Núll Þorsteinn Pálsson skrifar 3. september 2011 09:00 VG krefst opinberrar rannsóknar á embættisathöfnum utanríkisráðherra vegna hernaðar í Líbíu. Utanríkisráðherra fullyrðir að slík rannsókn muni hitta aðra verr en hann. Merkingarlaust hnútukast af þessu tagi hefur yfirskyggt aðra atburði síðustu daga. Um hitt er minna fjallað sem stjórnarflokkarnir hafa verið næstum einhuga um. Það sætir þó ekki síður tíðindum. Samstarfinu við AGS er lokið. Þar með heyrir efnahagsáætlunin sem fyrri ríkisstjórn gerði í nóvember 2008 sögunni til. Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru sammála um að líkja þessum samstarfstíma við setu á skólabekk. Það er upplifun þeirra beggja sem engin rök standa til að draga í efa. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra líta svo á að þau hafi útskrifast með láði. Engu hefur spillt þeirri fölskvalausu gleði að innanríkisráðherrann þvertekur fyrir að láta skipa sér á bekk með þakklátum útskriftarnemum. Hvort þjóðin upplifir útskriftina eins og formenn stjórnarflokkanna er sjálfstætt skoðunarefni. Eðlilegt er að menn reyni að gera sér raunsanna grein fyrir því hvar Ísland stendur þegar samstarfinu við AGS er lokið og meti það sem áunnist hefur. Hitt skiptir þó meira máli að vita hvert á að halda og eftir hvaða leiðum. Nú þegar ríkisstjórnin loks stendur á eigin fótum er veruleikinn sá að hún hefur ekki gert eigin efnahagsáætlun sem tekur við af hinni. Þar veifar hún auðu blaði. Í besta falli er þar eitt tákn. Það er tölustafurinn: Núll. Friður um sneggsta blettinn Þetta eru þau tíðindi síðustu viku sem skipta framtíð fólksins í landinu mestu. Um þau er ekki talað. Aðeins einn hagfræðingur hefur vakið athygli á þessari hættulegu staðreynd. Eftirtektarvert er að þetta veldur ekki hnútukasti milli stjórnarflokkanna. Eða er hitt skýringin að einhugur er um að þeir geti ekki gert efnahagsáætlun saman? Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa réttilega með tilvísun í verðbólgu og ónógan hagvöxt gagnrýnt það sjálfsálit formanna stjórnarflokkanna að AGS hafi útskrifað þá með láði. En frá stjórnarflokkunum verður þó ekki tekið að fram til þessa hafa þeir framkvæmt mest af þeim íhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem AGS lagði fyrir. Á hinn bóginn hafa stjórnarandstöðuflokkarnir ekki fremur en aðrir deilt á ríkisstjórnina fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að gera nýja efnahagsáætlun um endurreisn þjóðarbúskaparins. Þetta er þó sneggsti bletturinn á ríkisstjórninni þegar AGS leggur ekki lengur línurnar um stjórn ríkisfjármálanna og peningamálanna. Pólitískur friður virðist ríkja um þann auma blett. Hvað veldur? Ríkisstjórnin hefur gefist upp við að fylgja þeim hógværu markmiðum í ríkisfjármálum sem AGS lagði upp með. Það heitir að þeim hafi verið skotið á frest. Þremur árum eftir hrun krónunnar bólar ekkert á útflutningshagvexti. Ríkisstjórnin hefur tafið þær framkvæmdir í orkumálum sem voru forsenda AGS-áætlunarinnar. Flest bendir til að VG sé að styrkja stöðu sína í því þrátefli. Á sama tíma og ríkisstjórn-ir annarra landa herða aðgerðir í ríkisfjármálum þykir rétt að slaka á klónni hér. Þegar aðrar þjóðir hrinda í framkvæmd nýjum viðbragðsáætlunum í peningamálum þykjumst við ekki hafa þörf fyrir slíkt. Meðan Ísland býr eitt Evrópuþjóða við gjaldeyrishöft koma sums staðar fram þau viðhorf að alls ekki megi horfa til nánara framtíðarsamstarfs við þær þjóðir sem nú grípa til ráðstafana til að tryggja stöðugleika í peningamálum.Hvar er viljans merki? Bankastjórn Seðlabankans barðist hatrammlega gegn AGS-samstarfinu á sínum tíma. Það gerði formaður VG einnig en af öllu meiri opinberum ákafa. Svo fór þó að bankastjórn Seðlabankans undirritaði samstarfsáætlunina og skömmu síðar kom það í hlut formanns VG að framkvæma hana. Áætlunin hefur reynst vel þó að margar brotalamir hafi verið á framkvæmdinni. Án samstarfs og aðhalds AGS væri staðan verri. Ofan á hrun krónunnar og bankanna var pólitíska ástandið orðið afar snúið þegar efnahagsáætlunin var samin. Í því ljósi verður það að teljast pólitískt þrekvirki hjá þáverandi forsætisráðherra, Geir Haarde, að koma þessu samstarfi á og draga á svo skömmum tíma þær skýru línur sem fylgja ætti í fyrstu við efnahagsendurreisnina. Einörð afstaða þáverandi formanns Samfylkingarinnar var einnig forsenda fyrir því að þetta tókst. Pólitíska kreppan er óleyst eins og flokksráðsfundur VG staðfestir. En forvígismenn landsins hyggjast eigi að síður sitja án efnahagsáætlunar og á sama tíma setja áform um aukið alþjóðlegt samstarf í uppnám. Dæmið frá því í nóvember 2008 sýnir að jafnvel við verri aðstæður er hægt að gera betur. Hvar er viljans merki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
VG krefst opinberrar rannsóknar á embættisathöfnum utanríkisráðherra vegna hernaðar í Líbíu. Utanríkisráðherra fullyrðir að slík rannsókn muni hitta aðra verr en hann. Merkingarlaust hnútukast af þessu tagi hefur yfirskyggt aðra atburði síðustu daga. Um hitt er minna fjallað sem stjórnarflokkarnir hafa verið næstum einhuga um. Það sætir þó ekki síður tíðindum. Samstarfinu við AGS er lokið. Þar með heyrir efnahagsáætlunin sem fyrri ríkisstjórn gerði í nóvember 2008 sögunni til. Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru sammála um að líkja þessum samstarfstíma við setu á skólabekk. Það er upplifun þeirra beggja sem engin rök standa til að draga í efa. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra líta svo á að þau hafi útskrifast með láði. Engu hefur spillt þeirri fölskvalausu gleði að innanríkisráðherrann þvertekur fyrir að láta skipa sér á bekk með þakklátum útskriftarnemum. Hvort þjóðin upplifir útskriftina eins og formenn stjórnarflokkanna er sjálfstætt skoðunarefni. Eðlilegt er að menn reyni að gera sér raunsanna grein fyrir því hvar Ísland stendur þegar samstarfinu við AGS er lokið og meti það sem áunnist hefur. Hitt skiptir þó meira máli að vita hvert á að halda og eftir hvaða leiðum. Nú þegar ríkisstjórnin loks stendur á eigin fótum er veruleikinn sá að hún hefur ekki gert eigin efnahagsáætlun sem tekur við af hinni. Þar veifar hún auðu blaði. Í besta falli er þar eitt tákn. Það er tölustafurinn: Núll. Friður um sneggsta blettinn Þetta eru þau tíðindi síðustu viku sem skipta framtíð fólksins í landinu mestu. Um þau er ekki talað. Aðeins einn hagfræðingur hefur vakið athygli á þessari hættulegu staðreynd. Eftirtektarvert er að þetta veldur ekki hnútukasti milli stjórnarflokkanna. Eða er hitt skýringin að einhugur er um að þeir geti ekki gert efnahagsáætlun saman? Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa réttilega með tilvísun í verðbólgu og ónógan hagvöxt gagnrýnt það sjálfsálit formanna stjórnarflokkanna að AGS hafi útskrifað þá með láði. En frá stjórnarflokkunum verður þó ekki tekið að fram til þessa hafa þeir framkvæmt mest af þeim íhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem AGS lagði fyrir. Á hinn bóginn hafa stjórnarandstöðuflokkarnir ekki fremur en aðrir deilt á ríkisstjórnina fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að gera nýja efnahagsáætlun um endurreisn þjóðarbúskaparins. Þetta er þó sneggsti bletturinn á ríkisstjórninni þegar AGS leggur ekki lengur línurnar um stjórn ríkisfjármálanna og peningamálanna. Pólitískur friður virðist ríkja um þann auma blett. Hvað veldur? Ríkisstjórnin hefur gefist upp við að fylgja þeim hógværu markmiðum í ríkisfjármálum sem AGS lagði upp með. Það heitir að þeim hafi verið skotið á frest. Þremur árum eftir hrun krónunnar bólar ekkert á útflutningshagvexti. Ríkisstjórnin hefur tafið þær framkvæmdir í orkumálum sem voru forsenda AGS-áætlunarinnar. Flest bendir til að VG sé að styrkja stöðu sína í því þrátefli. Á sama tíma og ríkisstjórn-ir annarra landa herða aðgerðir í ríkisfjármálum þykir rétt að slaka á klónni hér. Þegar aðrar þjóðir hrinda í framkvæmd nýjum viðbragðsáætlunum í peningamálum þykjumst við ekki hafa þörf fyrir slíkt. Meðan Ísland býr eitt Evrópuþjóða við gjaldeyrishöft koma sums staðar fram þau viðhorf að alls ekki megi horfa til nánara framtíðarsamstarfs við þær þjóðir sem nú grípa til ráðstafana til að tryggja stöðugleika í peningamálum.Hvar er viljans merki? Bankastjórn Seðlabankans barðist hatrammlega gegn AGS-samstarfinu á sínum tíma. Það gerði formaður VG einnig en af öllu meiri opinberum ákafa. Svo fór þó að bankastjórn Seðlabankans undirritaði samstarfsáætlunina og skömmu síðar kom það í hlut formanns VG að framkvæma hana. Áætlunin hefur reynst vel þó að margar brotalamir hafi verið á framkvæmdinni. Án samstarfs og aðhalds AGS væri staðan verri. Ofan á hrun krónunnar og bankanna var pólitíska ástandið orðið afar snúið þegar efnahagsáætlunin var samin. Í því ljósi verður það að teljast pólitískt þrekvirki hjá þáverandi forsætisráðherra, Geir Haarde, að koma þessu samstarfi á og draga á svo skömmum tíma þær skýru línur sem fylgja ætti í fyrstu við efnahagsendurreisnina. Einörð afstaða þáverandi formanns Samfylkingarinnar var einnig forsenda fyrir því að þetta tókst. Pólitíska kreppan er óleyst eins og flokksráðsfundur VG staðfestir. En forvígismenn landsins hyggjast eigi að síður sitja án efnahagsáætlunar og á sama tíma setja áform um aukið alþjóðlegt samstarf í uppnám. Dæmið frá því í nóvember 2008 sýnir að jafnvel við verri aðstæður er hægt að gera betur. Hvar er viljans merki?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar