,“ segir Katrín, sem er mikill fengur fyrir þáttinn en hún hefur heilmikla reynslu og meðal annars samið dans fyrir söngkonuna Shakiru og atriði fyrir bresku útgáfuna af So You Think You Can Dance. „Já, það er ýmislegt sem hefur rekið á fjörur manns gegnum tíðina og maður nýtir sér þá reynslu í þessu verkefni.“ Katrín hefur ekki í hyggju að vera mjög óvæginn dómari. „Ég verð með uppbyggilega gagnrýni að leiðarljósi og dansarar eru vanir að taka henni og nýta sér á réttan máta. Við leitum að svo mörgum samspilandi þáttum í fari hvers og eins þátttakanda.“ Prufur fyrir þáttinn fara af stað í október en nánari dagsetningar verða auglýstar síðar. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira