Hvítbók um náttúruvernd Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Um nokkurt skeið hefur þótt ástæða til að styrkja stöðu náttúruverndar með endurskoðun náttúruverndarlaga. Á dögunum birti nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hvítbók, þar sem gerð er heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Að auki eru gerðar tillögur að breytingum á lagaumhverfi og stjórnsýslu náttúruverndarmála. Rauði þráðurinn er að styrkja náttúruverndarsjónarmið og færa þau framar og ofar í keðju ákvarðanatöku, frekar en að litið sé til þeirra seint og um síðir. Þetta er krafa sjálfbærrar þróunar – að ná jafnvægi á milli hinna samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu þátta. Hvítbókin er nýjung í vinnubrögðum við undirbúning löggjafar hérlendis, en í samræmi við vinnubrögð sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í nærri tvö ár hafa höfundar bókarinnar unnið heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar hér á landi, m.a. með hliðsjón af þeim skuldbindingum sem Íslendingar hafa undirgengist með staðfestingu ýmissa alþjóðasamninga. Auk þess er horft til lagaumhverfis nágrannaþjóða okkar á þessu sviði. Með því að horfa heildstætt yfir málaflokkinn er vonast til að endurskoðun náttúruverndarlaga verði þannig úr garði gerð að náttúruvernd verði hafin til vegs og virðingar og staða hennar styrkt til muna. Í hvítbókinni er leidd saman þekking á ólíkum sviðum til þess að fá sem skýrastan grundvöll nýrrar löggjafar. Á næstu vikum verður hvítbókin kynnt, auk þess sem hún verður meginefni umhverfisþings sem haldið verður á Selfossi 14. október. Að umhverfisþingi loknu verður kallað eftir athugasemdum frá almenningi, hagsmunasamtökum og öllum þeim sem láta sig náttúruvernd varða. Með þessu fást því sem næst tæmandi upplýsingar um grundvöll breytinganna og góð yfirsýn yfir ólík sjónarmið áður en hafist er handa við skrif á frumvarpi. Ég er stolt af því að með náttúruvernd séum við að ryðja brautir í nýjum vinnubrögðum. Þegar lagður er grunnur að lagaumhverfi náttúru og umhverfis, þá hljótum við að gera kröfu um heildarsýn og að ákvarðanatökuferlið sé lýðræðislegt. Hvítbók um náttúruvernd sýnir hverju fagleg og vönduð vinnubrögð geta skilað, hvernig stjórnmálin geta aukið gagnsæi og stuðlað að skýrari grundvelli ákvarðana. Þetta eru vinnubrögð sem við hljótum að vilja sjá miklu víðar í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur þótt ástæða til að styrkja stöðu náttúruverndar með endurskoðun náttúruverndarlaga. Á dögunum birti nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hvítbók, þar sem gerð er heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Að auki eru gerðar tillögur að breytingum á lagaumhverfi og stjórnsýslu náttúruverndarmála. Rauði þráðurinn er að styrkja náttúruverndarsjónarmið og færa þau framar og ofar í keðju ákvarðanatöku, frekar en að litið sé til þeirra seint og um síðir. Þetta er krafa sjálfbærrar þróunar – að ná jafnvægi á milli hinna samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu þátta. Hvítbókin er nýjung í vinnubrögðum við undirbúning löggjafar hérlendis, en í samræmi við vinnubrögð sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í nærri tvö ár hafa höfundar bókarinnar unnið heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar hér á landi, m.a. með hliðsjón af þeim skuldbindingum sem Íslendingar hafa undirgengist með staðfestingu ýmissa alþjóðasamninga. Auk þess er horft til lagaumhverfis nágrannaþjóða okkar á þessu sviði. Með því að horfa heildstætt yfir málaflokkinn er vonast til að endurskoðun náttúruverndarlaga verði þannig úr garði gerð að náttúruvernd verði hafin til vegs og virðingar og staða hennar styrkt til muna. Í hvítbókinni er leidd saman þekking á ólíkum sviðum til þess að fá sem skýrastan grundvöll nýrrar löggjafar. Á næstu vikum verður hvítbókin kynnt, auk þess sem hún verður meginefni umhverfisþings sem haldið verður á Selfossi 14. október. Að umhverfisþingi loknu verður kallað eftir athugasemdum frá almenningi, hagsmunasamtökum og öllum þeim sem láta sig náttúruvernd varða. Með þessu fást því sem næst tæmandi upplýsingar um grundvöll breytinganna og góð yfirsýn yfir ólík sjónarmið áður en hafist er handa við skrif á frumvarpi. Ég er stolt af því að með náttúruvernd séum við að ryðja brautir í nýjum vinnubrögðum. Þegar lagður er grunnur að lagaumhverfi náttúru og umhverfis, þá hljótum við að gera kröfu um heildarsýn og að ákvarðanatökuferlið sé lýðræðislegt. Hvítbók um náttúruvernd sýnir hverju fagleg og vönduð vinnubrögð geta skilað, hvernig stjórnmálin geta aukið gagnsæi og stuðlað að skýrari grundvelli ákvarðana. Þetta eru vinnubrögð sem við hljótum að vilja sjá miklu víðar í framtíðinni.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar