Ásgeir bíður spenntur eftir Jim Carrey 2. september 2011 16:00 hlýlegra um að litast Ásgeir Kolbeinsson á skemmti- og veitingastaðnum Austur eftir endurbæturnar sem hafa staðið yfir að undanförnu.fréttablaðið/vilhelm „Vissulega kostaði þetta heilmikið en þetta er góð fjárfesting þar sem við erum með góðan stað í höndunum,“ segir Ásgeir Kolbeinsson, eigandi skemmti- og veitingastaðarins Austur. Haldið verður upp á tveggja ára afmæli staðarins í kvöld kl. 21 og velunnurum og fastagestum boðið. Miklar endurbætur hafa staðið yfir á framsvæði Austur og að sögn Ásgeirs verður mun hlýlegra um að litast en áður. „Þetta verður bæði skemmtilegra til setu fyrir veitingahúsagesti á kvöldin og jafnframt yfir daginn. Við ætlum að hafa opið núna yfir daginn og bjóða upp á kaffi og létt bakkelsi.“ Kynntur verður nýr kvöldmatseðill þar sem allir vinsælustu réttirnir verða áfram til staðar en bætt verður við léttari réttum. „Konur eru oft til í léttari rétti. Við erum að koma til móts við þær og bæta við meira spennandi konuréttum.“ Þegar Ásgeir keypti Austur á 150 milljónir króna hvíldi leynd yfir því hver eða hverjir hefðu aðstoðað hann við kaupin. Nýlega var því haldið fram að Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, hefði stutt við bakið á honum og Ásgeir staðfestir það. „Hann kom að þessu í kringum kaupin á staðnum og aðstoðaði mig með það. Við erum búnir að þekkjast lengi og hann er öflugur fjármálamaður.“ Spurður um Jim Carrey, sem ætlaði að koma hingað til lands í sumar og skemmta sér á Austur, segir Ásgeir að enn standi til að gamanleikarinn komi til landsins. „Það var búið að leggja upp dagsetningu fyrir hann og búið að skipuleggja heilmikið af hlutum á landinu. Eins og gengur með þessar stjörnur var sagt allt í einu: „Ég þarf að fresta“, og það var ekki gefin frekari skýring á því. En það er samt sami áhugi hjá honum að koma. Það virðist vera ansi „spontant“ þetta lið og þetta getur gerst með stuttum fyrirvara.“ Hann segir að vissulega hafi verið svekkjandi þegar Hollywood-stjarnan hætti við komuna. „Sérstaklega ef hann ætlar að draga þetta til vetrarins. Það er kannski ekki alveg besti tíminn til að koma.“- fb Lífið Mest lesið Vegabréfinu hent í ruslið og sonurinn varð eftir í London Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Vissulega kostaði þetta heilmikið en þetta er góð fjárfesting þar sem við erum með góðan stað í höndunum,“ segir Ásgeir Kolbeinsson, eigandi skemmti- og veitingastaðarins Austur. Haldið verður upp á tveggja ára afmæli staðarins í kvöld kl. 21 og velunnurum og fastagestum boðið. Miklar endurbætur hafa staðið yfir á framsvæði Austur og að sögn Ásgeirs verður mun hlýlegra um að litast en áður. „Þetta verður bæði skemmtilegra til setu fyrir veitingahúsagesti á kvöldin og jafnframt yfir daginn. Við ætlum að hafa opið núna yfir daginn og bjóða upp á kaffi og létt bakkelsi.“ Kynntur verður nýr kvöldmatseðill þar sem allir vinsælustu réttirnir verða áfram til staðar en bætt verður við léttari réttum. „Konur eru oft til í léttari rétti. Við erum að koma til móts við þær og bæta við meira spennandi konuréttum.“ Þegar Ásgeir keypti Austur á 150 milljónir króna hvíldi leynd yfir því hver eða hverjir hefðu aðstoðað hann við kaupin. Nýlega var því haldið fram að Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, hefði stutt við bakið á honum og Ásgeir staðfestir það. „Hann kom að þessu í kringum kaupin á staðnum og aðstoðaði mig með það. Við erum búnir að þekkjast lengi og hann er öflugur fjármálamaður.“ Spurður um Jim Carrey, sem ætlaði að koma hingað til lands í sumar og skemmta sér á Austur, segir Ásgeir að enn standi til að gamanleikarinn komi til landsins. „Það var búið að leggja upp dagsetningu fyrir hann og búið að skipuleggja heilmikið af hlutum á landinu. Eins og gengur með þessar stjörnur var sagt allt í einu: „Ég þarf að fresta“, og það var ekki gefin frekari skýring á því. En það er samt sami áhugi hjá honum að koma. Það virðist vera ansi „spontant“ þetta lið og þetta getur gerst með stuttum fyrirvara.“ Hann segir að vissulega hafi verið svekkjandi þegar Hollywood-stjarnan hætti við komuna. „Sérstaklega ef hann ætlar að draga þetta til vetrarins. Það er kannski ekki alveg besti tíminn til að koma.“- fb
Lífið Mest lesið Vegabréfinu hent í ruslið og sonurinn varð eftir í London Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira