Gylfi Þór: Feginn að Ólafur tók ákvörðun fyrir mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. september 2011 09:00 Gylfi Þór er hér í búningi þýska liðsins Hoffenheim. Nordic Photos / Bongarts Gylfi Þór Sigurðsson er loksins byrjaður að sparka í bolta á nýjan leik eftir nokkuð langa fjarveru vegna meiðsla. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu með liði sínu, Hoffenheim í Þýskalandi, en upphaflega var talið að hann yrði bara frá í fáeinar vikur. „Það var svo margt annað sem bættist við upphaflegu meiðslin að það tók sinn tíma að ná mér góðum af þessu öllu saman," segir Gylfi í viðtali við Fréttablaðið. „Í upphafi voru þetta hnémeiðsli en svo lenti ég í vandræðum með mjaðmagrindina. Þar að auki fékk ég slæma bólgu í taug og tók sinn tíma að ná henni úr. En eftir að það batnaði gerðist hitt mjög fljótt og er ég nú nýbyrjaður að æfa með liðinu aftur. Ég er mjög feginn því," bætir Gylfi við. Eftir því sem á leið og ekkert skánaði var Gylfi sendur til sérfræðings í München og viðurkennir að honum hafi fundist erfitt að takast á við óvissuna. „Sem betur fer hef ég ekki þurft að vera svona lengi frá vegna meiðsla áður og það var erfitt að vita ekki hversu langan tíma ég myndi þurfa til að ná mér góðum. En núna tel ég eðlilegt að áætla að ég taki mér 10-14 daga til að koma mér í ágætis form. Ég mun líklega ekki spila um helgina en vonast til að komast aftur inn í hópinn fyrir næstu helgi." Gylfi missti af landsleikjunum gegn Noregi og Kýpur og segir það vitanlega leiðinlegt. En eftir á að hyggja hafi það verið skynsamlegt og þakkar hann landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni fyrir það. „Ólafur ákvað í raun fyrir mig að það besta í stöðunni væri að ég myndi vera áfram hér úti og fá meðhöndlun hjá félaginu. Ef ég hefði verið að taka einhverja sénsa með landsliðinu hefði það kannski kostað mig nokkrar vikur í viðbót, sem hefði verið mjög slæmt," segir Gylfi. Ísland tapaði sem kunnugt er í Noregi en vann svo langþráðan sigur gegn Kýpur á þriðjudaginn. „Það var vissulega fúlt að missa af þessum sigurleik loksins þegar hann kom en ég vona að heppnin sé að ganga í lið með okkur og að þetta horfi allt til betri vegar. Ég missti af heimaleiknum gegn Portúgölum og vonandi fæ ég tækifæri til að spila gegn þeim úti í síðasta leiknum í riðlinum. Það væri gaman að geta strítt þeim þar," segir Gylfi. Leikurinn í Portúgal fer fram föstudaginn 7. október og verður síðasti landsleikurinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Gylfi er þó lítið að velta fyrir sér hver eigi að taka við af Ólafi. „Við leikmenn erum lítið að spá í það og reynum frekar að hugsa um næsta leik og að standa okkur vel. Óli er enn þjálfarinn okkar og verður það þangað til hann hættir." Þýski boltinn Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er loksins byrjaður að sparka í bolta á nýjan leik eftir nokkuð langa fjarveru vegna meiðsla. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu með liði sínu, Hoffenheim í Þýskalandi, en upphaflega var talið að hann yrði bara frá í fáeinar vikur. „Það var svo margt annað sem bættist við upphaflegu meiðslin að það tók sinn tíma að ná mér góðum af þessu öllu saman," segir Gylfi í viðtali við Fréttablaðið. „Í upphafi voru þetta hnémeiðsli en svo lenti ég í vandræðum með mjaðmagrindina. Þar að auki fékk ég slæma bólgu í taug og tók sinn tíma að ná henni úr. En eftir að það batnaði gerðist hitt mjög fljótt og er ég nú nýbyrjaður að æfa með liðinu aftur. Ég er mjög feginn því," bætir Gylfi við. Eftir því sem á leið og ekkert skánaði var Gylfi sendur til sérfræðings í München og viðurkennir að honum hafi fundist erfitt að takast á við óvissuna. „Sem betur fer hef ég ekki þurft að vera svona lengi frá vegna meiðsla áður og það var erfitt að vita ekki hversu langan tíma ég myndi þurfa til að ná mér góðum. En núna tel ég eðlilegt að áætla að ég taki mér 10-14 daga til að koma mér í ágætis form. Ég mun líklega ekki spila um helgina en vonast til að komast aftur inn í hópinn fyrir næstu helgi." Gylfi missti af landsleikjunum gegn Noregi og Kýpur og segir það vitanlega leiðinlegt. En eftir á að hyggja hafi það verið skynsamlegt og þakkar hann landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni fyrir það. „Ólafur ákvað í raun fyrir mig að það besta í stöðunni væri að ég myndi vera áfram hér úti og fá meðhöndlun hjá félaginu. Ef ég hefði verið að taka einhverja sénsa með landsliðinu hefði það kannski kostað mig nokkrar vikur í viðbót, sem hefði verið mjög slæmt," segir Gylfi. Ísland tapaði sem kunnugt er í Noregi en vann svo langþráðan sigur gegn Kýpur á þriðjudaginn. „Það var vissulega fúlt að missa af þessum sigurleik loksins þegar hann kom en ég vona að heppnin sé að ganga í lið með okkur og að þetta horfi allt til betri vegar. Ég missti af heimaleiknum gegn Portúgölum og vonandi fæ ég tækifæri til að spila gegn þeim úti í síðasta leiknum í riðlinum. Það væri gaman að geta strítt þeim þar," segir Gylfi. Leikurinn í Portúgal fer fram föstudaginn 7. október og verður síðasti landsleikurinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Gylfi er þó lítið að velta fyrir sér hver eigi að taka við af Ólafi. „Við leikmenn erum lítið að spá í það og reynum frekar að hugsa um næsta leik og að standa okkur vel. Óli er enn þjálfarinn okkar og verður það þangað til hann hættir."
Þýski boltinn Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira