Svekktur að spila ekki á Íslandi 3. september 2011 10:00 Árni Hjörvar Árnason og félagar í The Vaccines eru komnir í tæplega tveggja mánaða hlé frá tónleikahaldi.fréttablaðið/valli Árni Hjörvar Árnason er svekktur yfir því að spila ekki á Airwaves með The Vaccines. Hljómsveitin getur kennt sjálfri sér um veikindi söngvarans. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég var farinn að hlakka mikið til að koma,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku rokksveitarinnar The Vaccines. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hljómsveitin hætt við að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni í október vegna hálsaðgerðar sem söngvarinn Justin Young þarf að gangast undir. „Ég átti að vera í Bandaríkjunum núna. Þetta eru alveg fjörutíu tónleikar sem við erum að aflýsa,“ segir Árni Hjörvar, sem er staddur í London. „Við ætlum að nota tækifærið og reyna að semja fyrir næstu plötu fyrst við erum bara fastir heima.“ Bassaleikarinn býst einnig við því að kíkja í heimsókn til Íslands í pásunni og reiknar með því að mæta á Airwaves-hátíðina þrátt fyrir að vera ekki að spila sjálfur. Árni Hjörvar er aðdáandi enska fótboltaliðsins Tottenham og reiknar með því að fara eitthvað á völlinn líka, enda er heimavöllur liðsins í London. The Vaccines hefur verið á stífu tónleikaferðalagi á þessu ári og spilað á fjölmörgum tónlistarhátíðum í sumar við góðar undirtektir. „Við spiluðum á Reading- og Leeds-hátíðunum og það gekk rosalega vel. Það var hápunkturinn á sumrinu,“ segir hann. „Það má segja að við höfum verið uppteknasta bandið í bransanum. Við erum búnir að spila á örugglega 150 tónleikum á árinu.“ Álagið hefur tekið sinn toll því aðgerðin sem söngvarinn Young þarf að gangast undir er sú þriðja á þessu ári. „Við getum sjálfum okkur um kennt. Við gáfum honum ekki tíma til að slappa af. Um leið og hann var farinn að geta talað eftir síðustu aðgerð vorum við farnir að spila sex sinnum í viku. Núna ætlum við að gefa honum tíma til að jafna sig.“ Tónleikaferðalag The Vaccines hefst á nýjan leik í París 26. október og eftir það hitar hljómsveitin upp fyrir Arctic Monkeys á Bretlandseyjum. Á næsta ári hafa tónleikar verið bókaðir bæði í Japan og Suður-Ameríku. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Árni Hjörvar Árnason er svekktur yfir því að spila ekki á Airwaves með The Vaccines. Hljómsveitin getur kennt sjálfri sér um veikindi söngvarans. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég var farinn að hlakka mikið til að koma,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku rokksveitarinnar The Vaccines. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hljómsveitin hætt við að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni í október vegna hálsaðgerðar sem söngvarinn Justin Young þarf að gangast undir. „Ég átti að vera í Bandaríkjunum núna. Þetta eru alveg fjörutíu tónleikar sem við erum að aflýsa,“ segir Árni Hjörvar, sem er staddur í London. „Við ætlum að nota tækifærið og reyna að semja fyrir næstu plötu fyrst við erum bara fastir heima.“ Bassaleikarinn býst einnig við því að kíkja í heimsókn til Íslands í pásunni og reiknar með því að mæta á Airwaves-hátíðina þrátt fyrir að vera ekki að spila sjálfur. Árni Hjörvar er aðdáandi enska fótboltaliðsins Tottenham og reiknar með því að fara eitthvað á völlinn líka, enda er heimavöllur liðsins í London. The Vaccines hefur verið á stífu tónleikaferðalagi á þessu ári og spilað á fjölmörgum tónlistarhátíðum í sumar við góðar undirtektir. „Við spiluðum á Reading- og Leeds-hátíðunum og það gekk rosalega vel. Það var hápunkturinn á sumrinu,“ segir hann. „Það má segja að við höfum verið uppteknasta bandið í bransanum. Við erum búnir að spila á örugglega 150 tónleikum á árinu.“ Álagið hefur tekið sinn toll því aðgerðin sem söngvarinn Young þarf að gangast undir er sú þriðja á þessu ári. „Við getum sjálfum okkur um kennt. Við gáfum honum ekki tíma til að slappa af. Um leið og hann var farinn að geta talað eftir síðustu aðgerð vorum við farnir að spila sex sinnum í viku. Núna ætlum við að gefa honum tíma til að jafna sig.“ Tónleikaferðalag The Vaccines hefst á nýjan leik í París 26. október og eftir það hitar hljómsveitin upp fyrir Arctic Monkeys á Bretlandseyjum. Á næsta ári hafa tónleikar verið bókaðir bæði í Japan og Suður-Ameríku. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira