Ingalls-krakki á nýrri braut 25. ágúst 2011 18:00 á uppleið Þrátt fyrir að hafa verið lengi að í Hollywood má kannski segja að ferill Jasons Bateman stefni upp um þessar mundir. Hann leikur aðalhlutverkið í gamanmyndinni Change-Up. Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar fylgdust sjónvarpsáhorfendur (aðallega konur) með þáttunum Húsið á sléttunni. Þar steig sín fyrstu skref ungur strákur sem hefur tekið sér sinn tíma til að komast á toppinn. Jason Bateman leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Change-Up á móti Ryan Reynolds. Bateman leikur fjölskylduföður sem er öfundsjúkur út í vin sinn, leikinn af Reynolds, en hann hefur vart undan að sofa hjá föngulegu kvenfólki. Eitt kvöld skipta þeir hins vegar um líkama og fá að upplifa líf hvors annars með kostulegum uppákomum. Bateman steig sín fyrstu skref í leiklist hjá frægri bandarískri sjónvarpsfjölskyldu, hinni hjartagóðu Ingalls-ætt í Walnut Grove í Minnesota. Bateman fór þar með hlutverk James Cooper Ingalls sem Ingalls-fjölskyldan ættleiddi eftir sviplegt fráfall foreldra hans. Hlutverkið varaði í 21 þátt en framtíð hins tíu ára gamla leikara var ráðin. Jason Kent Bateman, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 1969. Hann er sonur Kents Bateman sem var áhrifamaður í Hollywood, og flugfreyju. Ingalls-hlutverkið gerði það að verkum að leikarinn fékk mörg hlutverk í misgóðum sjónvarpsseríum auk þess sem hann birtist af og til í b-myndum sem aldrei skiluðu neinu bitastæðu til baka. Það var því ekki fyrr en sjónvarpsframleiðandinn og handritshöfundurinn Mitchell Hurwitz kom með hlutverk til hans sem var klæðskerasniðið fyrir sérstakan gamanleik og jafnvel hreim Batemans; gamanþáttaröðina Arrested Development. Söguþráðurinn og persónurnar voru ólíkar öllu því sem bandarískir áhorfendur áttu að venjast, gagnrýnendur elskuðu þá og þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy og Golden Globe-verðlauna og hlaut Bateman meðal annars þau síðarnefndu fyrir leik sinn í þáttunum. En í bandarískum sjónvarpsiðnaði gildir aðeins eitt lögmál: áhorfstölur og Arrested Development náði aldrei neinu flugi á því sviði. Fox-sjónvarpsstöðin ákvað því að hætta framleiðslu þeirra eftir aðeins þrjú ár. Hins vegar er nú unnið að handriti fyrir bíómynd um Bluth-fjölskylduna. Bateman naut engu að síður góðs af þáttunum. Hann fékk loks hlutverk í kvikmyndum á borð við Juno, State of Play og Up in the Air eftir Jason Reitman. Bateman hefur síðan haft í nægu að snúast á þessu ári en auk The Change-Up lék hann í kvikmyndunum Paul og Horrible Bosses. freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar fylgdust sjónvarpsáhorfendur (aðallega konur) með þáttunum Húsið á sléttunni. Þar steig sín fyrstu skref ungur strákur sem hefur tekið sér sinn tíma til að komast á toppinn. Jason Bateman leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Change-Up á móti Ryan Reynolds. Bateman leikur fjölskylduföður sem er öfundsjúkur út í vin sinn, leikinn af Reynolds, en hann hefur vart undan að sofa hjá föngulegu kvenfólki. Eitt kvöld skipta þeir hins vegar um líkama og fá að upplifa líf hvors annars með kostulegum uppákomum. Bateman steig sín fyrstu skref í leiklist hjá frægri bandarískri sjónvarpsfjölskyldu, hinni hjartagóðu Ingalls-ætt í Walnut Grove í Minnesota. Bateman fór þar með hlutverk James Cooper Ingalls sem Ingalls-fjölskyldan ættleiddi eftir sviplegt fráfall foreldra hans. Hlutverkið varaði í 21 þátt en framtíð hins tíu ára gamla leikara var ráðin. Jason Kent Bateman, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 1969. Hann er sonur Kents Bateman sem var áhrifamaður í Hollywood, og flugfreyju. Ingalls-hlutverkið gerði það að verkum að leikarinn fékk mörg hlutverk í misgóðum sjónvarpsseríum auk þess sem hann birtist af og til í b-myndum sem aldrei skiluðu neinu bitastæðu til baka. Það var því ekki fyrr en sjónvarpsframleiðandinn og handritshöfundurinn Mitchell Hurwitz kom með hlutverk til hans sem var klæðskerasniðið fyrir sérstakan gamanleik og jafnvel hreim Batemans; gamanþáttaröðina Arrested Development. Söguþráðurinn og persónurnar voru ólíkar öllu því sem bandarískir áhorfendur áttu að venjast, gagnrýnendur elskuðu þá og þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy og Golden Globe-verðlauna og hlaut Bateman meðal annars þau síðarnefndu fyrir leik sinn í þáttunum. En í bandarískum sjónvarpsiðnaði gildir aðeins eitt lögmál: áhorfstölur og Arrested Development náði aldrei neinu flugi á því sviði. Fox-sjónvarpsstöðin ákvað því að hætta framleiðslu þeirra eftir aðeins þrjú ár. Hins vegar er nú unnið að handriti fyrir bíómynd um Bluth-fjölskylduna. Bateman naut engu að síður góðs af þáttunum. Hann fékk loks hlutverk í kvikmyndum á borð við Juno, State of Play og Up in the Air eftir Jason Reitman. Bateman hefur síðan haft í nægu að snúast á þessu ári en auk The Change-Up lék hann í kvikmyndunum Paul og Horrible Bosses. freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira