Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar 24. október 2025 07:17 Í dag, 24. október, fagna Sameinuðu þjóðirnar 80 ára afmæli. Þær voru stofnaðar með háleitt en nauðsynlegt markmið í huga: að tryggja frið, mannréttindi og samvinnu þjóða. Þrátt fyrir að áratugir séu nú liðnir frá stofnun Sameinuðu þjóðanna er hlutverk þeirra enn það sama – að stuðla að friðsamlegum samskiptum, skapa traust og tengja saman fólk. Stundum er talað um Sameinuðu þjóðirnar sem fjarlæga stofnun sem tengist okkur hér á landi lítið. Við sjáum sali allsherjarþingsins bregða fyrir í fréttum og heyrum brot úr ræðuhöldum þjóðarleiðtoga en gleymum að ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Sameinuðu þjóðanna snerta daglegt líf okkar með margvíslegum hætti. Alþjóðasamningar, reglur og samvinna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna móta heiminn sem við lifum í. Sem dæmi má nefna að þegar við ferðumst örugg til og frá landinu í flugi er það meðal annars vegna samstarfs ríkja innan Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Bólusetningar, lyfjaöryggi og ráðleggingar um heilsu byggja á starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Heimsmarkmiðin eru hluti af íslensku skólastarfi og UNICEF og UN Women vinna að réttindum barna og kvenna, bæði hér heima og á heimsvísu. Það sem gerist á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eru því ekki fjarlægar fréttir heldur hluti af lífsgæðum okkar, öryggi og afkomu. En samtíminn kallar á endurnýjað samtal. Vantraust á alþjóðastofnanir hefur aukist og ljóst að við stöndum frammi fyrir bakslagi í mannréttindamálum, ekki síst þegar kemur að réttindum og öryggi kvenna og minnihlutahópa. Við lifum einnig á tímum öfgakenndra loftslagsbreytinga þar sem flóð og þurrkar hafa áhrif á lífsviðurværi milljóna. Sameinuðu þjóðirnar vinna mikilvægt starf við að tryggja viðnámsþrótt viðkvæmra samfélaga og öryggi íbúa. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um náttúru, þau snúa að réttlæti og framtíð næstu kynslóða. Á sama tíma er gervigreind og stafræn þróun að breyta heiminum afar hratt. Þar gegna Sameinuðu þjóðirnar lykilhlutverki í að tryggja að þróunin komi til með að byggja á mannréttindum og siðferði, að tæknin verði notuð til að efla samstöðu, ekki auka ójöfnuð. Sameinuðu þjóðirnar - hluti af íslensku samfélagi Þegar litið er til þessara áskorana, vaxandi átaka og ofbeldis í heiminum er ekki skrýtið að mörg spyrji sig hvort Sameinuðu þjóðirnar geti raunverulega leyst vandamál heimsins. Raunin er sú að Sameinuðu þjóðirnar leysa ekkert einar og sér. Lausnin felst í því að ríki heims, leiðtogar allra landa og fólkið sem þar býr, vinni í sameiningu að þeim gildum og markmiðum sem stofnunin stendur fyrir. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hefur kallað eftir umbótum á gangverki Sameinuðu þjóðanna. Í ræðum sínum hefur hann ítrekað mikilvægi þess að stofnunin taki breytingum í þá átt að raddir almennings, ungs fólks og borgarasamfélagsins fái aukið vægi. Umbætur innan Sameinuðu þjóðanna kalla ekki á niðurrif eða nýja stofnun heldur miklu frekar á að Sameinuðu þjóðirnar þjóni almenningi betur og öðlist þar með dýpri merkingu í hugum og hjörtum fólks um allan heim. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi tekur slíkt ákall alvarlega og vinnur markvisst að umbótum með því að færa starf Sameinuðu þjóðanna nær fólki hér á landi. Við miðlum fjölbreyttum fréttum af þátttöku Íslands á vettvangi alþjóðamála og þróunarsamvinnu og vinnum með öflugum hópi nemenda og kennara um allt land að framgangi heimsmarkmiðanna. Á afmælisárinu höfum við sett aukinn kraft í að skapa opinn vettvang fyrir samtal milli almennings, frjálsra félagasamtaka, ungs fólks og stjórnvalda um málefni og markmið Sameinuðu þjóðanna í samtíð og framtíð. Sameinuðu þjóðirnar – sterk og lifandi samvinna Á 80 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna er einmitt tími til að líta til baka, en líka til framtíðar. Ef við viljum búa í heimi þar sem friður og samvinna eru leiðarljós, þar sem næstu kynslóðir fá notið mannréttinda, menntunar, virðingar og velsældar þurfum við að leggja okkar af mörkum. Það gerum við með því að taka þátt í samtali um það hvernig heimur er betri heimur, hlusta á hvort annað af virðingu, fræðast og styrkja þær stoðir sem Sameinuðu þjóðirnar byggja á. Framtíð Sameinuðu þjóðanna ræðst ekki eingöngu í allsherjarþinginu í New York heldur með vilja okkar allra til að vernda þau gildi sem þær voru stofnaðar til að verja. Því Sameinuðu þjóðirnar eru ekki aðeins 80 ára saga, heldur sterk og lifandi samvinna okkar allra til framtíðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 24. október, fagna Sameinuðu þjóðirnar 80 ára afmæli. Þær voru stofnaðar með háleitt en nauðsynlegt markmið í huga: að tryggja frið, mannréttindi og samvinnu þjóða. Þrátt fyrir að áratugir séu nú liðnir frá stofnun Sameinuðu þjóðanna er hlutverk þeirra enn það sama – að stuðla að friðsamlegum samskiptum, skapa traust og tengja saman fólk. Stundum er talað um Sameinuðu þjóðirnar sem fjarlæga stofnun sem tengist okkur hér á landi lítið. Við sjáum sali allsherjarþingsins bregða fyrir í fréttum og heyrum brot úr ræðuhöldum þjóðarleiðtoga en gleymum að ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Sameinuðu þjóðanna snerta daglegt líf okkar með margvíslegum hætti. Alþjóðasamningar, reglur og samvinna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna móta heiminn sem við lifum í. Sem dæmi má nefna að þegar við ferðumst örugg til og frá landinu í flugi er það meðal annars vegna samstarfs ríkja innan Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Bólusetningar, lyfjaöryggi og ráðleggingar um heilsu byggja á starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Heimsmarkmiðin eru hluti af íslensku skólastarfi og UNICEF og UN Women vinna að réttindum barna og kvenna, bæði hér heima og á heimsvísu. Það sem gerist á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eru því ekki fjarlægar fréttir heldur hluti af lífsgæðum okkar, öryggi og afkomu. En samtíminn kallar á endurnýjað samtal. Vantraust á alþjóðastofnanir hefur aukist og ljóst að við stöndum frammi fyrir bakslagi í mannréttindamálum, ekki síst þegar kemur að réttindum og öryggi kvenna og minnihlutahópa. Við lifum einnig á tímum öfgakenndra loftslagsbreytinga þar sem flóð og þurrkar hafa áhrif á lífsviðurværi milljóna. Sameinuðu þjóðirnar vinna mikilvægt starf við að tryggja viðnámsþrótt viðkvæmra samfélaga og öryggi íbúa. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um náttúru, þau snúa að réttlæti og framtíð næstu kynslóða. Á sama tíma er gervigreind og stafræn þróun að breyta heiminum afar hratt. Þar gegna Sameinuðu þjóðirnar lykilhlutverki í að tryggja að þróunin komi til með að byggja á mannréttindum og siðferði, að tæknin verði notuð til að efla samstöðu, ekki auka ójöfnuð. Sameinuðu þjóðirnar - hluti af íslensku samfélagi Þegar litið er til þessara áskorana, vaxandi átaka og ofbeldis í heiminum er ekki skrýtið að mörg spyrji sig hvort Sameinuðu þjóðirnar geti raunverulega leyst vandamál heimsins. Raunin er sú að Sameinuðu þjóðirnar leysa ekkert einar og sér. Lausnin felst í því að ríki heims, leiðtogar allra landa og fólkið sem þar býr, vinni í sameiningu að þeim gildum og markmiðum sem stofnunin stendur fyrir. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hefur kallað eftir umbótum á gangverki Sameinuðu þjóðanna. Í ræðum sínum hefur hann ítrekað mikilvægi þess að stofnunin taki breytingum í þá átt að raddir almennings, ungs fólks og borgarasamfélagsins fái aukið vægi. Umbætur innan Sameinuðu þjóðanna kalla ekki á niðurrif eða nýja stofnun heldur miklu frekar á að Sameinuðu þjóðirnar þjóni almenningi betur og öðlist þar með dýpri merkingu í hugum og hjörtum fólks um allan heim. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi tekur slíkt ákall alvarlega og vinnur markvisst að umbótum með því að færa starf Sameinuðu þjóðanna nær fólki hér á landi. Við miðlum fjölbreyttum fréttum af þátttöku Íslands á vettvangi alþjóðamála og þróunarsamvinnu og vinnum með öflugum hópi nemenda og kennara um allt land að framgangi heimsmarkmiðanna. Á afmælisárinu höfum við sett aukinn kraft í að skapa opinn vettvang fyrir samtal milli almennings, frjálsra félagasamtaka, ungs fólks og stjórnvalda um málefni og markmið Sameinuðu þjóðanna í samtíð og framtíð. Sameinuðu þjóðirnar – sterk og lifandi samvinna Á 80 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna er einmitt tími til að líta til baka, en líka til framtíðar. Ef við viljum búa í heimi þar sem friður og samvinna eru leiðarljós, þar sem næstu kynslóðir fá notið mannréttinda, menntunar, virðingar og velsældar þurfum við að leggja okkar af mörkum. Það gerum við með því að taka þátt í samtali um það hvernig heimur er betri heimur, hlusta á hvort annað af virðingu, fræðast og styrkja þær stoðir sem Sameinuðu þjóðirnar byggja á. Framtíð Sameinuðu þjóðanna ræðst ekki eingöngu í allsherjarþinginu í New York heldur með vilja okkar allra til að vernda þau gildi sem þær voru stofnaðar til að verja. Því Sameinuðu þjóðirnar eru ekki aðeins 80 ára saga, heldur sterk og lifandi samvinna okkar allra til framtíðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun