Sátt fær ekki að standa Þorsteinn Pálsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Fram undan eru miklar umræður um rammaáætlun um verndun og nýtingu orkulindanna sem unnið hefur verið að í meir en áratug. Þetta er merk tilraun. Tilgangurinn er að tryggja jafnvægi milli ólíkra sjónarmiða á þessu sviði. Mun það takast? Réttmæt athugasemd Jóns Gunnarssonar alþingismanns um Norðlingaölduveitu nú í vikunni beinir athyglinni að tvíþættu pólitísku álitaefni sem menn standa andspænis. Annað er spurningin um virðingu fyrir pólitískum sáttaniðurstöðum. Hitt er hvort líklegt megi telja að jafnvægi náist þegar undirtökin í landsstjórninni eru í höndum þeirra sem hafa þrengsta sýn á nýtingu. Fyrir nokkrum árum kvað Jón Kristjánsson, þá settur umhverfisráðherra, upp úrskurð um Norðlingaölduveitu sem hélt Þjórsárverum með öllu utan við veituna. Skiljanlegt var að menn áttu þá erfitt með að una þessari ákvörðun út frá nýtingarhagsmunum því að meiri málamiðlunarkostir voru vissulega færir. En róttæk verndun var niðurstaðan. Hún lýsir í reynd afar merkri pólitískri ákvörðun. Nú er þessum mjög svo takmarkaða en um leið hagkvæma nýtingarkosti á Norðlingaöldu ýtt út af borðinu. Sátt fær ekki að standa. Í áætluninni eru nýtingarhagsmunir virkjana í neðri hluta Þjórsá taldir ríkari en verndunarsjónarmiðin. Eigi að síður bendir flest til að VG muni eftir öðrum leiðum bregða fæti fyrir virkjanir á því svæði. Hættan er sú að þeir sem þrengsta sýn hafa á orkunýtingu líti á rammaáætlunina sem áfanga en ekki niðurstöðu. Það getur leitt til sömu afstöðu frá hinni hliðinni. En sé það svo að öfgasjónarmiðin uni aldrei niðurstöðum sem fela í sér málamiðlanir er til lítils unnið. Hvers vegna ráða öfgarnar? Hin hliðin á þessum pólitíska vanda er svarið við spurningunni: Hvers vegna ráða öfgarnar svo miklu sem raun ber vitni að undanförnu? Endurspeglar Alþingi ekki þær meðalhófshugmyndir sem virðast ráðandi úti í samfélaginu? Með hæfilegri einföldun má segja að vandinn felist í þeirri lykilstöðu sem VG er komið í með því að ríkisstjórn verður ekki mynduð án þess. Í byrjun kjörtímabilsins ákvað Samfylkingin að fórna þeim frjálslyndu sjónarmiðum sem hún var stofnuð um til þess að geta hafið samstarf við VG. Það byggðist á málamiðlun um ESB-aðildarumsókn sem ekki var líklegt að þeir tveir flokkar gætu lokið. Nú hafa báðir stjórnarandstöðuflokkarnir sett fram þá úrslitakosti fyrir stjórnarsamvinnu, hvort heldur er fyrir eða eftir kosningar, að aðildarviðræðunum verði tafarlaust slitið. Þetta þýðir að þeir geta bara unnið með VG. Allir flokkarnir þrír sem með einhverjum hætti eiga lönd að miðju stjórnmálanna hafa þannig talið rétt að fórna möguleikum á breiðu samstarfi á þeim málefnavettvangi. Þar liggja þó tækifærin til þess að ná sátt um hófsamleg sjónarmið varðandi nýtingu orkulindanna og hraðari hagvöxt en ella er kostur á. Þetta er í hnotskurn sú málefnakreppa sem stjórnmálin eru föst í. Þegar málamiðlun hefur verið útilokuð á einu sviði leiðir það oft til þess að hún er ekki fær á öðrum sviðum. Veruleg hætta er því á að meirihlutasjónarmið um hófsama nýtingarstefnu verði fyrir borð borin. Á miðju stjórnmálanna og til hægri sýnist vera ríkur stuðningur við hófsama orkunýtingu. Þau sjónarmið gætu þó sem hægast frosið úti vegna pólitísku málefnakreppunnar. Hagvöxtur og velferð Andstaða VG gegn orkunýtingu gengur mun lengra en unnt er að rökstyðja með tilvísun í náttúruvernd. Meginrök flokksins byggjast á staðhæfingum um að engin þörf sé á þeim hagvexti sem aðrir sækjast eftir með hóflegri nýtingu. Í raun snúast deilurnar um þá staðhæfingu. Íhaldssemi varðandi röskun á náttúru landsins er góð og gild. Íhaldssemi er einnig réttmæt þegar kemur að hagvexti. Kjarni málsins er hins vegar sá að hvergi er gengið nærri þessum sjónarmiðum varðandi þau úrlausnarefni sem við blasa til að reisa þjóðarbúskapinn við eftir hrun. Það skýrist best með því að jafnvel forystumenn VG nefna ekki lengur að útflutningstekjur vegna þeirrar verðmætasköpunar sem leitt hefur af Kárahnjúkavirkjun séu til óþurftar. Hefði VG tekist að stöðva þá framkvæmd væru alvarlegir þverbrestir þegar komnir í velferðarkerfið. Vandinn er hins vegar sá að brestirnir eru að byrja að myndast vegna þess að hófsöm nýtingarstefna er þrátt fyrir þessa reynslu nú forboðin. Fyrir þá sök er hagvöxtur ekki nægur til að standa undir velferðarkerfinu til frambúðar. Nú liggur valdið hjá VG; líka ábyrgðin á velferðinni. Án hagvaxtar brestur hún. Þetta er pólitískt baksvið þeirrar umræðu sem nú hefst um rammaáætlunina. Hún verður ekki slitin frá þeim veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Fram undan eru miklar umræður um rammaáætlun um verndun og nýtingu orkulindanna sem unnið hefur verið að í meir en áratug. Þetta er merk tilraun. Tilgangurinn er að tryggja jafnvægi milli ólíkra sjónarmiða á þessu sviði. Mun það takast? Réttmæt athugasemd Jóns Gunnarssonar alþingismanns um Norðlingaölduveitu nú í vikunni beinir athyglinni að tvíþættu pólitísku álitaefni sem menn standa andspænis. Annað er spurningin um virðingu fyrir pólitískum sáttaniðurstöðum. Hitt er hvort líklegt megi telja að jafnvægi náist þegar undirtökin í landsstjórninni eru í höndum þeirra sem hafa þrengsta sýn á nýtingu. Fyrir nokkrum árum kvað Jón Kristjánsson, þá settur umhverfisráðherra, upp úrskurð um Norðlingaölduveitu sem hélt Þjórsárverum með öllu utan við veituna. Skiljanlegt var að menn áttu þá erfitt með að una þessari ákvörðun út frá nýtingarhagsmunum því að meiri málamiðlunarkostir voru vissulega færir. En róttæk verndun var niðurstaðan. Hún lýsir í reynd afar merkri pólitískri ákvörðun. Nú er þessum mjög svo takmarkaða en um leið hagkvæma nýtingarkosti á Norðlingaöldu ýtt út af borðinu. Sátt fær ekki að standa. Í áætluninni eru nýtingarhagsmunir virkjana í neðri hluta Þjórsá taldir ríkari en verndunarsjónarmiðin. Eigi að síður bendir flest til að VG muni eftir öðrum leiðum bregða fæti fyrir virkjanir á því svæði. Hættan er sú að þeir sem þrengsta sýn hafa á orkunýtingu líti á rammaáætlunina sem áfanga en ekki niðurstöðu. Það getur leitt til sömu afstöðu frá hinni hliðinni. En sé það svo að öfgasjónarmiðin uni aldrei niðurstöðum sem fela í sér málamiðlanir er til lítils unnið. Hvers vegna ráða öfgarnar? Hin hliðin á þessum pólitíska vanda er svarið við spurningunni: Hvers vegna ráða öfgarnar svo miklu sem raun ber vitni að undanförnu? Endurspeglar Alþingi ekki þær meðalhófshugmyndir sem virðast ráðandi úti í samfélaginu? Með hæfilegri einföldun má segja að vandinn felist í þeirri lykilstöðu sem VG er komið í með því að ríkisstjórn verður ekki mynduð án þess. Í byrjun kjörtímabilsins ákvað Samfylkingin að fórna þeim frjálslyndu sjónarmiðum sem hún var stofnuð um til þess að geta hafið samstarf við VG. Það byggðist á málamiðlun um ESB-aðildarumsókn sem ekki var líklegt að þeir tveir flokkar gætu lokið. Nú hafa báðir stjórnarandstöðuflokkarnir sett fram þá úrslitakosti fyrir stjórnarsamvinnu, hvort heldur er fyrir eða eftir kosningar, að aðildarviðræðunum verði tafarlaust slitið. Þetta þýðir að þeir geta bara unnið með VG. Allir flokkarnir þrír sem með einhverjum hætti eiga lönd að miðju stjórnmálanna hafa þannig talið rétt að fórna möguleikum á breiðu samstarfi á þeim málefnavettvangi. Þar liggja þó tækifærin til þess að ná sátt um hófsamleg sjónarmið varðandi nýtingu orkulindanna og hraðari hagvöxt en ella er kostur á. Þetta er í hnotskurn sú málefnakreppa sem stjórnmálin eru föst í. Þegar málamiðlun hefur verið útilokuð á einu sviði leiðir það oft til þess að hún er ekki fær á öðrum sviðum. Veruleg hætta er því á að meirihlutasjónarmið um hófsama nýtingarstefnu verði fyrir borð borin. Á miðju stjórnmálanna og til hægri sýnist vera ríkur stuðningur við hófsama orkunýtingu. Þau sjónarmið gætu þó sem hægast frosið úti vegna pólitísku málefnakreppunnar. Hagvöxtur og velferð Andstaða VG gegn orkunýtingu gengur mun lengra en unnt er að rökstyðja með tilvísun í náttúruvernd. Meginrök flokksins byggjast á staðhæfingum um að engin þörf sé á þeim hagvexti sem aðrir sækjast eftir með hóflegri nýtingu. Í raun snúast deilurnar um þá staðhæfingu. Íhaldssemi varðandi röskun á náttúru landsins er góð og gild. Íhaldssemi er einnig réttmæt þegar kemur að hagvexti. Kjarni málsins er hins vegar sá að hvergi er gengið nærri þessum sjónarmiðum varðandi þau úrlausnarefni sem við blasa til að reisa þjóðarbúskapinn við eftir hrun. Það skýrist best með því að jafnvel forystumenn VG nefna ekki lengur að útflutningstekjur vegna þeirrar verðmætasköpunar sem leitt hefur af Kárahnjúkavirkjun séu til óþurftar. Hefði VG tekist að stöðva þá framkvæmd væru alvarlegir þverbrestir þegar komnir í velferðarkerfið. Vandinn er hins vegar sá að brestirnir eru að byrja að myndast vegna þess að hófsöm nýtingarstefna er þrátt fyrir þessa reynslu nú forboðin. Fyrir þá sök er hagvöxtur ekki nægur til að standa undir velferðarkerfinu til frambúðar. Nú liggur valdið hjá VG; líka ábyrgðin á velferðinni. Án hagvaxtar brestur hún. Þetta er pólitískt baksvið þeirrar umræðu sem nú hefst um rammaáætlunina. Hún verður ekki slitin frá þeim veruleika.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun