Gunnar Nelson er að undirbúa sig fyrir sterkasta glímumót heims Kristján Hjálmarsson skrifar 3. september 2011 06:30 Tveir keppa í glímu án galla þar til annar nær að yfirbuga andstæðinginn með lás eða hengingartaki og þvingar hann til uppgjafar. Mynd/Stefán Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson verður meðal keppanda á Mjölnir Open glímumótinu sem haldið verður í dag. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið, en keppt er í svokallaðri nogi-glímu. Gunnar býst við sterku móti og segir íslenska glímumenn verða sterkari með hverju árinu sem líði. Meðal keppenda í ár verða Anna Soffía Víkingsdóttir, Norðurlandameistari í júdó, og Sighvatur Helgason, sem er einn efnilegasti glímumaður landsins. „Hann er meira en bara efnilegur – hann er hrikalega góður,“ segir Gunnar um Sighvat. „Hann er ungur, aðeins nítján ára. Það er kannski til marks um það hvað gæðastigið er orðið hátt í glímunni hjá unga fólkinu. Það er ekki hlaupið að því að sigra hann.“ Gunnar hefur ekki alltaf átt heimangengt á Mjölnir Open en hefur sigrað í þau skipti sem hann hefur keppt. Hann mundi þó ekki alveg eftir því að hafa sigrað í fyrra þegar blaðamaður talaði við hann í gær. „Nei, ég var ekki með í fyrra en við erum að fletta þessu upp. Heyrðu jú! Ég var með í fyrra,“ sagði Gunnar pollrólegur. Gunnar vann þá gull í mínus 88 kílóa flokki og í opnum flokki karla. Hann vann hann allar sínar glímur á mótinu, 8 talsins, á fullnaðarsigri eða með því að neyða andstæðinginn til uppgjafar. Fyrrnefndur Sighvatur Helgason, var sá eini sem náði að skora á hann stig á öllu mótinu. Gunnar býr sig nú undir Abu Dhabi-glímumótið sem fram fer í Nottingham, en það er sterkasta glímumót í heimi. Gunnar fer út 21. þessa mánaðar en mótið sjálft hefst hinn 25. Mjölnismótið fer nú fram í fyrsta skipti í Mjölniskastalanum svokallaða, en bardagaklúbburinn hefur aðsetur í gamla Loftkastalanum á Seljavegi. Aðstæður hjá Mjölni eru með besta móti því þótt gamla leikhúsinu hafi verið breytt í glímusal var hluti áhorfendapallana skilinn eftir svo þar eru sæti fyrir að minnsta kosti hundrað manns. Mótið hefst klukkan 11 í dag og er aðgangseyrir 500 krónur. Innlendar Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson verður meðal keppanda á Mjölnir Open glímumótinu sem haldið verður í dag. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið, en keppt er í svokallaðri nogi-glímu. Gunnar býst við sterku móti og segir íslenska glímumenn verða sterkari með hverju árinu sem líði. Meðal keppenda í ár verða Anna Soffía Víkingsdóttir, Norðurlandameistari í júdó, og Sighvatur Helgason, sem er einn efnilegasti glímumaður landsins. „Hann er meira en bara efnilegur – hann er hrikalega góður,“ segir Gunnar um Sighvat. „Hann er ungur, aðeins nítján ára. Það er kannski til marks um það hvað gæðastigið er orðið hátt í glímunni hjá unga fólkinu. Það er ekki hlaupið að því að sigra hann.“ Gunnar hefur ekki alltaf átt heimangengt á Mjölnir Open en hefur sigrað í þau skipti sem hann hefur keppt. Hann mundi þó ekki alveg eftir því að hafa sigrað í fyrra þegar blaðamaður talaði við hann í gær. „Nei, ég var ekki með í fyrra en við erum að fletta þessu upp. Heyrðu jú! Ég var með í fyrra,“ sagði Gunnar pollrólegur. Gunnar vann þá gull í mínus 88 kílóa flokki og í opnum flokki karla. Hann vann hann allar sínar glímur á mótinu, 8 talsins, á fullnaðarsigri eða með því að neyða andstæðinginn til uppgjafar. Fyrrnefndur Sighvatur Helgason, var sá eini sem náði að skora á hann stig á öllu mótinu. Gunnar býr sig nú undir Abu Dhabi-glímumótið sem fram fer í Nottingham, en það er sterkasta glímumót í heimi. Gunnar fer út 21. þessa mánaðar en mótið sjálft hefst hinn 25. Mjölnismótið fer nú fram í fyrsta skipti í Mjölniskastalanum svokallaða, en bardagaklúbburinn hefur aðsetur í gamla Loftkastalanum á Seljavegi. Aðstæður hjá Mjölni eru með besta móti því þótt gamla leikhúsinu hafi verið breytt í glímusal var hluti áhorfendapallana skilinn eftir svo þar eru sæti fyrir að minnsta kosti hundrað manns. Mótið hefst klukkan 11 í dag og er aðgangseyrir 500 krónur.
Innlendar Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira