Útvarpsreglur í netheimi Pawel Bartoszek skrifar 16. september 2011 06:00 Eitt sinn voru jarðir manna taldar ná óendanlega langt upp og niður, frá himnum til heljar. Trjágrein sem óx inn á lóð mátti jarðeigandi höggva. Það sem hann gróf úr jörðu innan lóðarmarka mátti hann eiga. Til að fara inn á jörð gat þurft leyfi þess sem jörðina átti. Þetta gekk allt fínt um stund. En svo komu flugvélarnar. Ef loftréttindum jarðareigenda hefði verið haldið til streitu hefðu flugmenn þurft að biðja hundruð manna um leyfi til að fljúga yfir jörðum þeirra. Auðvitað gengur það ekki. Ríkin hafa því kosið að stjórna flugumferð yfir löndum sínum. Þegar komið er út í geim blasa við ný vandamál. Eru gervihnettir sem fljúga yfir Íslandi á íslensku yfirráðasvæði? Varla. Það væri seint hægt að reka nokkurt gervihnattanet ef afla ætti samþykkis allra ríkja heimsins fyrir því. Hlutir á sporbaug geta trauðla tekið krók. Menn hafa því sammælst um að ekkert eitt ríki geti átt geiminn eða hluta hans. Dæmið um flugvélarnar er fengið, í algjöru leyfisleysi, úr fyrirlestri höfundarréttarlögfræðingsins Larry Lessig, af TED-ráðstefnu 2007. Ég efast þó um að hann lögsæki mig. Lessig er einn þeirra sem áttu þátt í að búa til svokölluð Creative Commons-leyfi, sem m.a. Wikipedia notast við.Svokölluð samtök Margt í gildandi umhverfi höfundarréttar er stórfurðulegt. Íslensku höfundalögin eru þannig skrifuð í kringum samtök eins og STEF. Grípum aðeins í lagatextann: „Þeim sem aflað hefur sér heimildar til ljósritunar eða hliðstæðrar eftirgerðar verka til afnota í starfsemi sinni með samningum við samtök höfundaréttarfélaga sem annast hagsmunagæslu fyrir verulegan hluta íslenskra höfunda á því sviði og hlotið til þess lögformlega viðurkenningu menntamálaráðuneytisins skal einnig heimilt, án sérstaks leyfis höfundar hverju sinni, að fjölfalda verk hans með sama hætti þótt höfundur sé ekki félagi í samtökunum." Þá er sagt að „Samtökin skulu [...] hafa rétt til almennrar innheimtu gjalda fyrir fjölföldun, einnig fyrir þá höfunda sem standa utan þeirra." Sem sagt, menn búa til samtök, leggja á gjöld og innheimta þau, og annast réttargæslu, bæði fyrir þá sem standa innan samtakanna og utan. Þetta er auðvitað ekki lýsing á samtökum heldur lýsing á alúðlegri opinberri stofnun. Höldum áfram: „Þegar útvarpsstöð hefur aflað sér heimilda til útsendinga verka með samningum við höfundaréttarsamtök [...] skal [henni] einnig heimilt án sérstaks leyfis höfunda hverju sinni að útvarpa verkum hliðstæðrar gerðar þótt höfundur sé ekki félagi í samtökunum. Aðeins einum félagssamtökum í hverri grein bókmennta eða tónlistar verður veitt slík réttargæsluaðild." Þetta eru engin smá samtök. Innheimta skatta og koma fram fyrir hönd þeirra sem ekki eru félagsmenn. Og mislíki einhverjum þessi samtök þá getur hann ekki stofnað önnur. Fullkomlega eðlilegt. Frelsun listannaLengi vel þurftu listamaður og listunnandi að vera staddir á sama stað til að annar gæti notið hins. Á seinustu öld breyttist þetta með tilkomu ljósvakamiðla og nýrra dreifingaraðferða. Þetta stórbætti möguleika listamanna á því að ná til fleiri listunnenda, en nálægðin tapaðist. Um leið mótaðist nýtt lagaumhverfi að tryggja réttindi listamanna. Nú hefur önnur risabreyting átt sér stað með tilkomu netsins en lögin hafa ekki fylgt í kjölfarið. Eitt dæmi: Þrátt fyrir frjálst flæði á vörum og þjónustu innan EES má ekki kaupa tónlist af erlendum vefsíðum. Skýring: Lögin líta á þessar vefsíður sem útvarpsstöðvar. Ég sé fyrir mér bónda með krepptan hnefa að bölva flugvél. Allir listamenn geta nú stofnað vefsíðu og dreift verkum sínum beint til notenda um allan heim, gegn gjaldi eða ekki, eins og þeir kjósa. Eins fjölgar þeim listamönnum sem hafa frjálslyndari skoðun á notkun annarra á verkum þeirra heldur en hið hefðbundna „Öll réttindi áskilin" viðhorf. Lögin eru ekki skrifuð með þá listamenn í huga. Nútímaleg lög um höfundarrétt ættu að vera hugsuð fyrir listamanninn og neytandann. Gildandi lög eru hins vegar skrifuð í kringum samskipti milligönguaðila: plötufyrirtækja, útvarpsstöðva og rétthafasamtaka. Í heimi þar sem sjónvarp og útvarp voru helstu miðlarnir var kannski praktískt að hafa ein einokandi rétthafasamtök til að semja fyrir allra hönd. En í netheimi gera slík samtök oft meira ógagn en gagn. Höfundalög þarf að hugsa upp á nýtt. Það þarf að leyfa flugvélunum að fljúga yfir akurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Eitt sinn voru jarðir manna taldar ná óendanlega langt upp og niður, frá himnum til heljar. Trjágrein sem óx inn á lóð mátti jarðeigandi höggva. Það sem hann gróf úr jörðu innan lóðarmarka mátti hann eiga. Til að fara inn á jörð gat þurft leyfi þess sem jörðina átti. Þetta gekk allt fínt um stund. En svo komu flugvélarnar. Ef loftréttindum jarðareigenda hefði verið haldið til streitu hefðu flugmenn þurft að biðja hundruð manna um leyfi til að fljúga yfir jörðum þeirra. Auðvitað gengur það ekki. Ríkin hafa því kosið að stjórna flugumferð yfir löndum sínum. Þegar komið er út í geim blasa við ný vandamál. Eru gervihnettir sem fljúga yfir Íslandi á íslensku yfirráðasvæði? Varla. Það væri seint hægt að reka nokkurt gervihnattanet ef afla ætti samþykkis allra ríkja heimsins fyrir því. Hlutir á sporbaug geta trauðla tekið krók. Menn hafa því sammælst um að ekkert eitt ríki geti átt geiminn eða hluta hans. Dæmið um flugvélarnar er fengið, í algjöru leyfisleysi, úr fyrirlestri höfundarréttarlögfræðingsins Larry Lessig, af TED-ráðstefnu 2007. Ég efast þó um að hann lögsæki mig. Lessig er einn þeirra sem áttu þátt í að búa til svokölluð Creative Commons-leyfi, sem m.a. Wikipedia notast við.Svokölluð samtök Margt í gildandi umhverfi höfundarréttar er stórfurðulegt. Íslensku höfundalögin eru þannig skrifuð í kringum samtök eins og STEF. Grípum aðeins í lagatextann: „Þeim sem aflað hefur sér heimildar til ljósritunar eða hliðstæðrar eftirgerðar verka til afnota í starfsemi sinni með samningum við samtök höfundaréttarfélaga sem annast hagsmunagæslu fyrir verulegan hluta íslenskra höfunda á því sviði og hlotið til þess lögformlega viðurkenningu menntamálaráðuneytisins skal einnig heimilt, án sérstaks leyfis höfundar hverju sinni, að fjölfalda verk hans með sama hætti þótt höfundur sé ekki félagi í samtökunum." Þá er sagt að „Samtökin skulu [...] hafa rétt til almennrar innheimtu gjalda fyrir fjölföldun, einnig fyrir þá höfunda sem standa utan þeirra." Sem sagt, menn búa til samtök, leggja á gjöld og innheimta þau, og annast réttargæslu, bæði fyrir þá sem standa innan samtakanna og utan. Þetta er auðvitað ekki lýsing á samtökum heldur lýsing á alúðlegri opinberri stofnun. Höldum áfram: „Þegar útvarpsstöð hefur aflað sér heimilda til útsendinga verka með samningum við höfundaréttarsamtök [...] skal [henni] einnig heimilt án sérstaks leyfis höfunda hverju sinni að útvarpa verkum hliðstæðrar gerðar þótt höfundur sé ekki félagi í samtökunum. Aðeins einum félagssamtökum í hverri grein bókmennta eða tónlistar verður veitt slík réttargæsluaðild." Þetta eru engin smá samtök. Innheimta skatta og koma fram fyrir hönd þeirra sem ekki eru félagsmenn. Og mislíki einhverjum þessi samtök þá getur hann ekki stofnað önnur. Fullkomlega eðlilegt. Frelsun listannaLengi vel þurftu listamaður og listunnandi að vera staddir á sama stað til að annar gæti notið hins. Á seinustu öld breyttist þetta með tilkomu ljósvakamiðla og nýrra dreifingaraðferða. Þetta stórbætti möguleika listamanna á því að ná til fleiri listunnenda, en nálægðin tapaðist. Um leið mótaðist nýtt lagaumhverfi að tryggja réttindi listamanna. Nú hefur önnur risabreyting átt sér stað með tilkomu netsins en lögin hafa ekki fylgt í kjölfarið. Eitt dæmi: Þrátt fyrir frjálst flæði á vörum og þjónustu innan EES má ekki kaupa tónlist af erlendum vefsíðum. Skýring: Lögin líta á þessar vefsíður sem útvarpsstöðvar. Ég sé fyrir mér bónda með krepptan hnefa að bölva flugvél. Allir listamenn geta nú stofnað vefsíðu og dreift verkum sínum beint til notenda um allan heim, gegn gjaldi eða ekki, eins og þeir kjósa. Eins fjölgar þeim listamönnum sem hafa frjálslyndari skoðun á notkun annarra á verkum þeirra heldur en hið hefðbundna „Öll réttindi áskilin" viðhorf. Lögin eru ekki skrifuð með þá listamenn í huga. Nútímaleg lög um höfundarrétt ættu að vera hugsuð fyrir listamanninn og neytandann. Gildandi lög eru hins vegar skrifuð í kringum samskipti milligönguaðila: plötufyrirtækja, útvarpsstöðva og rétthafasamtaka. Í heimi þar sem sjónvarp og útvarp voru helstu miðlarnir var kannski praktískt að hafa ein einokandi rétthafasamtök til að semja fyrir allra hönd. En í netheimi gera slík samtök oft meira ógagn en gagn. Höfundalög þarf að hugsa upp á nýtt. Það þarf að leyfa flugvélunum að fljúga yfir akurinn.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun