Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sigvaldi Arnar Lárusson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Ég ætla að verða lögga þegar ég verð stór." Hversu margir ungir drengir og stúlkur ætli svari á þennan hátt þegar þau eru spurð þessarar klassísku spurningar? Sem betur fer eigum við enn til fólk sem vill sinna þessu starfi þrátt fyrir að starfið sé oft á tíðum gríðarlega erfitt bæði andlega og líkamlega. Öll þekkjum við ástandið innan lögreglunnar. Er það þá helst hættulegri verkefni, mannekla, skíta djöfulsins kaup, niðurskurður og vinnutíminn sem er þannig að flestir, þar með talið ég, missa meira og meira sambandið við vinina. Þurfa hreinlega að hafa fyrir því að missa ekki alveg samband við þá sem manni þykir vænt um einfaldlega vegna þess að launin okkar eru svo léleg að við þurfum oft að vinna aukavaktir til að brúa bilið og þess á milli viljum við vera heima hjá okkur í faðmi fjölskyldunnar, en aukavaktir eru aðallega á kvöldin og um helgar. Lögreglustarfið er í dag orðið hálfgert hugsjónastarf, menn eru í því vegna þess að þeir hafa áhuga á því og hafa óþrjótandi áhuga á að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið betra. Oft á tíðum hoppum við úr einu verkefni í annað. Förum t.d. úr sjálfsvígi þar sem ungur maður hefur hengt sig á heimili sínu. Þrjátíu mínútum síðar erum við stödd í fertugsafmæli þar sem kvartað hefur verið undan hávaða. Húsráðendur og gestir skilja ekkert í þessum „helvítis" löggum sem eru „alltaf" svo þungir í skapi og geta ekki glaðst með afmælisgestunum. Svo jafnvel eftir að við ökum burt frá útkalli sem þessu þá er tilkynnt um ungabarn í andnauð og við tekur margt sem þarf að huga að á leið á vettvang. Þangað þarf að aka í forgangsakstri, jafnvel í myrkri og rigningu, og jafnframt gæta að öryggi allra annarra vegfaranda og á meðan fer hugurinn á flug um það verkefni sem fram undan er. Þetta er eitt raunverulegt dæmi af mörgum sem gerðist á einni klukkustund á tólf tíma vakt og átta klukkustundir eftir af vaktinni. Sú sorglega staðreynd að eftir svona dag eins og ég lýsti hér að ofan þá sitjum við lögreglumenn jafnvel uppi með ábyrgðina á þeim ákvörðunum sem við tökum á vettvangi. Ákvarðanir sem teknar eru á einu augnabliki í þessum aðstæðum sem sæta svo gagnrýni yfirmanna, borgaranna og réttarkerfisins. Þar sem ég sit kannski eftir með rýrt mannorð eða jafnvel sem sakamaður. Hvers virði er það? Já, störf lögreglumanna eru margvísleg og fjölbreytt. Sum útköll sitja í mönnum lengi á eftir, kannski mörg ár. Sum útköll eru þannig að erfitt er að sjá hið fallega í samfélaginu á sama tíma. Sum útköll reyna til hins ýtrasta á andlegan styrk þeirra sem útkallinu sinna. Það að lögreglumaður gangi ekki til allra starfa sinna brosandi og með glaðværð þýðir ekki að hann sé ekki starfi sínu vaxinn. Það að lögreglumaður taki ekki undir með ölvuðum einstaklingi, sem í gleði sinni og ölæði á einhver samskipti við lögreglu, þýðir ekki að viðkomandi lögreglumaður sýni af sér hroka, yfirgang eða vanþóknun á viðmælanda. Það gæti verið að hann hafi verið að koma úr verkefni sem var upp á líf og dauða. Jafnframt erum við að glíma við nýtt verkefni en með tilkomu skipulagðra glæpahópa á borð við vélhjólasamtök og erlendar og innlendar glæpaklíkur má nú fara að búast við meiri hörku í undirheimunum. Þessir menn eru skipulagðir og markmið þeirra eru skýr. Þetta er ekki hópur bifhjólamanna sem finnst gaman að koma saman og grilla pulsur, svo einfalt er það. Ég er í vaktavinnu, vinn á næturnar, tvær helgar í mánuði, vinn 60 tíma vinnuviku. Þar koma aukalega aukavaktir sem oftast eru um helgar og á næturnar. Fyrir þetta sitja eftir skitnar 237.667 krónur að meðaltali sl. þrjá mánuði eftir að ég hef greitt mína skatta og skyldur. Er hægt að ætlast til þess að við brosum um hver mánaðamót þegar við sjáum launaseðilinn? Þetta er ekki eðlilegt, ég er ekki eðlilegur að láta bjóða mér upp á þetta. Af hverju geri ég þetta þá? Ég hef gert þetta af hugsjón en ekki vegna launa en nú er bankinn minn hættur að taka á móti hugsjónum, þær borga víst ekki reikninga. Er sanngjarnt að bera okkur lögreglumenn saman við aðrar stéttir? Þær stéttir sem lögreglumenn eru helst bornir saman við eru stéttir sem kalla eftir lögreglu þegar þær lenda í aðstæðum sem ekki verður við ráðið nema aðilar með valdbeitingarheimild og valdbeitingarbúnað komi að. Það er engin önnur stétt sambærileg, við erum mjög sérstök stétt. Berum okkur saman við þá sem þurfa að axla svipaða ábyrgð og lögreglan. Ráðamenn – sumir allavega, starfsmenn Landhelgisgæslunnar, hjúkrunarfræðingar, flugumferðarstjórar. Þá held ég að það halli verulega á lögreglumenn í samanburðinum. Lögreglumenn, oft hefur verið þörf fyrir samstöðu en nú er nauðsyn að við sýnum samstöðu. Ég vil ekki trúa öðru en að lögreglumenn standi nú saman og hætti ekki fyrr en við höfum fengið launaleiðréttingu. Gerum starfið eftirsóknarvert þannig að æska landsins muni koma til með að sækja um í lögreglunni og gerum þeim kleift að verða „löggur". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að verða lögga þegar ég verð stór." Hversu margir ungir drengir og stúlkur ætli svari á þennan hátt þegar þau eru spurð þessarar klassísku spurningar? Sem betur fer eigum við enn til fólk sem vill sinna þessu starfi þrátt fyrir að starfið sé oft á tíðum gríðarlega erfitt bæði andlega og líkamlega. Öll þekkjum við ástandið innan lögreglunnar. Er það þá helst hættulegri verkefni, mannekla, skíta djöfulsins kaup, niðurskurður og vinnutíminn sem er þannig að flestir, þar með talið ég, missa meira og meira sambandið við vinina. Þurfa hreinlega að hafa fyrir því að missa ekki alveg samband við þá sem manni þykir vænt um einfaldlega vegna þess að launin okkar eru svo léleg að við þurfum oft að vinna aukavaktir til að brúa bilið og þess á milli viljum við vera heima hjá okkur í faðmi fjölskyldunnar, en aukavaktir eru aðallega á kvöldin og um helgar. Lögreglustarfið er í dag orðið hálfgert hugsjónastarf, menn eru í því vegna þess að þeir hafa áhuga á því og hafa óþrjótandi áhuga á að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið betra. Oft á tíðum hoppum við úr einu verkefni í annað. Förum t.d. úr sjálfsvígi þar sem ungur maður hefur hengt sig á heimili sínu. Þrjátíu mínútum síðar erum við stödd í fertugsafmæli þar sem kvartað hefur verið undan hávaða. Húsráðendur og gestir skilja ekkert í þessum „helvítis" löggum sem eru „alltaf" svo þungir í skapi og geta ekki glaðst með afmælisgestunum. Svo jafnvel eftir að við ökum burt frá útkalli sem þessu þá er tilkynnt um ungabarn í andnauð og við tekur margt sem þarf að huga að á leið á vettvang. Þangað þarf að aka í forgangsakstri, jafnvel í myrkri og rigningu, og jafnframt gæta að öryggi allra annarra vegfaranda og á meðan fer hugurinn á flug um það verkefni sem fram undan er. Þetta er eitt raunverulegt dæmi af mörgum sem gerðist á einni klukkustund á tólf tíma vakt og átta klukkustundir eftir af vaktinni. Sú sorglega staðreynd að eftir svona dag eins og ég lýsti hér að ofan þá sitjum við lögreglumenn jafnvel uppi með ábyrgðina á þeim ákvörðunum sem við tökum á vettvangi. Ákvarðanir sem teknar eru á einu augnabliki í þessum aðstæðum sem sæta svo gagnrýni yfirmanna, borgaranna og réttarkerfisins. Þar sem ég sit kannski eftir með rýrt mannorð eða jafnvel sem sakamaður. Hvers virði er það? Já, störf lögreglumanna eru margvísleg og fjölbreytt. Sum útköll sitja í mönnum lengi á eftir, kannski mörg ár. Sum útköll eru þannig að erfitt er að sjá hið fallega í samfélaginu á sama tíma. Sum útköll reyna til hins ýtrasta á andlegan styrk þeirra sem útkallinu sinna. Það að lögreglumaður gangi ekki til allra starfa sinna brosandi og með glaðværð þýðir ekki að hann sé ekki starfi sínu vaxinn. Það að lögreglumaður taki ekki undir með ölvuðum einstaklingi, sem í gleði sinni og ölæði á einhver samskipti við lögreglu, þýðir ekki að viðkomandi lögreglumaður sýni af sér hroka, yfirgang eða vanþóknun á viðmælanda. Það gæti verið að hann hafi verið að koma úr verkefni sem var upp á líf og dauða. Jafnframt erum við að glíma við nýtt verkefni en með tilkomu skipulagðra glæpahópa á borð við vélhjólasamtök og erlendar og innlendar glæpaklíkur má nú fara að búast við meiri hörku í undirheimunum. Þessir menn eru skipulagðir og markmið þeirra eru skýr. Þetta er ekki hópur bifhjólamanna sem finnst gaman að koma saman og grilla pulsur, svo einfalt er það. Ég er í vaktavinnu, vinn á næturnar, tvær helgar í mánuði, vinn 60 tíma vinnuviku. Þar koma aukalega aukavaktir sem oftast eru um helgar og á næturnar. Fyrir þetta sitja eftir skitnar 237.667 krónur að meðaltali sl. þrjá mánuði eftir að ég hef greitt mína skatta og skyldur. Er hægt að ætlast til þess að við brosum um hver mánaðamót þegar við sjáum launaseðilinn? Þetta er ekki eðlilegt, ég er ekki eðlilegur að láta bjóða mér upp á þetta. Af hverju geri ég þetta þá? Ég hef gert þetta af hugsjón en ekki vegna launa en nú er bankinn minn hættur að taka á móti hugsjónum, þær borga víst ekki reikninga. Er sanngjarnt að bera okkur lögreglumenn saman við aðrar stéttir? Þær stéttir sem lögreglumenn eru helst bornir saman við eru stéttir sem kalla eftir lögreglu þegar þær lenda í aðstæðum sem ekki verður við ráðið nema aðilar með valdbeitingarheimild og valdbeitingarbúnað komi að. Það er engin önnur stétt sambærileg, við erum mjög sérstök stétt. Berum okkur saman við þá sem þurfa að axla svipaða ábyrgð og lögreglan. Ráðamenn – sumir allavega, starfsmenn Landhelgisgæslunnar, hjúkrunarfræðingar, flugumferðarstjórar. Þá held ég að það halli verulega á lögreglumenn í samanburðinum. Lögreglumenn, oft hefur verið þörf fyrir samstöðu en nú er nauðsyn að við sýnum samstöðu. Ég vil ekki trúa öðru en að lögreglumenn standi nú saman og hætti ekki fyrr en við höfum fengið launaleiðréttingu. Gerum starfið eftirsóknarvert þannig að æska landsins muni koma til með að sækja um í lögreglunni og gerum þeim kleift að verða „löggur".
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar